Vikan


Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 46

Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 46
5. KAFU * 1 * Herb og Vera Smith fóru aftur til Pownal og tóku á ný til við útsaum lífsins. Herb lauk við að smíða hús I Durham í desember. Það sem þau höföu lagt fyrir hvarf eins og dögg fyrir sólu eins og Sara hafði séð fyrir og þau sóttu um stórslysastyrk til fylkisins. Þaö gerði Herþ næstum eins gamlan og slysið sjálft hafði gert. Stórslysastyrkur var í hans huga aðeins annað nafn á „bæjarstyrk“ eða „ölm- usu“. Allt sitt líf hafði hann unnið ötullega og heið- arlega með höndum sínum og hafði haldið að hann liti aldrei þann dag sem hann þyrfti að taka við þeningum frá fylkinu. En nú var sá dagur runn- inn uþþ. Vera gerðist áskrifandi að þremur nýjum tíma- ritum sem þárust óreglulega með þóstinum. Öll þrjú voru þau illa þrentuð og hefðu getað verið myndskreytt af hæfileikaríkum börnum. Diskar Guðs, Komandi upphafning og Dulræn kraftaverk Guðs. Herbergið á loftinu, sem enn kom mánað- arlega, lá nú stundum óoþnað í allt að þrjár vikur en hin blöðin las hún í tætlur. Hún fann heilmargt í þeim sem virtist varða óhaþp Johnnys og hún las þessa mola fyrir þreyttan mann sinn við kvöld- verðinn með hárri skerandi rödd sem titraði af hugljómun. Herb stóð sig að því að segja henni oft- ar og oftar að þegja og það kom fyrir að hann öskraði á hana að hætta þessu blaðri og láta sig í friði. Þegar hann gerði það sendi hún honum langþjáð, samúðarfullt og sært augnaráð - og læðuþokaðist síðan upþ á loft til að halda fræði- iðkan sinni áfram. Hún fór að skrifa þessum blöð- um og skiþtast á bréfum við þá sem skrifuðu í þau og við aðra pennavini sem orðið höfðu fyrir svip- aðri reynslu. Flestir sem Vera skrifaðist á við voru góðhjartað fólk eins og hún sjálf, fólk sem vildi hjálpa og draga úr nærri óbærilegri byrði sársauka hennar. Þau sendu bænir og bænasteina, þau sendu verndargriþi, þau sendu loforð um að biðja fyrir Johnny í kvöldbænum sínum. Þó voru aðrir sem voru ekkert annað en svikarar og það skelfdi Herþ að kona hans var í síauknum mæli ófær um að þekkja þá úr. Einn bauðst til að senda henni flís úr „hinum eina sanna krossi skaþarans" fyrir aðeins 99 dollara og 98 sent. Tilþoð barst um að senda meðalaglas með vatni úr Lourdes-lindinni, sem næstum áreiðanlega myndi gera kraftaverk væri því núið á enni Johnnys. Það átti að kosta 110 dollara plús sendingarkostnað. Tuttugasti og þriðji Davíðssálmur og Faðirvorið á hljómsnældu lesið af þredikaranum Billy Humbar var ódýrara (og Veru leist betur á það). I þæklingnum stóð að væri snældan leikin við rúmstokk Johnnys í nokkrar vikur myndi það næstum áreiðanlega hafa í för með sér ótrúlegan bata. Sem aukablessun (að- eins um takmarkaðan tíma) myndi fylgja árituð mynd af Billy Humbar sjálfum. Herb neyddist oftar og oftar til að skipta sér af þessu, eftir því sem ástríða hennar í þetta gervi- trúarlega drasl óx. Stundum reif hann ávísanirnar hennar í laumi og hækkaði innstæðuna í ávísana- heftinu. En þegar tekið var fram í tilboðinu að ekk- ert annað en þeningagreiðsla kæmi til greina neyddist hann til að berja í borðið - og Vera fór að fjarlægjast hann, fór að líta hann tortryggnum augum sem syndara og vantrúaðan mann. . 