Vikan


Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 44

Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 44
ekki verið metnar. Þið gætuð hafa heyrt orðið „innanbastsmargúll" í einhverjum læknaþáttanna í sjónvarpinu. Smith er með alvarlegan innan- bastsmargúl, staðbundna höfuðkúpublæðingu. Mikil skurðaðgerð til að létta á þrýstingnum og til að fjarlægja beinflísar úr heila hans reyndist nauðsynleg." Herb settist þunglega, andlit hans fölt og slegið. Sara tók eftir snubbóttum, öróttum höndum hans og mundi að Johnny hafði sagt henni að faðir hans væri smiður. „En Guð hlífði honum,“ sagði Vera. „Ég vissi að hann myndi gera það. Ég bað um tákn. Dýrð sé Guði í upphæðum! Allir jarðarbúar lofi hans nafni" „Vera,“ sagði Herb máttleysislega. „I dauðadái," endurtók Sara. Hún reyndi að koma upplýsingunum inn í einhvern tilfinningaleg- an ramma og komst að raun um að það tókst ekki. Það að Johnny var ekki dáinn, að hann hafði lifað af alvarlegan og hættulegan heilaskurð - þetta hefði átt að vekja vonir hennar. En það gerði það ekki. Hún kunni ekki við þetta orð, dauðadá. Það hljómaði ógnandi og laumulega. „Hvað er framundan hjá honum?" spurði Herb. „Því getur í rauninni enginn svarað núna,“ sagði Strawns. Hann fór að fitla við sígarettuna sína, sló henni órór við öskubakkann. Sara hafði á tilfinningunni að hann væri að svara spurningum Herbs bókstaflega en viki sér alfarið undan spurn- ingunni sem Herb raunverulega hafði spurt. „Hann er vitanlega tengdur við öndunarvél." „En þú hlýtur að vita eitthvað um möguleika hans,“ sagði Sara. „Þú hlýtur að vita..Hún bandaði höndunum hjálparvana frá sér og lét þær falla niður meö hliðunum. „Hann gæti rankað við sér eftir tvo sólarhringa. Eða eftir viku. Mánuð. Hugsanlega rankar hann aldrei við sér. Og ... það eru sterkar líkur á að hann deyi. Hreinskilnislega sagt er það líklegast. Áverkar hans ... alvarlegir." „Guð vill að hann lifi,“ sagði Vera. „Það veit ég.“ Herb hafði tekið höndunum fyrir andlitið og nuddaði það hægt. Strawns læknir leit vesældarlega á Veru. „Ég vil aðeins að þið búið ykkur undir... alla mögu- leika." „Viltu giska á batamöguleika hans?“ spurði Herb. Strawns læknir hikaði og saug sígarettuna taugaspenntur. „Nei, það get ég ekki,“ sagði hann að lokum. .5. Þau þrjú biðu einn klukkutima enn og fóru síðan. Það var dimmt. Úti var kominn kaldur gustur sem hvein um stóra bílastæðið. Sítt hár Söru breiddi úr sér bak við hana. Síðar, þegar hún kæmi heim, myndi hún finna gult lauf af eikartré fast í því. Yfir höfðum þeirra reið máninn um himininn, kaldur sjómaður næturinnar. Sara þrýsti pappírsmiða í lófa Herbs. Á honum stóð heimilisfang hennar og símanúmer. „Mynd- irðu vilja hringja í mig ef þú fréttir eitthvað? Hvað sem það er?“ „Já, vitanlega." Hann beygði sig skyndilega að henni og kyssti hana á kinnina og Sara hélt um öxl hans skamma stund í másandi myrkrinu. „Mér þykir fyrir því ef ég var kuldaleg við þig áðan, vinan,“ sagði Vera og rödd hennar var furðu blíðleg. „Ég var í uppnámi." „Auðvitað varstu það,“ sagði Sara. „Ég hélt að drengurinn minn myndi deyja. En ég hef beðið. Ég hef rætt þetta við Guð. Eins og þar segir: „Komið til mín, allir þér sem erfiði og þunga eru hlaðnir og ég mun veita ykkur frið.