Vikan


Vikan - 04.05.1991, Síða 34

Vikan - 04.05.1991, Síða 34
Fyrir framan Höfða, sem í hugum margra telst til merki- legri sögu- staöa. ísland upp í hugann og þótti sú hugmynd afbragö. Þessu næst hélt Silvester glaður í bragði til skrifstofu þeirra yfirvalda sem sjá um svona mál og fór þess á leit að leyfi yrði veitt fyrir giftingunni. Slíkt leyfi þurfti hann að fá til þess að þau væru löglega gift samkvæmt hollenskum regl- um. FÉKK LEYFI f ÞRIÐJU TILRAUN Þetta reyndist ekki eins auð- velt og Silvester hafði ætlað í upphafi því embættismaður- inn, sem hann leitaði til, trúði honum ekki og spurði hvort hann væri ekki með öllum mjalla að ætla aö gifta sig á ▲ Eftirvæntingarglampi í augum unga fólksins frá Hollandi þegar beöið er eftir vígslu hjá borgar- fógeta. ÁÁ Athöfnln gekk fljótt fyrir sig, en um tíma var útlit fyrir að ekkert yrði af henni vegna úreltra forms- atriða ... ► A ferð sinni um borg- ina þótti brúðhjónunum nauðsynlegt að koma við í hinu fræga húsi Höfða. 34 VIKAN 9. TBL. 1991 Brúðhjónin höfðu mikla ánægju af þvi að skoða sig um í Árbæjarsafni. Hér stíga þau út úr kirkjunni þar. íslandi - þar væri ekkert ann- að en snjór, frosthörkur og ill- viðri. í þriðju tilraun tókst hon- um loks að sannfæra yfirvaldið um að hann væri ekki vitstola og að þeim hjónaleysunum væri fúlasta alvara með fyrir- ætlan sinni. Að leyfinu fengnu lá fyrir að snúa sér til næstu ferðaskrif- stofu sem seldi ferðir til fyrir- heitna landsins. Það er örugg- lega ekki algengt að beðið sé um að fá keypta ferð og gift- ingu í einum pakka og borga hann á staðnum. Svo var þó ( þetta sinn og þegar öllum þessum óvenjulegu útrétting- um var lokið héldu þau á vit norðursins og innsiglunar á sambandi sínu. AÐEINS HEILBRIGT FÓLK GIFT Á ÍSLANDI? Hér gistu Silvester og Erika á Hótel Holti í góðu yfirlæti, fóru útsýnisferð til Gullfoss og Geysis og leigðu bílaleigubíl til að skoða borgina og nágrenni hennar. Tæplega viku eftir að þau komu til landsins átti at- höfnin að fara fram. Til aö vera örugg um að dagurinn gengi snurðulaust fyrir sig ákváðu þau að ganga frá öllum forms- atriðum í tíma. Þegar til kom var það ekki svo vitlaus hugmynd því ís- lenskt skriffinnskukerfi gerir ekki ráð fyrir að útlendingar komi hingað til lands til að láta gifta sig. Þetta tók því nokkuð á taugarnar og náði sá skjálfti hámarki þegar parinu var sagt að þau yrðu að fá staðfestingu læknis á því að þau væru bæði heilbrigð. Stórri spurn- ingu skaut upp í hugann: Get- ur aðeins fullhraust fólk gift sig á Islandi? - Samkvæmt regl- unum er það svo. Unga hjúkrunarkonan harð- neitaði að gangast undir læknisskoðun, frekar vildi hún hætta við allt saman. Því vildi starfsfólk hótelsins ekki una því allt er þar gert til að við- skiptavinurinn sé ánægður. Kallaður var til læknir sem er góður viðskiptavinur hótelsins og var hann fenginn til að tala við parið. í viðtali hans við þau kom í Ijós að um ævagamlar reglur er að ræða, reglur sem voru í góðu gildi á tímum far- sóttanna en er ekki lengur framfylgt þar sem gildi þeirra er að litlu orðið. Gaf læknirinn út vottorö og þar með var mál- ið leyst. Giftingin fór fram daginn eft- ir hjá Borgardómaraembætt- inu í Reykjavík að viðstöddum blaðamanni Vikunnar og bíl- stjóra frá Hótel Holti. Athöfnin gekk fjótt fyrir sig og skömmu síðar voru þau nýbökuðu kom- in á fulla ferð í gljáandi glæsi- vagni Hótel Holts. Ekið var vítt og breitt um borgina og stutt viðdvöl höfð á ýmsum þekkt- um stöðum - við Höfða, í Ár- bæjarsafni og víðar. Það voru því sæl hjón sem héldu heim á leið, gift á íslenska vísu.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.