Vikan - 09.01.1992, Qupperneq 27
og var þetta alveg einstaklega
skemmtileg ferö. Um fjörutíu til
fimmtíu manns fóru f þessa
ferð sem má í raun kalla
menningarferð. Við fórum í
leikhús auk þess sem skemmt-
anamenning Akureyrarbæjar
var vandlega könnuð.
Auk þess hafa verið haldin
skemmtikvöld og menningar-
kvöld sem hafa tekist mjög vel.
Nemendur í skólanum hafa þá
komið fram og sýnt það sem
þeir hafa upp á að bjóða.
Atli: Við höfum líka fengið til
okkar skáld til að lesa upp úr
bókum sínum sem komu út
fyrir jólin. Auk þess hefur leik-
félag skólans sýnt leikritið
Karius og Baktus.
Árlega er einnig haldin
söngvakeppni í skólanum og
öðlast sá sem vinnur hana rétt
til að keppa fyrir hönd Flens-
borgar í söngvakeppni fram-
haldsskóla sem haldin er á
Hótel íslandi. Þess má geta að
sigurvegarinn í þessari keppni
í fyrra var frá Flensborg og
heitir Margrét Eir Hjartardóttir.
- Þegar vorið fer að nálgast
og flestir aðrir framhaidsskóia-
nemendur eru búnir að jafna
sig eftir árshátíð skólans fara
Flensborgarar að huga að
sinni árshátíð.
Atli: Árshátíðin er oftast
haldin síðasta daginn fyrir
páskafrí. Byrjað er að undir-
búa hátíðina strax eftir áramót
og þá er kosið í sérstaka árs-
hátíðarnefnd. Daginn sem
árshátíðin fer fram mæta nem-
endur í skólann eins og aðra
daga og er þá búið að skreyta
skólann hátt og lágt. Upp úr
hádegi er gefið frí og eru
menn þá heldur betur farnir að
kætast. Árshátíðarsýningin
hefst um tvöleytið og fer fram í
Bæjarbíói hér í Hafnarfirði.
Sýningar eru venjulega tvær
sama daginn því að það kom-
ast ekki allir nemendur skól-
ans inn í Bæjarbíó í einu. í
fyrra var sett uþp sýningin
„Með allt á hreinu" og tókst
stórvel. Þegar Ifður á kvöldið
er boðið upp á kvöldmat fyrir
þá sem vilja á veitingastaðn-
um A. Hansen. Þar sem Flens-
borg er ekki bekkjarskóli eru
engin bekkjarteiti en ákveðnir
hópar hittast oft áður en haldið
er á sjálft árshátíðarballið.
Víkingur: Þess má geta að
hörð kosningabarátta með við-
eigandi áróðri fer í gang
nokkru fyrir árshátíð. Allir
nemendur skólans hafa kjör-
gengi. Það er að vísu sett sem
skilyrði að frambjóðandi í
stöðu oddvita verði að hafa
lokið sjötíu einingum sem
samsvarar oftast því að hann
sé kominn á þriðja ár. Úrslit
kosninganna eru síðan kynnt
á árshátíðinni.
- Er mikið um að aðrir en
Hafnfirðingar stundi nám í
skólanum?
Víkingur: Flestir nemendur
skólans eru úr Hafnarfirði en
þó eru margir utan af landi.
Flensborg virðist vera sérstak-
lega vinsæll skóli meðal Aust-
firðinga en hér eru einnig
nokkrir úr Kópavogi. Auk þess
er alltaf einn og einn sem
slæðist hingað úr Reykjavík.
Hafnfirðingar sem fara í
aðra skóla eru mjög illa liðnir,
sérstaklega þeir sem fara í
hópum í Fjölbrautaskólann í
Garðabæ. Reyndar er mikið
um að þeir Hafnfirðingar sem
fara í FG komi hingað eftir
einn til tvo vetur. Það er mikill
skólarígur á milli Flensborgar
og FG þó að Mjöll, formaður
nemendafélagsins þar, sé
ágæt og góð stelpa.
- Af hverju fóruð þið í
Flensborg?
Atli: Vilt þú svara þessu
fyrst, Víkingur. Þá get ég
hermt eftir þér.
Víkingur: Ég flutti hingað í
Hafnarfjörð utan af landi og þá
lá beinast við að fara í
Flensborg. Ég sé ekkert eftir
þeirri ákvörðun.
