Vikan


Vikan - 09.01.1992, Qupperneq 18

Vikan - 09.01.1992, Qupperneq 18
bréta hefur haft óslokkvandi áhuga á hestamennsku frá því hún var á þeim aldri sem dætur hennar eru nú - og ekki ber á öðru en þær hafi fengið hestaáhugann í vöggugjöf. aö þetta hafi haft áhrif á námsval mitt á sínum tíma. Þegar ég lauk gagnfræðaprófi fór ég á fund Margrétar Matt- híasdóttur hárkollu- og föröun- armeistara Þjóðleikhússins og spuröi hvort ég kæmist ( nám til hennar. Hún taldi þaö ólík- legt þar sem hún var meö nema og marga á biðlista. Við þetta svar íhugaði ég að innrit- ast í hárgreiðslunám en ákvað að slá því á frest og fór til Hol- lands í staðinn. Þegar heim kom fór ég út á land að vinna. Ég hafði verið þar skamma hríð þegar móðir mín hringdi og sagði að Margrét væri að reyna að ná í mig. Ég þurfti ekki að hugsa mig um tvisvar heldur fór í bæinn og beint á fund Margrétar. Staða nema hafði þá losnað hjá henni og hún ákvað að gefa mér tæki- færi. Það er svolítið skemmti- leg tilviljun að ég var fyrsta andlitið sem Margrét farðaði hjá Þjóðleikhúsinu þegar hún kom frá námi en þá lék ég í Dýrunum í Hálsaskógi. Ég hóf síðan nám hjá Margréti, þá átján ára gömul, og lauk því þremur árum síðar. MIKIL VERKLEG ÞJÁLFUN Námið felst fyrst og fremst í verklegri þjálfun. Hárkollugerð og undirbúningur allra gerva fer fram á daginn. Síðan hefst hin eiginlega förðun leikar- anna þegar nær dregur sýn- ingu. Meðan á sýningu stend- ur þarf förðunarmeistarinn að vera til staðar bæði til að breyta og farða aftur ef eitt- hvað skyldi aflagast. Það gefur augaleið að þetta var ómetan- legur lærdómur þar sem öll hugsanleg afbrigði af förðun koma fyrir í leikhúsi, til dæmis að yngja andlit, gera þau eldri, breyta þeim og draga fram ákveðin einkenni, svo eitthvað sé nefnt. Vinnudagurinn var oft æði langur og lauk sjaldn- ast fyrr en undir miðnætti. Ég taldi það ekki eftir að leggja á mig mikla vinnu því að ég var mjög ánægð í náminu og naut hverrar stundar. Mér var strax Ijóst að ég var á réttri hillu og að ég var óvenju heppin að njóta kennslu jafnfærs kenn- ara og Margrétar Matthías- dóttur. Ég get því seint full- þakkað henni að gefa mér þetta tækifæri. Hún batt svo um hnútana að ég stundaði bóklega námið við sama skóla og hún. Það er enskur skóli sem nýtur mikillar virðingar í faginu. Prófin fékk hún send og sá sjálf um framkvæmd þeirra. Það var stór stund í lífi mínu þegar ég lauk náminu og hafði prófskírteini frá þessum virta skóla í höndunum. Eftir útskriftina bauðst mér starf hjá Þjóðleikhúsinu og þar var ég þangað til ég eignaðist annað barn minn árið 1984. MIKILL MANNÞEKKJARI i gegnum starf mitt hef ég orð- ið æ meiri mannþekkjari með árunum. Oft hefur mér fundist ég vera hálfgerður sálfræðing- ur og það er ekki síður mikil- vægt starf en förðunin. Til dæmis er nauðsynlegt að kunna að róa fólk áður en það fer inn á svið eða í sjónvarps- viðtal því margir eru haldnir sviðsskrekk. Ég reyni að vega og meta fólk á þann hátt að ég geti mætt þörfum þess sem best og ég er mjög glöð yfir að geta sagt að ég á marga góða vini úr röðum viðskiptavina minna. í svona þjónustustarfi verður maður að vera í and- legu jafnvægi og hafa létta lund og umfram allt hafa gam- an af að umgangast alls konar fólk. Fyrir mig er þetta því draumastarfið því ég er mikil félagsvera og hef ríka þörf fyrir að vera meðal fólks. ÁSTÖÐ2 FRÁ STOFNUN Eftir að ég hætti hjá Þjóð- leikhúsinu starfaði ég við kvik- myndir og fleira sem til féll en hóf störf hjá Stöð 2 við stofnun. Fyrstu árin var ég lausráðin en fastráðin frá 1989. Tíminn á Stöð 2 hefur verið bæði lærdómsríkur og skemmtilegur og samstarfs- fólkið yndislegt en mér finnst peningasjónarmiðin ráða of miklu f rekstri stöövarinnar. Helst kemur það fram við mannaráðningar því oft er besta starfsfólkið undirboöið og látið víkja. Slíkt hlýtur aö hafa neikvæð áhrif á gæðin þegar til lengdar lætur. REIÐ FRÁ KIRKJU TIL BRÚÐKAUPS- VEISLUNNAR Maðurinn minn heitir Gaukur Jónsson og við eigum þrjú börn á aldrinum sex til ellefu ára. Við Gaukur kynntumst í gegnum hestamennskuna og giftumst eftir eins árs trúlofun. Brúðkaupið er mörgum minn- isstætt því við riðum frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði að lok- inni athöfninni til veislunnar í Garðabæ. Ári seinna eignuð- umst við fyrsta barnið okkar, Boða sem nú er ellefu ára. Fjórum árum siðar eignuð- umst við dótturina Bylgju og Hrönn árið 1986. Ég er alin upp á kristnu heimili og legg mikla áherslu á að ala börnin mín upp í trú á Guð. Fjöl- skylda mín hefur alltaf verið kirkjurækin og ég hef sjaldan misst úr barnamessu í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði síðastliðin ellefu ár. I trúna sæki ég styrk og þá sjálfsögun sem nauð- synleg er í lífinu jafnt í leik sem starfi. Ég held að trúin á Guð sé það besta veganesti sem völ er á og að foreldrar megi ekki svíkja börn sín um slíkt. FRAMTÍÐIN Ég ætla að njóta þess að vera með fjölskyldu minni áður en ég tek endanlega ákvörðun um hvaö ég tek mér fyrir hend- ur í framtíðinni. Það togast á í mér hvort ég eigi að sinna reiðkennslunni betur en ég hef gert hingað til og ég er með ýmsar hugmyndir í því sam- bandi sem ég á eftir að athuga betur. Það er þó alveg víst að ég mun aldrei hætt að starfa sem hárkollu- og förðunar- meistari því starfið er mitt líf og yndi. Verið getur að ég snúi mér frekar að námskeiðahaldi og einnig langar mig að bæta við mig þekkingu í ýmsum greinum tengdum starfinu, svo sem í litgreiningu og fatavali. Hvað verður kemur í Ijós á næstu vikum en til að byrja með ætla ég að njóta þess að vera heima hjá mér með fjöl- skyldunni. □ 14 VIKAN 1. TBL. 1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.