Vikan - 09.01.1992, Side 29
FORMANN ÖRYRKJABANDALAGSINS
Þau Arnþór og Elín fara gjarnan í gönguferðlr um nágrennið að loknum vinnudegi. „Það er náttúrlega
skemmtilegra að geta notið útivistar með öðrum.“
Öryrkjabandalagið berst fyrir því heils hugar
að fatlað fólk njóti aukinnar þjónustu í sinni
heimabyggð en þurfi í minna mæli að sækja
eftir sérstökum úrræðum. I stuttu máli má
segja að baráttumál Öryrkjabandalagsins
númer eitt, tvö og þrjú sé jafnrétti og jafnræði
ásamt sjálfræði fatlaðra og virkri þátttöku
þeirra í þjóðfélaginu."
- Að undanförnu hefur farið fram mikil um-
ræða um sambýli fatlaðra, annars vegar í
Breiðholti og hins vegar vestur á Seltjarnar-
nesi. Nú hefur sambýlum fjölgað mjög síðustu
tíu árin eða svo og eru því ekki lengur nein
nýlunda hér á landi.
„Sambýlin eru með ýmsum hætti og hafa
tíðkast hér lengi þegar grannt er skoðað.
Blindravinafélag íslands hefur til dæmis rekið
blindraheimili frá árinu 1958. Sambýli eins og
við þekkjum þau best núna, með fjórum til sjö
heimilismönnum, fóru að ryðja sér til rúms á
áttunda áratugnum, þar á meðal sambýli
þroskaheftra. Menn töldu að þessu fólki liði
betur og það ætti auðveldara með að vera virkt
úti í þjóðfélaginu með þessum hætti en ef það
dveldi á stofnunum. Grundvallarmunurinn á
sambýli og stofnun er sá að hinir fötluðu hafa
umtalsverð áhrif á rekstur heimilanna og þjón-
usta þar er meira einstaklingsbundin heldur en
hún nokkru sinni getur verið á stórri stofnun.
Mikilvægt er jafnframt að sambýlin eru í al-
mennri íbúðabyggð en ekki sérstaklega afgirt
eða einangruð eins og stofnanirnar eru
gjarnan. Ég held að það verði að segjast eins
og er að þeim mun eðlilegra umhverfi sem ein-
staklingi er skapað því þroskavænlegri skilyrði
séu honum búin. Það hefur líka komið í Ijós að
allmargir íbúar af sambýlum, sem hlotið hafa
ákveðna þjálfun þar, hafa flust í eigin íbúðir
sem þeir ýmist kaupa eða leigja.“
FORDÓMAR OG VANÞEKKING
„Nokkuð hefur borið á þvi að undanförnu að
umræða um málefni fatlaðra hafi snúist gegn
ákveðnum hópum. Þá eru sérstaklega til-
greindir einhverfir einstaklingar og geðfatlaðir.
Nú er það svo að einhverfir eru síst þekktir hér
í þjóðfélaginu og þegar meðferðarheimilið að
Sæbraut 2 á Seltjarnarnesi tók til starfa fyrir
nokkru bryddaði fljótlega á neikvæðri afstöðu
nágrannanna. Því miður verður að segjast
eins og er að sú andstaða hefur verið mögnuð
með einum og öðrum hætti. Nú er svo komið
að nágrannar heimilisins hafa höfðað mál á
hendur félagsmálaráðherra þar sem þess er
krafist að starfsemin verði lögð niður. Þess er
jafnframt krafist að öll starfsemi í þágu and-
lega fatlaðs fólks verði óheimil í næsta ná-
grenni þessa hverfis. Við þetta geta menn
ómögulega unað. Ég held að ýmsar forsendur,
sem lögmaður gefur sér í þessu dómsmáli,
séu með þeim ólíkindum að dómsmálayfirvöld
geti varla tekið mark á þeim. Ég skil ekki þann
lögfræðing sem leggst svo lágt að ætla sér að
hafa nágranna þessa heimilis að féþúfu því að
þeir hljóta að verða dæmdir til að tapa málinu.
öryrkjabandalagið hefur reynt að fá sér stefnt
inn í þetta mál sem meðalgönguaðila. Við
munum fara með það alla leið til mannréttinda-
dómstóls Evrópu ef úrskurðurinn fellur þannig
að bann verður sett við starfseminni.
Eins er með sambýli geðfatlaðra í Þverár-
seli. Þannig er mál með vexti að samkvæmt
könnun, sem starfshópur á vegum félagsmála-
ráðherra gerði, eru 124 einstaklingar, sem
eiga við geðræn vandamál að stríða, á hrak-
hólum með húsnæði og stór hluti þeirra býr hér
í Reykjavík. Þetta er fólk sem hefur af ýmsum
ástæðum ekki getað haslað sér völl á almenn-
um húsnæðismarkaði. Geðsjúkrahúsin telja
sig ekki geta sinnt málefnum þess enda só
endurhæfing geðfatlaðra fyrst og fremst fólgin
í því að þeim séu sköpuð skilyrði svo þeir geti
notið þeirrar þjónustu sem boðið er upp á. Af
þessum sökum hefur verið ákveðið að stofna
til sambýla geðfatlaðra í Reykjavík. Þar verður
þeim gefinn kostur á að búa saman og njóta
jafnframt þeirrar þjónustu sem boðið er upp á.
