Vikan


Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 4

Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 4
TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON / LJÓSM.: BRAGI Þ. JÓSEFSSON KAUP VIKAN FYLGDIST MEÐ HJÓNAVÍGSLU OG ÖLLUM UNDIRBÚNINGI HENNAR Brúðkaup með glæsibrag eru aftur komin f tísku. Sumir segja að það sé vegna þess að nú liggur meiri rómantík í loftinu en tíðkaðist á öllum áttunda áratugnum og fyrri helmingi þess níunda. Nú þykir eiginlega ódannað að kunna engin skil á rómantíkinni, en rómantískum brúð- kaupum fylgja auðvitað ýmis útgjöld, svo sem giftingar- hringar, fatnaður á brúðhjón og brúðarmeyju, brúðkaups- myndataka, hárgreiðsia og snyrting, kirkjuskreyting, at- höfnin sjálf, skreyttur leigubíll, veislan, gisting f brúðar- svítu og jafnvel brúðkaupsferð. Til samans kostar þetta fúlgur fjár, minnst hundrað þúsund krónur en getur hæg- lega orðið mun dýrara. Að vísu er hægt að komast af með svolítið lægri heildarupphæð ef eitthvað af kostnaðarliðun- um fæst fyrir lítið, ef einhverjum iiðum er sleppt eða ef fáum er boðið til veislunnar. Hún er yfirleitt dýrasti liðurinn f þessu. Það er því fremur fátítt að brúðhjón fari f sérstaka brúðkaupsferð nú orðið nema ef brúðkaupið sjálft fer fram með einföldu sniði. Áður fyrr þurfti að gangast undir blóðprufu og læknis- skoðun áður en manni og konu var leyft að eigast en nú hefur sú kvöð verið afnumin. Fólk, sem giftir sig í fyrsta sinn, þarf því ekki aðra papp- íra en skírnarvottorð en þau sem hafa gifst áður verða að geta sannað að löglegur skiln- aður sé um garð genginn. Algengast er að hjón séu pússuð saman á sumrin en einnig er svolítið um að pör giftist á vordögum eða kring- um jól og áramót. Hefðbund- inn dagur til brúðkaupa er laugardagur og helgast það af þvf aö þá er brúðkaupsnóttin aðfaranótt sunnudags sem er frídagur hjá flestum. Borgara- leg brúðkaup geta farið fram hvaða dag vikunnar sem er enda er lítið lagt upp úr þannig athöfnum. Þær eru fyrst og fremst löggilding hjónabands. Beinn skattafrádráttur varð- andi brúðkaup tíðkast ekki lengur en í staðinn koma hag- stæðari ákvæði skattalaga gagnvart hjónum en hjóna- leysum sem búa saman utan hjónabands. Vikan fylgist að þessu sinni með giftingu ungs pars af Suðurnesjum, þeirra Ólafar Bjargar Kristjánsdóttur og Magnúsar Brynjarssonar. Þau voru gefin saman í Hallgríms- kirkju 20. apríl síðastliðinn. Þegar farið var ofan í saum- ana á öllu umstanginu kom ýmislegt fróölegt og skemmti- legt f Ijós eins og næstu blað- síður bera með sér. □ 4 VIKAN 9.TBL.1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.