Vikan


Vikan - 04.05.1991, Síða 53

Vikan - 04.05.1991, Síða 53
og boli og var í því næstu fjög- ur árin.“ Þannig lýsir Guð- mundur sínu fyrsta menning- aráfalli sem hann segir hafa verið þónokkur. „Mér reiknast til að ég hafi keypt mat fyrir um fimm þús- und krónur íslenskar á viku eða um tuttugu þúsund krónur á mánuði. Ég var nú reyndar vanur að borða tvær heitar máltíðir á dag hér heima þannig aö ég gafst fljótlega upp á því að smyrja mér brauðmat í nesti og borðaði þess í stað í mötuneyti skólans. Það má segja að stór hluti af peningunum mínum hafi farið í mat. Þannig má ætla að fastur kostnaður hafi verið um það bil þrjátíu til þrjátíu og fimm þúsund bara í mat og húsaleigu. Ég hafði í allt um fjörutíu þúsund á mán- uði í lán og því voru um fimm þúsund krónur aukreitis á mánuði þannig að þetta var langt frá því að vera eitthvert „lúxuslíf". Ég hafði ekki minn eigin bíl heldur hjólaði og keypti ekki mikið af fötum en ég lifði þokkalegu lífi. Maður þarf að halda virkilega vel utan um fjármálin ef ekki á illa að fara.“ Meðan Guðmundur lærði i Danmörku sat unnusta hans „í festum“ heima á íslandi. Hvernig skyldi það hafa gengið? „Já, ég reyndi að koma tvisvar til þrisvar heim á ári og hún reyndi að koma út eins oft og hún gat. Hún var reyndar eitt ár í Bandaríkjunum á þessu tímabili þannig að að- skilnaðurinn var alger í eitt ár en þá var mikið um símtöl þannig að ég varð að skera niður í matarpeningunum. Reyndar styður lánasjóðurinn mann þannig að ein ferð á ári fram og til baka er borguð en fjölskyldur okkar hjálpuðu okkur með hinar ferðirnar." Og ekki er að sjá annað á þeim skötuhjúum en að tryggðaböndin hafi haldið þessi ár þrátt fyrir langan að- skilnað. „Það er mikið atriði fyrir námsmann erlendis að hafa góðan umboðsmann hér heima því að ef eitthvað fer „út úr kerfinu" getur reynt mik- ið á hann. Mér finnst allt of lít- ið gert fyrir þá í sambandi við fræðslu og þess háttar um starfsemi lánasjóðsins. Pabbi, Guðmundur Ólafsson, sá um mín mál hérna heima og stóð sig mjög vel. Þetta getur tekið mikinn tíma. Til dæmis þurfti ég einu sinni að sækja um ... og menn héldu að þarna væri rektor kominn! „sumarlán“ vegna þess að verkefnisvinnu seinkaði og þá reyndi mikið á hann. Svona lagað getur komið upp og þó að ruglingurinn sé engum að kenna þá gerist þetta og þá er gott að hafa góðan mann i því, einhvern sem er vel inni í málunum." Er Guðmundur ánægður með lánasjóðinn og samskipti sín við hann, nú þegar hann getur litið um öxl? „Ég er búinn að fara í gegn- um þetta allt. Búinn að vera á námslánum í sjö ár og skulda nú um 2,1 milljón kominn úr námi. Það hafa aldrei verið nein bein vandræði i sam- bandi við að fá námslán. Þau hafa ekki verið of mikil en ég hef alveg komist af og er nokkuð sáttur við minn hlut. Helsti gallinn við lánakerfið er tekjutillitið og maður þurfti að passa sig á að vinna ekki of mikið til að lánin skertust ekki. Helst vildi ég aö tekjutillit væri ekkert þannig að þeir sem kost eiga á vinnu geti stundað hana en haldi þó óskertum lánum.“ Þetta skulum við láta vera lokaorð Guðmundar Guðmundssonar sem nú er rekstrarverkfræðingur af iðn- aðar- og framleiðslusviði með verkefnastjórn sem sérsvið. Það vantar sem sagt ekki titil- inn á þennan unga mann á uppleið sem nú starfar hjá Norma hf. í Garðabæ og kvartarekki undan laununum. ZANCASTER PMP RAKALÍNA FYRIR UNGA HÚÐ

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.