Vikan


Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 69

Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 69
vegna herbergja barnanna okkar. Við eigum jafnvel til að taka þar svo mikið til hendinni, þegar okkur ofbýður draslið, að unglingurinn er í tvo daga að átta sig á eigum sínum og öðrum lausamunum. Vissulega er iðulega rangt að gagnrýna barn fyrir það sem það telur vera sitt um- ráðasvæði og kýs kannski að hafa eins og því sýnist. Það er náttúrlega augljós réttur þess þó það gleymist stundum. Þegar um er að ræða herbergi unglings og gagnrýnin tengist hæfileika barnsins til að ganga sæmilega um það er okkur vandi á höndum. Við fullorðna fólkið verðum auðvitað að benda börnunum okkar á hvað er rangt og hvað er rétt. Málið er bara að okkur hættir til að þvæla hlutina of mikið og jafnvel, ef við erum þreytt og undir einhvers konar pressu, erum við oft að fá út- rás fyrir annars konar vand- ræði með því að gagnrýna eitt og annað í þeim sem búa með okkur. Ef við íhugum öngþveitið og sársaukann sem áfengis- og eiturlyfjaneysla unga fólksins getur bakað í einni fjölskyldu má kannski segja sem svo að betra sé að barnið hafi dálítið drasl f kringum sig, klæðist öðruvísi en maður kýs og svari stundum fyrir sig, heldur en það sé kannski á vergangi í einhvers konar óreglu og eymd sem við eigum síðan erfitt með að hjálpa því frá þó góður vilji sé fyrir hendi. Við ættum öll að þjálfa okkur í því að vanda til gagnrýni og láta hana aldrei fá meira líf í sam- skiptum okkar hvert við annað en sem nemur því að hún falli undir algjört aðalatriði og ekki bóli á neins konar aukaatrið- um í tiltekinni tilhneigingu til að gagnrýna. Sérstaklega verðum við að vera varkár í aö gagnrýna ungt fólk vegna þess að allur óþarfi í þessum viðkvæmu efnum fælir þessar elskur frá okkur og gerir unglingana auk þess óörugga um að við elsk- um þá í raun og veru. Best væri ef við leiðbeindum börn- unum okkar alltaf á jafnréttis- grundvelli og sýndum þeim f öllum tilvikum viröingu og sem mestan skilning. Börn þurfa ábendingar og einhvers konar gagnrýni á ákveðnum augna- blikum vegna ákveðinnar framkomu og athafna en sí- felld gagnrýni og óþarfa nöldur er ekki lyftistöng fyrir aukið samband og skilning á milli foreldra og barna. Við verðum Ifka að vera minnug þess aö þaö er ekkert grín aö vera á mörkum barns og fullorðinnar manneskju eins og blessaðir unglingarnir eru. Þess vegna er ekki óeðli- legt að þeir segi og geri eitt og annað sem alls ekki fellur inn í hugmyndakerfi fullorðins og kannski þroskaös fólks sem sjálft var eitt sinn ekkert betra en er bara búið að gleyma því. Þegar við erum aftur á móti orðin fullorðin og erum að byrja búskap erum við flest svo ástfangin að við erum ekki ýkja gagnrýnin á fyrstu stigum sambúðar aö minnsta kosti. Við tökum ekki einu sinni eftir að ástmögurinn smjattar svo- lítið, ropar og jafnvel missir niöur á sig á nánast öllum mat- artímum. Við erum það ást- fangin að við bara horfum heilluð á viðkomandi og hugs- um að þetta sé bara tilfallandi: Ég elska samt þennan klaufa með kostum og göllum. Hvað gerist svo þegar pen- ingamálin fara að þyngjast, börnin að öskra alla nóttina og viðkomandi hverfur eins og eina nótt í brennivín og fram- hjáhald. Við byrjum að gagn- rýna og sjá þaö sem við vild- um ekki sjá áður eða hentaði okkur ekki að kannast við. Flest getur orðið tilefni gagn- rýni, jafnvel getur okkur fund- ist viðkomandi lífsförunautur vaska illa upp, segja leiðinlega brandara, fara of sjaldan í bað og nenna aldrei að slá blettinn eða passa krakkana. Já, það verður tiltölulega auðvelt að finna tækifæri til aö finna að og gagnrýna. Sum okkar eru líka það nákvæm og kröfuhörð í sambúð að við teljum að okkar vilji sé sá eini rétti og allir verði að lúta stjórn hans og í sum- um tilvikum ósanngjörnum kröfum. Sá sem er stanslaust að gagnrýna maka sinn er venju- legast meö minnimáttarkennd og fullkomnunaráráttu, ásamt því náttúrlega að hafa ekki snefil af hæfileikum til að setja sig svo vel fari í spor hins að- ilans. Svona fólk er nánast óþolandi í sambúð og væri vissulega léttir ef hægt væri að þvo það reglulega og sápa duglega eins og hvern annan þvott og nota þá þvottavélina til þess arna. Mikið bólar á óþarfa gagn- rýni yfir- og undirmanna og sumir undirmenn telja að þeir séu yfirmönnum sínum miklu hæfari í leit að lausnum alls konar verkefna. Eins eru til yfirmenn sem eru ekkert of ör- uggir með sig gagnvart undir- mönnum sínum og eru þar af leiðandi gjarnir á að gagnrýna störf þeirra, þó ekki sé beint til- efni til annað en þá kannski að minna á hver ræður. Öll gagnrýni á störf okkar og verk er ágæt svo fremi að hún eigi sér rætur í fullkomnum skilningi á hæfileikum okkar og manngildi en sé ekki af öðr- um og lágkúrulegri hvötum sem eiga augljóslega ekkert skylt við velvilja eða löngun til að við gerum betur. Miklu frek- ar er þá um öfund og óhentug- an samanburð að ræða sem fær besta fólk bæði til að gagnrýna og gera lítið úr verk- um þeirra sem það vildi svo sannarlega líkjast sem mest og sem nákvæmast. Frh. á bls. 73 Til ern yfirmenn sem eru ekkert of öruggir með slg gagnvart undirmönn- um sínum og eru þar af leiðandi gjamir á að gagn- rýna störf þeirra, þó ekki sé beint tilefni annað en þá kannski að minna á hver rœður. 9. TBL. 1991 VIKAN 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.