“ “ „Við ættum að drífa okkur, Vera,“ sagði Herb. „Við skulum reyna að sofa og sjá til hvernig þetta lítur út á ...“ „En nú er ég búin að heyra frá Guði,“ sagði Vera og leit dreymandi upp í tunglið. „Johnny mun ekki deyja. Það er ekki ætlun Guðs að Johnny deyi. Ég hlustaði og heyrði þessa rólegu rödd tala í hjarta mínu og ég lét huggast." Herb opnaði bíldyrnar. „Komdu, Vera.“ Hún leit um öxl á Söru og brosti. Sara sá skyndilega frjálslegt, fífldjarft bros Johnnys í þessu brosi - en um leið fannst henni það skelfi- legasta bros sem hún hafði séð á ævinni. „Guð hefur útvalið Johnny minn,“ sagði Vera, „og ég fagna því.“ „Góða nótt, frú Smith,“ sagði Sara gegnum dofnar varirnar. „Góða nótt, Sara,“ sagði Herb. Hann settist inn og setti bílinn í gang. Hann rann út úr stæði sínu, fór yfir bílastæðið í átt að State-stræti og Sara gerði sér grein fyrir því að henni hafði láðst að spyrja hvar þau byggju. Hún giskaði á að þau vissu það ekki sjálf ennþá. Hún sneri sér við og gekk að sínum bíl en hik- ■ Það að hann var ekki dáinn, að hann hafði lifað af alvarleg- an og hættulegan heilaskurð — þetta hefði átt að vekja von- ir hennar. En það gerði það ekki. aði, gagntekin af ánni sem rann hjá bak við spítal- ann, Penobscot-ánni. Áfram rann hún eins og dökkt silki og máninn speglaðist í henni miðri. Hún horfði til himins, orðin ein eftir á bílastæðinu. Hún horfði á tunglið. Guð hefur útvalið Johnny minn og ég fagna því. Tunglið hékk fyrir ofan hana eins og glingurs- legt leikfang af útihátíð, lukkuhjól á himnum með allar líkurnar húsinu í hag, svo maður minnist nú ekki á hústölurnar - núll og tvöfalt núll. Hústala, hústala, allír borga húsinu, hey- hey-hey. Vindurinn þyriaði laufum í kringum hana. Hún fór að bílnum sínum og settist undir stýri. Skyndi- lega var hún þess fullviss að hún myndi missa hann. Hræðsla og einmanaleiki kviknuðu innra með henni. Hún fór að titra. Að lokum setti hún bílinn í gang og ók heim á leið. * 6 * Hlýja og góðar óskir streymdu inn frá nemum Cleaves Mills næstu vikuna; Herb Smith sagði henni síðar að Johnny hefði fengið rúmlega þrjú hundruð kort. Næstum öil kortin innihéldu hikandi persónuleg orð um að sendandinn vonaði að Johnny batnaði fljótlega. Vera svaraði hverju þeirra með þakkarbréfi og Bibiíuversi. Agavandamá! Söru í skólanum hvarf. Fyrri til- finning hennar af að einhvers konar bekkjarkvið- dómur hefði sent inn óhagstæðan úrskurð breytt- ist í andstæðu sína. Smátt og smátt gerði hún sér grein fyrir því að unglingarnir litu á hana sem söguhetju í harmleik, hina glötuðu ást herra Smiths. Þessari hugmynd laust niður hjá henni á kennarastofunni í frítíma hennar miðvikudaginn eftir slysið og hún fór allt í einu að skellihlæja en hláturinn snerist brátt yfir í grát. Áður en hún náði stjórn á sér fylltist hún hræðslu. Nætur hennar voru hvíldarlitlar vegna stöðugra drauma um Johnny - Johnny í Jekyll og Hyde-hrekkjavöku- grímunni, Johnny við lukkuhjólsbásinn meðan rödd án líkama sönglaði: „Mér finnst frábært að sjá þennan náunga tapa,“ aftur og aftur. Johnny að segja: „Það er allt í lagi núna, Sara, allt í þessu fina,“ og koma síðan inn í herbergið með höfuðið horfið fyrir ofan augabrúnir. Herb og Vera Smith dvöldu á hótelinu alla vik- una og Sara hitti þau á sjúkrahúsinu dag hvern þar sem þau biðu þess þolinmóð að eitthvað gerðist. Ekkert gerðist. Johnny lá í herbergi á gjörgæslugangi á sjöttu hæð, umkringdur búnaði sem kom í stað líkamsstarfsemi, tengdur við öndunarvél. Vonir Strawns læknis fóru dvínandi. Föstudaginn eftir slysið hringdi Herb til Söru og sagði henni að þau Vera færu að fara heim. „Hún vill það ekki,“ sagði hann, „en ég er búinn að tala um fyrir henni. Held ég.