Vikan - 09.01.1992, Síða 15
rænir krakkar og nokkrir arab-
ar sem slæddust með. Húsin
voru svo stór að það var sjald-
an neitt vandamál að halda
svo fjölmenn partí.
Eitt sinn brutust strákar,
sem ég þekki, inn í tóma íbúð
og héldu partí þar. Það gekk
allt vel þangað til lögreglan
kom. Hún tók okkur nú ekki en
lét okkur borga smásektir fyrir
skemmdir. Ég var alltaf skít-
hræddur við lögguna enda
voru þeir frekar ruddalegir.“
Islam er ríkistrú í Kúveit og
samkvæmt henni er bæði
bannað að borða svínakjöt og
drekka vfn. Var þá aldrei
bragðað áfengi í þessum part-
ium? „Jú, jú. Það var hægt að
kaupa öll helstu hráefnin til að
brugga bæði hvítvín og rauð-
vín og var mikið gert að því.
Lögreglan vissi að Vestur-
landabúar gerðu þetta en að-
hafðist aldrei neitt i málinu.
Stundum var líka hægt að
komast yfir smyglað vín en ég
varð aldrei var við eiturlyf.
Nadjum, vinur minn, sá sem
tók þátt í andspyrnuhreyfing-
unni, kynntist yfirtollgæslu-
manninum á flugvellinum og
eftir það var aldrei neitt mál
fyrir hann að hafa með sér
nokkrar flöskur af víni þegar
hann kom inn i landið eftir
utanlandsför. Málið var að
þekkja rétta fólkið, þá komst
maður áfram."
Hjalti talar enn um hvað
skemmtanalífið á íslandi sé
miklu skemmtilegra og fjöl-
breyttara. „Það er allt svo
frjálst," segir hann af innlifun.
Ég spyr hann því hvort hann
finni mikinn mun á því frjáls-
ræði sem ríkir hér og því ör-
yggi sem við íslendingar búum
við og því sem hann átti að
venjast í Kúveit. Hann segir
ekki hafa verið meira um
slagsmál og ofbeldi í Kúveit en
hér. Hann segir einnig hverfið,
sem þau bjuggu í, hafa verið
mjög rólegt og öruggt enda
hafi það verið um tuttugu og
fimm kílómetra frá miðbæn-
um, þar sem mestu lætin voru.
(framhaldi af því fer hann að
segja mér frá því hversu al-
gengt það var að húkka sór far
með bíl.
„Eitt sinn fengum við, ég og
vinur minn, far með Bens og
vorum mjög ánægðir með það
þangað til bílstjórinn sagðist
vera rannsóknarlögregla. Þá
urðum við svolítið hræddir því
að það er bannað að taka upp
farþega. Bílstjórinn lét samt á
engu bera og fór stoltur að
sýna okkur myndir af syni
sínum. Þegar hann kvaddi
okkur gaf hann okkur síma-
númerið sitt og eftir það gátum
við hringt í hann þegar okkur
vantaði far og hann skutlaöi
okkur."
Hjalti talar áfram um lífið í
múhameðstrúarlandi. Hann
talar um hve fjölskyldutengslin
séu sterk og segir mér frá
ýmsum forréttindum sem elsti
sonurinn nýtur. „Það er svolít-
ið gaman að þessu," segir
hann og brosir, enda elstur í
sínum systkinahópi. Hann
segir mér frá ramödunni sem
er föstumánuður múhameðs-
trúarmanna. Þá má enginn
sjást borða, drekka né reykja á
meðan bjart er úti. Þessi lög
giltu fyrir alla sem bjuggu í
landinu og kostaði þrjátíu
daga fangelsisvist ef maður
var staðinn að því að brjóta
þau. „Arabarnir sneru hrein-
lega sólarhringnum við. Eftir
sólsetur og fram á nótt voru
allar búðir opnar og á næturn-
ar voru haldnar stanslausar át-
veislur."
Ekki er laust við að bregði
fyrir söknuði í röddinni. Hjalti
neitar því þó að hann langi aft-
ur til Kúveit. „Það er flnt að
vera hér,“ segir hann ánægð-
ur á svip.
