Vikan


Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 50

Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 50
raunsæ. Þó jarðsambandið sé jafnsterkt hjá Helgu og raun ber vitni hefur hún þó aðrar afstöður í korti sínu sem „létta" á henni; sérstak- lega er þá átt við rísandi Ljón og Satúrnus í Bogmanni. Sól, Merkúr og Venus eru í tíunda húsi hjá Helgu en í bók sinni, Merkin þín og þekktra íslendinga, segir Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur að sá sem hafi sól í tíunda húsi finni sig best með því að vinna mikið og vera áberandi í þjóðfélag- inu. Tíunda húsið er tákn- rænt fyrir þjóðfélagshlutverk, viðhorf til kerfis og þess for- eldris sem er meira áberandi í Iffi okkar. Merkúr í tíunda húsi bendir til hæfileika til að koma fram fyrir almenning og Venus í tíunda húsi gefur einstaklingnum færni í að nýta sér persónulegt að- dráttarafl sitt í starfi. Tungl í Sporðdreka og Plútó á rísanda gefur hæfi- leika til að hreinsa til og reita arfann úr sálarl ífinu. Þannig einstaklingur á því góða möguleika á að öðlast sál- rænan þroska og geta hjálp- að öðrum. Sálfræði og önnur viðfangsefni, sem stuðla að jákvæðri sjálfsuppbyggingu, eru því æskileg. Félagsleg hugsjónavinna getur einnig átt mjög vel við þennan ein- stakling. Hætta á að bæla niður tilfinningar og safna upp reiði getur þó fylgt tungli í Sporðdreka. - Ég hef mjög gaman af öllu sem tengist sálarfræði og því að pæla í sjálfri mér og þroska mig. Svo finnst mér gaman að pæla í fólki og að tala við fólk sem komið er eitthvað á veg með að þroska sjálft sig. Með árun- um hef ég leitað meira og meira í þetta og reyndar hafði ég hug á að fara í félagsráðgjöf eftir stúdents- próf. Mér fannst það spenn- andi verkefni að hjálpa fólki á sálrænan og fél- agslegan hátt og finnst það enn. Þannig leita vinir mínir oft til mín og ræða svona mál. Ég hlífi þeim heldur ekki við staðreyndum og held að fólki finnist ágætt að heyra þær ef það er að fara út á hálan ís. Ég hef tamið mér að segja mína skoðun og láta ekki kúga mig svo ÞEKKT FÓLK í NAUTSMERKINU: Ásgeir Sigurvinsson Bjarni Benediktsson Eggert Haukdal Einar Jónsson myndhöggvari Gunnar Gunnarsson rithöfundur Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur Halla Linker Halldór Laxness Helga Möller Jakob Magnússon Jóhannes Nordal Jón Páll Sigmarsson Jónas Jónasson Ólafur Ragnar Grímsson Hallmar Sigurðsson Haukur Morthens Jóhann Sigurðarson Margrét Helga Jóhannsdóttir Sigurjóna Sverrisdóttir Svavar Egilsson Valgeir Skagfjörð Þóra Friðriksdóttir Fred Astaire Johannes Brahms Cher Bing Crosby Salvador Dali Duke Ellington Elizabet II Ella Fitzgerald Henry Fonda Margot Fonteyn Sigmund Freud Adolf Hitler Jessica Lange Shirley MacLaine Jack Nicholson Priscilla Presley William Shakespeare Barbra Streisand Orson Welles Debra ég bæli tilfinningar ekki niður. Svo þarf ég líka á því að halda að fá frið til að hugsa og vera ein og til að uppfylla þá þörf fer ég oft út að hlaupa á kvöldin. Rísandi Ljón er stolt, stjórnsamt og hefur þörf fyrir að hafa áhrif á umhverfið. Þau eru oft jákvæð, gefandi og hlý í framkomu og vilja framkvæma með stíl og glæsibrag. Margir sem hafa Ljón rísandi eru fæddir skemmtikraftar. Þörf fyrir að- dáun og virðingu getur þó leitt til þess að þeir leggja mikið upp úr viðurkenningu annarra en þola illa gagnrýni. - Þegar ég gef gjafir vil ég hafa eitthvað skemmtilegt í kringum þær og jafnvel hafa þær það óvenjulegar að þær geymist í minningunni alla ævi. í afmælum á ég til að syngja óvænt fyrir fólk eða gera