“ „Hvernig líður henni?" spurði Sara. Það varð löng þögn, svo löng að Sara hélt að hún hefði gengið of langt. Svo sagði Herb: „Ég veit það ekki. Eða kannski veit ég það og vil ekki segja beint út að hún sé ekki í lagi. Hún hefur ailt- af verið með ákveðnar skoðanir á trúmálum og þær urðu ákveðnari eftir aðgerðina sem hún fór í. Legnámið. Nú hafa þær versnað um allan helming. Hún hefur talað mikið um heimsendi. Einhvern veginn er hún búin að tengja slys Johnnys við upprisu dauðra. Rétt fyrir úrslitaorr- ustu góðs og ills við heimsendi á Guð víst að taka alla trúaða upp til himna í líkömum þeirra." Sara hugsaði til stuðaramiða sem hún hafði séð einhvers staðar: EF UPPRISA DAUÐRA ER I DAG VILL ÞÁ EINHVER GRIPA í STÝRIÐ MITT! „Já, ég hef heyrt þess getið," sagði hún. „Nú,“ sagði Herb vandræðalegur, „sumir hóp- arnir sem hún ... hefur samband við ... trúa því að Guð sæki hina trúuðu á fljúgandi diskum. Fari með þá til himna í fljúgandi diskum, réttara sagt. Þessir... sértrúarhópar... eru búnir að sanna, að minnsta kosti fyrir sjálfum sér, að himnaríki sé nálægt Orion-stjörnusamstæðunni. Nei, ekki spyrja mig hvernig þeir sönnuðu það. Vera gæti sagt þér það. Mér... nú jæja, Sara, mér fellur þetta fremur þungt.“ „Auðvitað hlýtur þér að falla þetta þungt.“ Rödd Herbs varð styrkari. „En hún getur enn greint á milli hvað er raunverulegt og hvað ekki. Hún þarf tíma til að jafna sig. Svo ég sagði henni að hún gæti tekið því sem koma skal jafnauðveld- lega heima og hér. Ég þarf. ..“ Hann gerði hlé á máli sínu, vandræðalegur á ný, ræskti sig síðan og hélt áfram. „Ég verð að fara að vinna aftur. Ég er með verkefni. Ég er búinn að skrifa undir samn- inga...“ „Vitanlega, auðvitað." Hún hikaði. „Hvað um tryggingar? Ég á við, þetta hlýtur að kosta fúlgur...“ Nú var komið að henni að vera vand- ræðaleg. „Ég talaði við Pelsen, aðstoðarskólastjórann þarna í Cleaves Mills," sagði Herb. „Johnny borg- aði í Bláa krossinn en ekki þetta nýja samlag. Blái krossinn nægir þó til greiðslu á einhverju af þessu. Svo eigum við Vera það sem við höfum lagt fyrir.“ Það dofnaði yfir Söru. Við Vera eigum það sem við höfum lagt fyrir. Hve lengi þyldi ein sparisjóðs- bók kostnað upp á tvö hundruð dollara á dag eða meira? Og hvaða tilgangi þjónaði það að lokum? Svo Johnny gæti haldið lífi eins og sljótt dýr, piss- andi heilalaust í slöngu meðan hann gerði for- eldra sína gjaldþrota? Svo ástand hans gerði móður hans vitskerta vegna brostinna vona? Hún fann tárin fara að renna niður kinnar sínar og í fyrsta sinn - en ekki það síðasta - óskaði hún þess að Johnny myndi deyja og hvíla í friði. Hluti hennar fylltist hryllingi við þessa hugsun en hún sat þó eftir. „Ég óska ykkur alls hins besta,“ sagði Sara. „Ég veit það, Sara. Við óskum þér alls hins besta. Viltu skrifa okkur?“ 44 VIKAN 9. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.