Vikan


Vikan - 04.05.1991, Page 4

Vikan - 04.05.1991, Page 4
TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON / LJÓSM.: BRAGI Þ. JÓSEFSSON KAUP VIKAN FYLGDIST MEÐ HJÓNAVÍGSLU OG ÖLLUM UNDIRBÚNINGI HENNAR Brúðkaup með glæsibrag eru aftur komin f tísku. Sumir segja að það sé vegna þess að nú liggur meiri rómantík í loftinu en tíðkaðist á öllum áttunda áratugnum og fyrri helmingi þess níunda. Nú þykir eiginlega ódannað að kunna engin skil á rómantíkinni, en rómantískum brúð- kaupum fylgja auðvitað ýmis útgjöld, svo sem giftingar- hringar, fatnaður á brúðhjón og brúðarmeyju, brúðkaups- myndataka, hárgreiðsia og snyrting, kirkjuskreyting, at- höfnin sjálf, skreyttur leigubíll, veislan, gisting f brúðar- svítu og jafnvel brúðkaupsferð. Til samans kostar þetta fúlgur fjár, minnst hundrað þúsund krónur en getur hæg- lega orðið mun dýrara. Að vísu er hægt að komast af með svolítið lægri heildarupphæð ef eitthvað af kostnaðarliðun- um fæst fyrir lítið, ef einhverjum iiðum er sleppt eða ef fáum er boðið til veislunnar. Hún er yfirleitt dýrasti liðurinn f þessu. Það er því fremur fátítt að brúðhjón fari f sérstaka brúðkaupsferð nú orðið nema ef brúðkaupið sjálft fer fram með einföldu sniði. Áður fyrr þurfti að gangast undir blóðprufu og læknis- skoðun áður en manni og konu var leyft að eigast en nú hefur sú kvöð verið afnumin. Fólk, sem giftir sig í fyrsta sinn, þarf því ekki aðra papp- íra en skírnarvottorð en þau sem hafa gifst áður verða að geta sannað að löglegur skiln- aður sé um garð genginn. Algengast er að hjón séu pússuð saman á sumrin en einnig er svolítið um að pör giftist á vordögum eða kring- um jól og áramót. Hefðbund- inn dagur til brúðkaupa er laugardagur og helgast það af þvf aö þá er brúðkaupsnóttin aðfaranótt sunnudags sem er frídagur hjá flestum. Borgara- leg brúðkaup geta farið fram hvaða dag vikunnar sem er enda er lítið lagt upp úr þannig athöfnum. Þær eru fyrst og fremst löggilding hjónabands. Beinn skattafrádráttur varð- andi brúðkaup tíðkast ekki lengur en í staðinn koma hag- stæðari ákvæði skattalaga gagnvart hjónum en hjóna- leysum sem búa saman utan hjónabands. Vikan fylgist að þessu sinni með giftingu ungs pars af Suðurnesjum, þeirra Ólafar Bjargar Kristjánsdóttur og Magnúsar Brynjarssonar. Þau voru gefin saman í Hallgríms- kirkju 20. apríl síðastliðinn. Þegar farið var ofan í saum- ana á öllu umstanginu kom ýmislegt fróölegt og skemmti- legt f Ijós eins og næstu blað- síður bera með sér. □ 4 VIKAN 9.TBL.1991

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.