Vikan - 09.01.1992, Qupperneq 16
TEXTI: GUÐNÝ P. MAGNÚSDÓTTIR / MYNDIR: BINNI
TIMAMOTUM
- SEGIR GRÉTA BOÐA, HÁRKOLLU- OG FÖRÐUNARMEISTARI, SEM ER NÝH/ETT HJÁ STÖÐ 2
íslendingar eiga fáa vel menntaða hárkollu- og förð-
unarmeistara. Einn þeirra þekktari er án efa Gréta
Boða sem víða hefur komið við á löngum starfsferli.
Fræði sín nam hún í Þjóðleikhúsinu og segist hafa
fengið þar ómetanlega kennslu sem hafi nýst henni
betur en nokkuð annað. Námið var bæði verklegt og
bóklegt og tók þrjú ár. „Oft unnum við frá klukkan níu
á morgnana til miðnættis en mér datt aldrei í hug að
kvarta því mér var Ijóst frá upphafi að þarna öðlaðist
ég þekkingu sem ég fengi hvergi annars staðar. Það
fer því ekki hjá því að ég sé undrandi á fólki sem
bregður sér til útlanda í nokkrar vikur í einhvers kon-
ar sýnikennslu og kallar sig förðunarmeistara við
heimkomuna. Þetta er að mínu mati hættuleg þróun
sem hlýtur að koma niður á gæðum förðunar og hár-
kollugerðar á íslandi. Þetta förðunarfólk undirbýður
okkur hin og er á góðri ieið með að sölsa undir sig
markaðinn hér á landi.“
til margra ára og ég var smá-
stelpa þegar ég fór aö vinna
hjá honum. Sem barn og ungl-
ingur vann ég meö skólanum
og fannst það ekkert tiltöku-
mál. Þrátt fyrir þaö hafði ég
tíma til aö stunda ballettnám
frá unga aldri, fyrst í Hafnar-
firði og síðar í Ballettskóla
Þjóöleikhússins. Sex ára göm-
ul fór ég einsömul með strætó
frá Reykjavík til Hafnarfjarðar í
balletttíma og var það liður í
uppeldi mínu því foreldrar
mínir hafa frá upphafi látið mig
standa á eigin fótum. Það er
ómetanlegt veganesti út í lífið
og ekki er síður hollt að læra
ungur að vinna. Mér finnst
mikil synd að börn og ungling-
um til þess. Með hjálp föður
míns rættist draumurinn og
hef ég verið viðloðandi hesta-
mennsku síðan, meðal annars
sem reiðkennari. Sautján ára
gömul fór ég til Hollands í reið-
skóla og lærði tamningu sem
ég hef mikið unnið við síðan.
Tíminn í Hollandi var mér
mjög lærdómsríkur og hollur
því þá má segja að ég hafi
endanlega brotist út úr skel
feimni og óframfærni sem
áður háði mér. Þar hafði ég
engan til að leita til ef eitthvað
bjátaði á og lærði að treysta
eingöngu á sjálfa mig. Stund-
um hugsa ég til baka til skóla-
vistarinnar í Hollandi sem eins
besta tímans í lífi mínu.
Gréta Boða stendur á tíma-
mótum. Hún hefur starfað hjá
Stöð 2 frá stofnun og verið
fastráðin síðastliðin tvö ár.
Þann 1. desember hætti hún á
Stöðinni og ætlar nú að skapa
sér nýjan starfsgrundvöll þar
sem hún getur ráðið tíma sín-
um meira sjálf.
„Ég ætla að byrja á því að
njóta samvista við fjölskyldu
mina en ég hef ekki verið
heima hjá mér á kvöldmatar-
tíma í tvö ár, hvorki á hátíðum
né í miðri viku. Hvað svo tekur
við kemur bara í Ijós með
tímanum. Ég hef nægan tíma
til að ákveða mig.“
Áður en við förum út í þá
sálma skulum við kynnast
Grétu Boða nánar og byrja á
að sþyrja hana hvaðan hún sé
ættuð.
KOMIN AF FH-INGUM
OG SJÁLFSTÆÐIS-
MÖNNUM
„Ég er ættuð úr Hafnarfirði og
þó ég hafi ekki búið þar eru
bestu minningarnar tengdar
þeim bæ. Faðir minn er eitt af
sex börnum Sjónarhólshjón-
anna, þeirra Björns og Guð-
bjargar sem eru þekktir Hafn-
firðingar. Björn afi minn er lát-
inn fyrir nokkrum árum en
Guöbjörg amma mín lifir í hárri
elli, ern og hress. Sjónarhóls-
fjölskyldan er þekkt fyrir vinnu-
semi og hressileika og ekki
síður fyrir að vera óforbetran-
legir FH-ingar og sjálfstæðis-
menn. Þetta er samheldin og
félagslynd fjölskylda og ég
segi alltaf að þangað sæki ég
kraftinn og lífsgleðina. Faðir
minn rak verslun í Hafnarfirði
ar skuli nú sjaldan fá tækifæri
til að taka þátt í atvinnulífinu.
ÓLÆKNANDI
HESTABAKTERÍA
Sem barn fékk ég mikinn
áhuga á hestamennsku þrátt
fyrir að ekkert af mínu fólki
væri hestamenn. Þegar ég
fermdist átti ég þann draum
heitastan að eignast hest og
safnaði öllum mínum pening-
NÁM í
ÞJÓÐLEIKHÚSINU
Ég hef verið viðloðandi Þjóð-
leikhúsið frá því ég var lítil
stelpa í ballett. Ballettnemarnir
voru oft notaðir í barnaleikrit
og ég tók þátt í fjölda sýninga.
Það má því segja að ég sé alin
þar upp að miklu leyti og ég
hef sterkar taugar til Þjóðleik-
hússins. Það er ekki ólíklegt
▲ Gréta og
Gaukur
kynntust í
gegnum
hestamenn
skuna. Því
þótti þeim
viðeigandi
að ríða frá
kirkju til
brúðkaups-
veislunnar.
12 VIKAN l.TBL. 1992