Vikan


Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 73

Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 73
I VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR: JONA RÚNA KVARAN Frh. af bls. 69 Þegar viö erum aö koma út f lífið og erum kannski búin að gera upp viö okkur lífshlut- verkiö og þaö til dæmis tengist listum eöa skapandi hlutum erum viö mjög viökvæm fyrir allri umfjöllun og gagnrýni. Sú tegund gagnrýni sem við- gengst í sumum fjölmiðlum á verk annarra og þá kannski unga fólksins, sem er aö stíga sín fyrstu skref á einhverjum sviðum, er ekki alltaf höfund- um sínum til sóma. Það er mikið vandaverk aö vera gagnrýnandi á launum vegna þess aö viðkomandi verður að hafa mjög næma tilfinningu fyrir því hvað er ósæmilegt og hvaö ekki. Eins er óvarkárni í oröavali, gróft þekkingarleysi, sleggjudómar, rætni og annar augljós hálfvitaháttur, sem sumir gagnrýnendur eru berir að, nokkuð sem saknaðar- og sársaukalaust mætti hverfa úr heimi fjölmiðla. Lengi hefur tíðkast að fólkið í landinu ætti aðgang að les- endadálkum blaðanna og er þaö vel. Það notar sér þennan möguleika óspart og gagnrýnir eitt og annað sem augljóslega mætti betur fara. Hitt er svo annað mál að þessir sömu dálkar dagblaðanna hafa ekki fyllst á sama hátt með eins augljósum krafti þegar auð- veldlega væri hægt að benda á það sem vel er gert og til fyrirmyndar verður að teljast f þessu annars ágæta þjóð- félagi. Þetta sama á við um alla aðra fjölmiðla sem aukið hafa möguleika landans til að koma skoðunum sínum á framfæri. Við nöldrum mikið og erum fljót að gagnrýna og benda á það sem miður fer í athöfnum og verkum annarra en gleym- um að þakka það sem vel er gert og verður að teljast ávinn- ingur fyrir flest okkar. Stjórnmálamenn eru til- neyddir, að því er þeirtelja, að gagnrýna verk hver annars og fátt virðist um gagnlegar fram- kvæmdir hjá andstæðingun- um. Það verður þó að teljast mjög furðuleg niðurstaða ef grannt er skoðað. Alþýða manna myndi aldrei velja sem fulltrúa sinn á Alþingi Islend- inga fullkomlega misheppnað- an einstakling. Til þess er hún of skynsöm. Varla er því hægt að ætlast til að við trúum því að einungis þeir sem telja sinn flokk þann besta geri það sem rétt er og merkilegt hverju sinni en hinir ekki neitt. Þetta er fullkomlega út í loftið og fár- ánlegt yfirleitt að reikna meö að nokkur venjuleg manneskja sætti sig við svona barnalega og ósmekklega matreiðslu, væntanlega til þess ætlaða að ganga í augu kjósenda. Hitt er svo annað mál að við sem ekki erum í stjórnmálum getum verið mjög leiðinleg og ósanngjörn í garð stjórnmála- manna og erfitt fyrir þá að gera okkur öllum til hæfis svo vel fari. Við verðum vitanlega að sjá hvað þessir frammámenn þjóðfélagsins gera vel en ekki bara gagnrýna þá. Margt sem er ávinningur fyrir alla alþýðu- menn er runnið undan rifjum einmitt þessara manna og kvenna sem við treystum á sínum tíma fyrir þjóðarbúinu og er ágætt að minnast þess stundum og gleðjast yfir. Gagnrýni er nauðsynleg svo fremi að henni fylgi augljós velvilji og þroski. Við verðum örugglega stundum þakklát fyrir að hafa verið bent á eitt og annað í fari okkar og verk- um sem betur mátti fara. Þó höfum við kannski ekki viljað kannast við það þegar gagn- rýnin kom fram af því að hún gerir okkur kannski viðkvæm í fyrstu. Það er vitanlega ekki stór- mannlegt að geta ekki skilið að við hljótum að gera hlutina misvel eftir atvikum og ekkert við það að athuga annað en að gera bara betur næst. Það ætti vissulega að vera til- hlökkunarefni fyrir þau okkar sem viljum vera í hópi sigur- vegaranna og njóta alls þess sem er jákvætt og lífið hefur svo sannarlega upp á að bjóða. Reynum því, elskurnar, að taka alla óþarfa gagnrýni til al- varlegrar endurskoðunar en lærum jafnframt að sætta okk- ur við gagnrýni sem er kær- leiksrík og heiðarleg og miðast þrátt fyrir allt fyrst og fremst við að gera veg okkar sem mest- an og bestan. □ Vinsamlega handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og þvi miður er alls ekki hægt að fá þau i einkabréfi. Utanáskriftin er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík. M RAKARA- 0G HÁRGREIÐSLUSTOFAN GREIFIM HRINGBRAUT 119 S 22077 Hársnyrtistofan Hár-Tískan DALSHRAUNI 13, 220 HAFNARFIRÐI SÍMI 50507 Erna Guðmundsdóttir Porgerður Pálsdóttir Kristín Kristjánsdóttir HA RGREIÐSL US TOFA N GRESIKA Rauöarárstig 27-29, 2. hæö Sími 22430 BRÚÐARKJÓLAR BRÚÐARMEYJAKJÓLAR SKÍRNARKJÓLAR SMÓKINGAR KJÓLFÖT BRUÐARKJOLALEIGA HULDU ÞÓRÐARDÓTTUR HJALLABREKKU 37 SÍMI 40993 «Wf 13314 kunsl X RA/CARA- & HÁRqRE/ÐSMSTDFA HVERFISGÖTU 62-101 REYKJAVÍK 9. TBL. 1991 VIKAN 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.