eitthvert sprell, koma á óvart. Ég fæ mikið út úr því að sjá viðbrögð fólks við slíku. Ég þoli gagnrýni ekkert illa, held ég, svo framarlega sem mér finnst hún réttmæt. Annars ættu kannski aðrir að svara því hvort ég geti tekið gagnrýni. Merkúr í Nauti er staða hins hagsýna hugsuðar. Af þekktum Islendingum með Merkúr í Nauti má nefna Vig- dísi Finnbogadóttur forseta og Jóhannes Nordal seðla- bankastjóra. Merkúr í Nauti gefur varkára og rökfasta hugsun og yfirvegun í tali. Einstaklingur með Merkúr í Nauti er íhaldssamur og vandvirkur, jarðbundinn og talnaglöggur. - Eg er ekki íhaldssöm en ég er varkár og þarf á vissu öryggi að halda. Til að mynda þarf ég á fjárhags- legu öryggi að halda til að mér líði vel. Það þýðir ekki að ég vilji safna peningum eða eiga mikið af þeim en mér líður illa ef ég veit af óborguðum reikningum niðri [ skúffu. Venus í Nauti leitar stöðugleika í ást og vináttu og vill byggja upp sterk og varanleg sambönd. Þetta fólk er afslappað í tjáningu tilfinninga og á auðvelt með samvinnu. Það sækir í þæg- indi, vill hafa umhverfi sitt fagurt, nýtur þess að borða góðan mat og er rómantískt og nautnafullt. Meðal þekktra íslendinga með Venus í Nauti eru Gunnlaugur Þórð- arson, Jónas frá Hriflu, Megas og Össur Skarphéðinsson. - Ég er nautnabelgur og nýt þess að hafa fallega hluti í kringum mig. Mér finnst gaman að borða góðan mat en samt hef ég tamið mér að borða hollan og ekki mjög fit- andi mat því annars væri ég tvöföld. Ég get sem sagt hamið mig, sem sum Naut geta kannski ekki. Hingað til hef ég rokkað til og frá og verið ýmist grönn eða feit. Til þess að geta haldið mér grannri verð ég að borða holla fæðu og hreyfa mig mikið. Núna stunda ég er- óbikk og hleyp mikið auk þess að fara á skíði. Þessar íþróttir veita manni mikla út- rás og eru þannig góðar bæði fyrir sálina og líkam- ann. Mars í Krabba nátengir starfsorkuna tilfinningum við- komandi og veldur því að starfsorkan er misjöfn og sveiflukennd og háð tilfinn- ingalegri líðan. Athygli vekur að meðal þekktra íslendinga með Mars í Krabba eru rit- höfundarnir Njörður P. Njarðvík, Ólafur Jóhann Ólafsson, Ólafur Haukur Símonarson og Svava Jak- obsdóttir en auk þeirra má nefna Jón Steinar Gunn- laugsson lögmann og Sigurð Sigurjónsson leikara. - Þetta er alveg rétt. Ég get verið full starfsorku og þá er ég óstöðvandi og get verið að allan sólarhringinn. Þegar þessi orka er í hámarki geri ég hlutina eins vel og ég get en svo á ég til að detta niður í lognmollu og sveiflur í starfsorku eru töluvert miklar hjá mér. Þessu vil ég breyta og er að vinna í því núna. Ég held að það hljóti að vera miklu þægilegra fyrir mann sjálfan að geta beitt sér af meira jafnvægi. Satúrnus í Bogmanni bendir til þess að lífsreglur Helgu séu sveigjanlegar og frjálslegar og að hún sækist eftir vissu frelsi og agaleysi. Með því að víkka sjóndeild- arhringinn stendur fátt í vegi fyrir því að slíkur aðili verði víðsýnn og öðlist breiða lífs- þekkingu. - Ég hjakka ekki [ gamla farinu. Alltaf þegar ég næ þeim punkti þá hugsa ég: Þetta gengur ekki lengur. Mér finnst til dæmis mjög gaman að skipta um útlit, lita á mér hárið, klippa mig öðru- vísi, fá mér ný gleraugu. Ég er fín og vel til höfð einn dag- inn en svo finnst mér ágætt að vera eins og drusla hinn daginn. Ég hika ekki við að fara í hjólabuxunum og inni- skónum út í Kringlu að kaupa mjólk. Ég hef tekið eft- ir því að fólk rekur upp stór augu en mér er alveg sama; ég er bara að kaupa mjólk- ina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.