Vikan


Vikan - 09.01.1992, Blaðsíða 23

Vikan - 09.01.1992, Blaðsíða 23
von á tarantúlum (eitruðum kóngulóm) og skröltormum. Maður var alveg á nálum að vera að æða þarna ofan í en samt er ekki myrkur þarna því að sólin er beint fyrir ofan.“ WHITE MEN STAY OUT! „Það var bílflak við gjárbarminn. Á því stóð „White men stay out“ og búið var að skjóta á bílinn með haglabyssum. Meira að segja hafa indíánarnir átt það til aö draga upp kaðlana meðan menn eru niðri í gilinu þannig að þeir verða bara að bíða eftir að næsti komi.“ Þann- ig fóru rauðskinnar þó ekki með bleiknefinn frá íslandi. Hann komst klakklaust upp úr gilinu með myndavélar sínar og þrífætur. „En svo var fyndið á leiðinni heim,“ segir Binni og ævintýrið er ekki á enda. Þá fóru þeir í gegnum Grand Canyon (Miklagljúfur). „Við komum þangað á Rúgbrauðinu klukkan tólf um kvöld. Við vorum ákveðnir í að vakna fyrir sólarupp- rás og fara út á þar til gerða palla til að taka myndir og lögðum á bílastæðinu svona tuttugu metra frá pöllunum. Svo um nóttina vakna ég við að það er að birta og ræsi drengina. Þegar við komum út úr bílnum voru um tuttugu rútur mættar og nokkur hundruð Japanir sem voru á undan okkur án þess að við yrðum varir við að þeir kæmu. Þetta var alveg stórkostlegt. Svo um leið og sólin kom upp fóru allar japönsku myndavélarnar í gang og þegar þeir voru búnir að smella af fóru þeir. Við stóðum þannig allt í einu einir eftir meö okkar myndavélar." „INDÍÁNA BINNI" Binni fór ( fleiri ferðalög og honum eru þau minnisstæðust úr náminu. Hann var í náttúru- lífsáfanga í skólanum og fór í eftirminnilega myndatökuferð. „Þetta var fyrsta desember og að degi til var hitinn 25 til 30 gráður en fór niður fyrir frostmark að nóttu. Við lágum í þunnum tjöldum eða sátum við varðeld til að halda á okkur hita. Eftir að við sofnuðum um nóttina byrjuðu sléttuúlfarnir að ýlfra og ég held að mér hafi aldrei brugðið jafnmikið á ævinni," segir Binni og það liggur við að maður sjái gæsahúðina spretta fram á honum. ÍSLENDINGAR ENN UNDIR DÖNUM „Þarna hinum megin í St.Yuez dalnum er bær- inn Solvang, danskur bær með dönskum inn- flytjendum. 1957 var þarna Lars eða Per eða Per Lars eöa eitthvað svona danskt og hann ákvað að breyta öllum húsum og byggja þarna alveg danskan bæ. Og hann er nú danskari en allt í Danmörku. Myllur og allsber- ar hafmeyjar en enginn kann dönsku. Svo fór 1. TBL 1992 VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.