Hann segir að fjölskyldan
hafi alltaf reynt að koma hing-
að á sumrin. Þau ferðuðust
mikið á þessum fimm árum
sem þau bjuggu í Kúveit enda
er mjög hagstætt að fljúga frá
Kúveit til ýmissa landa. Hjalti
kom þó aldrei til nágranna-
landsins íraks en segist hafa
heyrt að landið væri mjög ólíkt
Kúveit. Fátækt sé mikil þar og
margir kunni hvorki að lesa né
skrifa. Ólæsi er næstum^
óþekkt í Kúveit og stelpur
stunda háskólanám þar engu
síður en strákar. Það er því
augljóst að mikill munur er á
þessum nágrannaþjóðum, (r-
ökum og Kúveitum. ( (rak ríkir
vel þar sem ég var búinn að
læra heilmikla hagfræði úti.
Ég var alveg steinhissa á öllu
fyrstu dagana í Versló. Aginn
er enginn miðað við það sem
ég hafði vanist [ enska
skólanum mínum í Kúveit.
Krakkarnir létu stundum eins
og fífl í tímunum og ég bara
gapti. Ég var fljótur að kynnast
krökkunum í Versló, sérstak-
lega þeim sem voru með mér í
bekk. Núna er ég í öllum ár-
göngum, 3., 4., 5. og 6. bekk,
því að ég á eftir að taka ein-
stök fög eins og vélritun og rit-
vinnslu og fleira. Versló er
ágætur skóli og ég er mjög
ánægður þar.“
Næsta vor útskrifast Hjalti
með íslenskt stúdentspróf, þá
ári á undan flestum jafnöldrum
sínum. Hann segist ætla að
taka sér árs frí áður en há-
skólanám tekur við, segist
ekkert vera að flýta sér enda
óákveðinn í hvað hann ætlar
að læra. Hann viðurkennir að
líklegast verði háskólinn hér
heima fyrir valinu. En ætlar
hann að búa á íslandi í fram-
tíðinni?
„Já, ég býst við því. Samt er
nú ansi kalt hérna á veturna,"
segir hann og lítur með fyrir-
litningu á snjóinn sem fellur
mjúklega til jarðar fyrir utan
gluggann. „í Kúveit gat maður
verið í stuttbuxum og stutt-
ermabol allt árið. Það er alveg
rosalega þægilegt."
Þrátt fyrir ósk um sól og mik-
inn hita er nokkuð víst að Hjalti
sprangar ekki um á stuttbux-
um og stuttermabol á næst-
unni. Hann rétt náði að hlaupa
burt frá spurningaflóði mínu til
að pakka niður fyrir fyrirhug-
aða ferð til fjölskyldu sinnar
sem nú býr í Bern í Sviss. □
til að mynda algjört karlaveldi.
Hjalti segir að á meðan Kú-
veit var hernumið hafi írösku
hermennirnir ráðist hvarvetna
inn í íbúðir og tekið það sem
þeim leist á. Hann segir íbúð-
ina þeirra í háskólahverfinu
ekki hafa farið varhluta af
þessari græðgi írösku her-
mannanna og hún hafi einnig
verið mikið skemmd. Það var
því sár drengur sem sat hér
uppi á íslandi með nokkra
geisladiska í fórum sínum.
Flestar aðrar eigur voru glat-
aðar.
Rúmum mánuði eftir að
stríðið skall á í Kúveit var Ijóst
að Hjalti gæti ekki haldið
áfram námi sínu í Kúveit á
næstunni. Hann hóf því nám
við Verzlunarskóla íslands. En
af hverju Versló?
„Fyrst sótti ég um MR og
MH en var neitað. Mér var
sagt að skólarnir væru full-
skipaðir og því væri ekkert
pláss fyrir mig. Ég sótti því um
í Versló og fékk þar inngöngu
enda hentaði það mér mjög
▲ Hús
Bebehani-
fjölskyld-
unnar, sem
er ein
þeirra
stæstu i
Kúveit.
Inni í
húsinu er
allt í anda
Lúðvíks 14.
Frakk-
lands-
konungs.
▼ Eitt af
mörgum
bæna-
húsum
Múhameös-
trúarmanna
í Kúveit-
borg.
1. TBL. 1992 VIKAN 11