2 . Sara Bracknell sinnti kennslustörfum á daginn. Síðdegi hennar og kvöld voru ekki mjög frábrugð- in því sem verið hafði eftir að hún hætti að vera með Dan; hún var í einhvers konar tómarúmi og beið þess að eitthvaö gerðist. í París höfðu friðar- viðræðurnar stöðvast. Nixon hafði krafist þess að haldið væri áfram að kasta sprengjum á Hanoi þrátt fyrir síaukin mótmæli heima og erlendis. Á blaðamannafundi sýndi hann myndir sem sönn- uðu að bandarískar flugvélar væru ekki að varpa sprengjum á norður-víetnamska spítala en hann fór allra sinna ferða í herþyrlu. Rannsóknin á grófri nauðgun og morði gengilbeinu í Castle Rock hafði stöðvast eftir að skiltamálara, sem eitt sinn hafði dvalist á ríkisgeðveikrahæli í Augusta, var sleþpt lausum - andstætt því sem allir bjugg- ust við hafði fjarvistarsönnun málarans reynst vatnsheld. Janis Joþlin veinaði blúslög. París til- kynnti (annað árið í röð) að pilsin myndu síkka en þau gerðu það ekki. Sara gerði sér óljósa grein fyrir öllu þessu, þetta var eins og raddir úr öðru herbergi þar sem einhver óskiljanleg veisla hélt stöðugt áfram. ■ Ó, Johnny, þetta er svo óréttlátt, hugsaði hún, horfði á snjóinn falla fyrir utan og fylla heiminn af eyðilegri hvítu, jarða fallið sumar og rauðgullið haust. Fyrsti snjórinn féll - rétt náði að þekja jörðina - svo snjóaði aftur álíka mikið og tíu dögum fyrir jól kom bylur sem lokaði svæðisskólum þann dag og hún sat heima og horfði á snjóinn fylla Flagg- stræti. Hið stutta samband hennar við Johnny - það var varla hægt að kalla það ástarævintýri -til- heyrði nú annarri árstíð og hún fann að hann fór að renna henni úr greipum. Tilfinningin fyllti hana skelfingu eins og hluti hennar væri að drukkna. Drukkna í dögum. Hún las töluvert um höfuðmeiðsl, dauðadá og heilaskemmdir. Ekkert af því var sérlega uþpörv- andi. Hún komst að því að í litlu þorpi í Maryland var stúlka sem hafði verið í dauðadái í sex ár; ungur maður frá Liverpool í Englandi hafði fengið krókstjaka í höfuðið þegar hann vann viö uþpskiþ- un og hafði verið í dauðadái í fjórtán ár áður en hann gaf upp öndina. Þessi ungi, vöðvamikli hafn- arverkamaður hafói smátt og smátt rofið öll tengsl við umheiminn, horast, misst hárið, sjóntaugarnar rýrnað og orðið að haframjöli bak við lukt augun, líkaminn smátt og smátt dregið sig saman í fóst- urstellingu eftir því sem liðböndin styttust. Hann hafði snúið tímanum við, orðið aftur að fóstri, synt í legvatni dauðadásins meðan heila hans hrakaði. Eftir dauða hans hafði líkskoðun leitt í Ijós að slést hafði úr heilafellingum hans, svo ennisblað heil- ans var næstum alveg slétt og autt. Ó, Johnny, þetta er svo óréttlátt, hugsaði hún, horfði á snjóinn falla fyrir utan og fylla heiminn af eyðilegri hvítu, jarða fallið sumar og rauðgullið haust. Þetta er svo óréttlátt, þú ættir að fá að fara hvert sem hægt er að fara. Bréf barst frá Herb Smith á tíu daga til tveggja vikna fresti. Vera átti sina pennavini og hann sína. Skrift hans var stór og óregluleg, hann not- aði gamaldags blekpenna. „Okkur líður báðum vel. Við bíðum þess að sjá hvað gerist næst eins og þú líklega líka. Já, ég hef verið að lesa mér til og ég veit hvað þú ert of góð og hugulsöm til að segja í bréfinu þínu. Þetta lítur illa út. En við erum auðvitað vongóð. Ég trúi ekki á Guð á sama hátt og Vera en ég trúi á hann á minn hátt og spyr sjáifan mig hvers vegna hann tók John þá ekki al- veg ef hann ætlaði sér það. Er einhver ástæða? Það veit líklega enginn. Við bara vonum." [ öðru bréfi: „Ég þarf að