Vikan


Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 31

Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 31
Þú losnar aldrei við barnið í þér. Það sprettur fram líkt og skrattinn úrsauðarleggnum og við fáum við ekkert ráðið. Án þess að vita það hefur þú oft beðið um það sjálf! Þessi var góður-eða hvað? Ég heyri nú þegar ótal mótmaeli. Augustus (Gus) Napier hef- ur gefið út þykka bók um ein- mitt þetta efni. Ásamt Margar- et konu sinni hefur hann rann- sakað þetta árum saman. Ótal fjölskyldur hafa leitað til hans vegna þessa. I flestum tilfell- um er ástæða ósættis milli hjóna vegna hluta sem gerð- ust eða gerðust ekki þegar þau voru lítil og það var ann- aðhvort hjá öðru þeirra eða báðum! Gus notar gjarnan sitt eigið hjónaband sem viðmiðun. Til dæmis segir hann frá frídegi sinum, þegar hann spilaði matador við konu sína og börnin þrjú. Hann spilaði um stund en brátt fannst honum hann vera útundan. Hann heyrði þau tala saman en þau yrtu ekki á hann. Hann varð öskureiður, stökk upp og öskr- aði. Síðan tók hann á sprett út í skóg. Þar settist hann undir tré og lét reiðina sjatna. Þetta er hlægilegt, hugsaði hann, en tilfinningarótið sagði annað. Þegar hann kom til baka var konan hans einnig öskureiö yfir athæfi hans. Þau settust niður og ræddu málið. Gus komst að ástæðunni. Þegar hann fletti myndaalbúminu fann hann mynd af sér frá þvf hann var tólf ára. Hann mundi hversu ein- mana hann var þá og fannst hann útundan. Sonur hans var nú tólf ára og það kallaði fram þessa reiði. Konan - af hverju var hún reið? Jú, þegar hún var lítil rifust foreldrar hennar oft. Faðir hennar hvarf oft að heiman eftir það og í hvert sinn horfði hún á eftir honum, hrædd og reið yfir hegöun hans en af því henni þótti vænt um hann og var hrædd um að hann kæmi ekki aftur sagði hún aldrei neitt. Hún byrgði óttann og reiðina inni og síðan braust þetta út af krafti löngu seinna. Var hún þá að reyna aö ná þessu fram með því að kveikja í mér? Svarið er já, því það gerum við. Við giftumst - ómeðvitað - manneskju sem við getum hefnt okkar á, ef svo má að orði komast. Af hverju gerum við það? Jú, til að útkljá , málið. Það var of erfitt þegar við vorum lítil og af því mót- i leikarinn er nýr er hægt að hafa „handritið" öðruvísi og lagfæra skaðann sem það olli okkur. Þá kemur stóra vandamálið. Makinn skilur ekki þennan ofsa út af smámunum. Hvern- ig á hann að gera það þegar þú skilur þetta ekki sjálf. Kannski hefur hann svipuð vandamál að baki sér og nú tekur hann það út á okkur! Hjálp! Er nokkur furða aö hjónaskilnðir séu tíðir! ( staðinn fyrir að horfa á galla hins aðilans ættum við að líta betur á okkur sjálf. Það er nefnilega alls ekki sjálfgefið að annað hjónaband verði öðruvísi, þvert á móti eru lík- urnar á endurtekningu miklar. Þetta lítur út fyrir að vera ein- falt. Ef þú skilur bara sjálfan þig þá er allt í lagi? Nei, það er ekki svona einfalt því ef það væri svona auðvelt hefði ég ekkert að gera! í mörgum tilfellum sem þessum þarf fólk á aðstoð sér- hæfðra að halda en þiö getið líka hjálpað ykkur sjálf ef vandamálið er ekki orðið of stórt. Við getum reynt að kynn- ast aðeins barninu innra með okkur, hugsa aftur á bak, grannskoða fortíðina og finna samstæðu þegar illa árar í hjónabandinu. Spyrjið ykkur sjálf: Því varð ég svona reið út af þessu? Þetta var bara smámál og alls ekki svona slæmt - er það? Það er mikilvægt að geta talað um þetta við maka sinn. Leggja spilin á borðið og ræða þetta vel. Finnið ástæður og orsakir og kannski segir hann: Aha, þetta kannast ég við... Jæja, hugsar þú núna og bölvar mér! Eiga nú foreldrar mínir að vera blórabögglar út af skapinu í mér? En kannski er eitthvert sannleikskorn í þessu. Það er enginn fullkom- inn, ekki einu sinni foreldrar, hversu mjög sem við trúum þeim samt í blindni. Hafðu þetta í huga er þú gengur inn kirkjugólfið og vertu viðbúin öllu. Það kemur að því eftir hveitibrauðsdag- ana að þið hvæsið hvort á annað. Og báðum finnst ykkur hinn aðilinn barnalegur. Það er einmitt rétta orðið! Sá þáttur leikritsins þegar þið sættist er nú alltaf besta atriðið. Gangi ykkur vel og ég óska ykkur allra heilla í framtíðinni. Ef þið viljið lesa meira um þetta heitir bókin The Fragile Bond. Höfundurinn er August- us Y. Napier og forlagið, sem gaf bókina út, heitir Harper & Row. □ Anægjustundin varír að eilífu. p jr Ljósmynd geymir og gleður SIÐUMÚLA 22 TÍMAPANTANIR í SÍMA 680676 í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.