Atli: Ég fór eiginlega í Flens-
borg vegna þess að þetta er
hverfisskóli Hafnfirðinga. Þetta
er góður skóli og mátulega
stór. Það týnist enginn hérna.
Síðan er notalega reimt hérna
í skólanum og má þar sérstak-
lega nefna bláklæddu konuna
sem er sífellt að angra Víking.
- Er Flensborg erfiður skóli:
Víkingur: Margir busar
segja að þetta sé ekkert auð-
veldur skóli. Töluvert er lagt á
nemendur og fæstir fljúga í
gegnum námið hér. Auk þess
er í skólanum mjög strangt
mætingakerfi.
▲
Busa-
vígslan
með hefð-
bundu
sniði í
Flensborg
1951.
Atli: Skólinn getur verið
mjög erfiður séu menn mjög
metnaðargjarnir og vilji fá háar
einkunnir. Það er mjög góð
lesaðstaða í skólanum og við
höfum stórt og mikið bókasafn
sem er mikið notað.
- Hvernig fara hinar ill-
ræmdu busavígsiur fram?
Víkingur: Fyrir nokkrum
árum voru busavígslurnar í
Flensborg mjög slæmar. Ég
þori að fullyrða að þær hafi
hvergi verið verri en hér. Þær
voru svo lagðar niður í nokkur
ár en teknar aftur upp og þá
með nýju sniði. Núna er þetta
að mestu leyti bara sýning.
Dimmitentar ur Flensborg haustið 1991.
Svonefndir böðlar eru klæddir
í einhvern tiltekinn búning og
sjá svo um að niðurlægja bus-
ana á saklausan hátt. Busarnir
eru til dæmis látnir þrífa bíla
eldri nemenda auk þess sem
skvett er á þá vatni.
Atli: Flensborg var hér áður
fyrr umtalaður skóli vegna
þess hve busavígslurnar voru
hroðalegar en núna fara þær
fram undir mjög ströngu eftirliti
skólastjóra sem heldur öllu í
skefjum.
Víkingur starfaði í menning-
arfélaginu á öðru ári sínu í
skólanum. i fyrra var hann rit-
ari í aðalstjórn og Atli var þá í
skemmtinefnd. Auk þess hafa
þeir báðir verið í ræðuliði
Flensborgar undanfarin ár.
- Hvernig hefur ræðu-
mennskan gengið?
Atli: Við lentum á móti
Verzló í MORFÍS, mælsku- og
ræðukeppni framhaldsskól-
anna, og töpuðum því miður
stórt. í fyrra komumst við í
aðra umferð en töpuðum þar á
móti MR.
Víkingur: Það fer mikill tími
í bæði ræðumennskuna og
annað félagslíf. Þó að það sé
mjög gaman að taka þátt í
þessu og vissulega þess virði
bitnar það að sjálfsögðu á
náminu. Ég læri ekki nokkurn
skapaðan hlut og námið fær
algjörlega að sitja á hakanum.
- Hafið þið þá einhvern
tíma fyrir önnur áhugamái en
þau sem tengjast félagslífinu í
skólanum?
Atli: Það eru hestar og aftur
hestar.
Víkingur: Mér er aftur á móti
meinilla við hesta. Það er helst
að maður gefi sér tíma til að
fara út að skemmta sér, sjá
góða bíómynd eða lesa góða
bók. Auk þess hef ég mjög
gaman af tónlist, sérstaklega
klassískri tónlist. Reyndar er
ég í skólahljómsveit sem spil-
ar tónlist sem á ekki mjög mik-
ið skylt við klassík.
- Hvað tekur við hjá oddvit-
anum og meðstjórnandanum
að loknu stúdentsprófi?
Víkingur: Ætli ég vinni ekki í
eitt ár og njóti lífsins áður en
ég fer að huga að frekara
námi.
Atli: Já, það eru ferðalög í
eitt ár áður en háskólinn tekur
við.
Þar sem þeir Atli og Víking-
ur voru farnir að spyrja mig
meira en ég þá sá ég mér ekki
annað fært en að forða mér
hið fyrsta en leyfi Atla að eiga
lokaorðin: „I Flensborg er gott
að vera.“ □
l.TBL. 1992 VIKAN 23