Vikan


Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 8

Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 8
TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON Það fer vel um hjónaefnin þegar þau skoða hringa hjá Sigurði G. Steinþórssyni i Gulli & Silfri. margir gegnum arin og sumir þeirra koma aftur og aftur. Sumir koma til aö skipta um hringana á tíu ára fresti eða svo og tengja þá endurnýjun- ina brúðkaupsafmælum og aðrir koma við önnur tækifæri. Og þótt það sé kannski ekki eftirbreytnivert hefur einn maður keypt giftingarhringa sex sinnum í Gulli & Silfri og f hvert skipti fyrir nýja brúði enda hefur hann gift sig sex sinnum. „Það vill annars svo til,“ segir gullsmiðurinn, „að fólk á erindi við okkur á stærstu stundum lífsins. Hingað kemur fólk að kaupa fæðingargjafir, skírnargjafir, fermingargjafir, trúlofunar- og giftingarhringa, gjafir fyrir stórafmæli og skildi fyrir jarðarfarir. Menn koma hingað þegar mikið liggur við.“ Gull & Silfur er skemmtileg verslun og gefur út mjög vand- aðan og fróðlegan litmynda- lista sem sendur er ókeypis hvert á land sem er ásamt GIFTINGARHRINGARNIR Það var engin spurning. Ólöf og Magnús völdu giftingarhringana í Gulli & Silfri á Laugaveginum. Þar var tekið á móti þeim eins og höfðingjum, eins og reyndar venja er þegar fólk kemur þangað til að velja sér svo af- drifaríka muni. Sigurður G. Steinþórsson gullsmiður vís- aði þeim sjálfur inn í sýningar- herbergið og var þeim til halds og trausts en við náðum tali af honum á meðan. Svo skemmtilega vill til að Gull & Silfur er tuttugu ára gamalt fyrirtæki um þessar mundir og á þeim tíma hafa gömlu góðu hringarnir verið hvað vinsælastir. Þetta hefur þó verið að breytast á allra síðustu árum. Nú eru til dæm- is tvílitir hringar nokkuð vin- sælir en þeir eru úr hvítagulli og rauðagulli. Margir kaupa snúrur með og það kemur líka fyrir að tilvonandi hjón fá sér demantshringa. Demantur er tákn um sterka og varanlega ást enda eru þeir gjarnan gefnir sem morgungjöf. Þeir geta kostað frá tíu þúsund krónum og upp úr. Annars er úrval hringanna geysimikið; meira en fjörutíu aðaltegundir og af hverri tegund geta verið mörg afbrigði þar sem hring- arnir eru allir sérsmíðaðir. „Það er mjög gott ef fólk pantar hringana meö svona tveggja daga fyrirvara," segir Sigurður. „Okkur er samt fátt ómögulegt. Við höfum lent í því að þaö hefur hreinlega gleymst að gera ráð fyrir hringum. Ég hef þurft að fara niður í Dómkirkju með hring- ana og rétt náði fyrir brúðkaup. Sem betur fer er það undan- tekningartilfelli." Viðskiptavinirnir eru orðnir málmspjaldi sem notað er til að máta stærð hringanna. Fólk getur því verslað við Gull & Silfur hvar sem það býr á landinu án þess að þurfa að fara til Reykjavíkur. Þetta er skemmtilegur listi þar sem, auk mynda af 47 hringateg- undum, er ágrip af sögu trúlof- unarhringa, stutt ágrip um gull, gullvinnslu og demanta, skrá yfir heiti á brúðkaupsafmælum og fleira. Ekki sakar að geta þess í leiðinni að þarna eru líka smíðaðir hringar eftir hug- myndum og teikningum hvers og eins. 8 VIKAN 9. TBL. 1991 \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.