íbúar I nágrenni þessa heimilis brugðust
ókvæða við og töldu að þarna væri verið að
flytja vanda ákveðinna fjölskyldna inn í hverfið.
Auðvitað verða menn að gera sér grein fyrir
því að þessir geðfötluðu einstaklingar búa á
sínu heimili. Heimili þeirra hljóta að njóta
ákveðinnar friðhelgi á sama hátt og heimili
nágrannanna hljóta að njóta friðhelgi gagnvart
öðrum nágrönnum - og þar á meðal hinum
geðfötluðu. Það er ekki verið að flytja vanda
eins eða neins inn í þetta hverfi vegna þess að
fyrst og fremst er verið að leysa vanda þessara
geðfötluðu einstaklinga með því að útvega
þeim ibúðarhúsnæði og þannig er reynt að
gera þessu fólki kleift að takast á við þá endur-
hæfingu sem er því nauðsynleg."
TVÍSKINNUNGUR OG
AUMINGJAGÆÐI
„Vegna Þverárselsmálsins hafa sprottið upp
ýmsar gróusögur og segja má að þar hafi
sannast saga H.C. Andersens um fjöðrina og
hænurnar. Ymsir hafa gengið fram fyrir skjöldu
í þessu máli og viljað, eftir því sem þeir segja,
hag fatlaðra sem bestan. Þeir þykjast ekki taka
afstöðu með eða á móti einu né neinu en vilja
gjarnan vernda hagsmuni sína gegn einhverri
ímyndaðri áreitni. Til dæmis var ég spurður að
því hvort ég gæti ekki beitt mér fyrir því að ör-
yrkjabandalagið léti setja upp sambýli blindra
þarna í götunni en þá væru nágrannarnir til-
búnir að gera allt sem þeir gætu fyrir hina
blindu. í þessu felst mikil vanþekking og tví-
skinnungur. Þetta er sá hugsunarháttur aum-
ingjagæðanna sem við héldum að væri liðinn
undir lok hér á landi, þar sem hygla mátti ein-
um hópi fólks á meðan aðrir voru látnir sitja
hjá. Sannleikurinn er sá að geðfatlaðir ein-
staklingar eru hluti af samfélagi okkar og eiga
rétt á sömu þjónustu og við. Það segir sig sjálft
að sá sem er á vergangi getur ekki notið nauð-
synlegrar endurhæfingar og aðhlynningar.
Ég var staddur í Berlín síðastliðið haust. Þar
hlýddi ég á erindi um endurhæfingu nokkurra
hópa fatlaðra. Þar var því haldið fram að
reynsla Þjóðverja sýndi að því fyrr sem byrjað
væri á að endurhæfa geðfatlað fólk við þjóð-
félagslega eðlilegar aðstæður þeim mun betri
árangri skilaði endurhæfingin. Ég er aiveg
sannfærður um að endurhæfing fólks á lokuð-
um stofnunum skilar engum árangri. Ég hygg
að það sé ekki svo galið sem Mao, fyrrum leið-
togi Kína, sagði eitt sinn, að enginn skóli væri
á bak við lokaðar dyr. Ég held að slíkt eigi líka
við um lokaðar stofnanir."
BLINDIR Á FERLI
- Þú tilheyrir býsna fjölmennum hópi innan
Öryrkjabandalagsins, hinum blindu. Það er
ekki að sjá að þú hafir látið fötlun þina verða
þér fjötur um fót þar eð þú ferð nánast allra
þinna ferða einn þíns liðs efþú kærirþig um. -
En þú ert kannski ekkert einsdæmi?
„Segja má að upphaf ferlimála blindra megi
rekja til þess að árið 1966 fór þáverandi
blindrakennari, Einar Halldórsson, á námskeið
í Svíþjóð og þar lærði hann hvernig kenna á
blindum að nota hvíta stafinn. Blindu fólki var
kennt að rata um næsta nágrenni sitt án hjálp-
artækja og gildir það bæði um Reykjavíkur-
svæðið og landsbyggðina. Síðan gerðist það
að Sjónstöð (slands tók til starfa um miðjan
síðasta áratug og hefur gert það kleift að unnt
er kenna fólki miklu meira. Þá skapaðist í
fyrsta skipti aðstaða til þess að endurhæfa
blinda til þess að njóta þess umhverfis sem
þeir búa í. í þessum efnum hefur orðið stökk-
l.TBL. 1992 VIKAN 25
TEXTI OG MYNDIR: HJALTIJÓN SVEINSSON