sjá um jólainnkaupin þetta árið því Vera er búin að ákveða að jólagjafir séu synd- samleg hefð. Það er þetta sem ég á við þegar ég segi að henni hraki stöðugt. Hún hefur alltaf álitið jólin helgan dag en ekki frídag - ef þú veist hvað ég meina. Hún var alltaf að tala um að við ættum að muna að þau væru afmæli Jesú Krists en ekki jólasveinsins en hún hefur aldrei sett innkaupin fyrir sig fyrr. Henni fannst meira að segja gaman að þeim. Nú er eins og hún geri ekki annað en skammast yfir þeim. Margar þessara skrítnu hug- mynda koma frá fólkinu sem hún skrifast á við. Ég vildi óska að hún hætti þessu og yrði eðiileg aftur. En að öðru leyti höfum við það bæði gott. Herb.“ Og jólakort sem hún hafði grátið dálítið yfir: „Bestu kveðjur til þín frá okkur báðum þessa helgi- daga og langi þig til að koma og dvelja hjá tveim- ur forngripum yfir jólin er gestaherbergið tilbúið. Okkur Veru líður báðum vel. Vonandi færir nýja árið okkur öllum betri stundir og gerir það áreiðan- lega. Herb og Vera.“ Hún fór ekki til Pownal í jólafríinu, að hluta til vegna þess að Vera hélt áfram að draga sig inn í sinn eigin heim - þá framvindu var hægt að lesa nokkuð glöggt milli línanna í bréfum Herbs - og að hluta til vegna þess að það sem tengdi þau var henni nú svo fjarlægt. Eitt sinn hafði hún séð kyrru veruna í sjúkrarúmi spítalans í Bangor en nú virt- ist hún alltaf vera að horfa á hann gegnum ranga endann á kiki minninganna; hann var fjarlægur og smár eins og blöðrumaðurinn. Svo það virtist best að halda sig fjarri. Herb fann það máski á sér líka. Bréfum hans fækkaði er 1970 varð að 1971. ( einu þeirra fór hann eins nálægt því og hægt var að segja að nú væri tími til kominn að hún héldi lífi sínu áfram og endaði á að segja að hann efaðist um að jafn- fallegri stúlku og henni væri ekki boðið út. En hún hafði ekki farið á nein stefnumót, hafði ekki langað til þess. Gene Sedecki, stærðfræði- kennarinn sem eitt sinn hafði boðið henni út'um kvöld sem varð heil öld að lengd, hafði farið að bjóða henni út ósmekklega fljótt eftir slys Johnnys. Það var erfitt að draga úr honum kjark- inn en hún áleit að hann væri loksins farinn að skilja hvað hún átti við. Það kom fyrir að aðrir menn buðu henni út og hún hreifst töluvert af einum þeirra, laganema að nafni Walter Hazlett. Hún hitti hann í nýársveislu hjá Anne Strafford. Hún hafði aðeins ætlað að líta inn en staldraði við talsverða stund og talaði aðal- lega við Hazlett. Það hafði verið furðu erfitt að segja nei en það hafði hún gert vegna þess að hún skildi of vel hvers vegna hún laðaðist að hon- um - Walt Hazlett var hávaxinn maður með óstýri- látt brúnt hár og skakkt, hálfkaldhæðið bros og hann minnti hana sterklega á Johnny. Það var ekki rétti grundvöllurinn til að fá áhuga á manni. í byrjun febrúar bauð bílaviðgerðarmaður, sem gerði við bílinn hennar, henni út með sér. Aftur var hún nærri búin að þekkjast boðið en hætti síðan við. Maðurinn hét Arnie Tremont. Hann var há- vaxinn, dökkur yfirlitum og myndarlegur á bros- andi, rándýrslegan hátt. Hann minnti hana svolítið á James Brolin, aukaleikara í læknaþætti í sjón- varpinu, og jafnvel enn meira á vissan mann úr Delta Tau Delta- bræðrafélaginu, Dan að nafni. Betra að bíða. Bíða og athuga hvort eitthvað myndi gerast. En ekkert gerðist. FRAMHALD í NÆSTU VIKU 46 VIKAN 9. TBL.1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.