Vikan


Vikan - 09.01.1992, Side 33

Vikan - 09.01.1992, Side 33
Hollenskt stjörnu- kort frá sautjándu öld. þess skýrleika og nákvæmni sem einkennir hann. Hluti mannssálarinnar verður að vera kaldur og útsmoginn, nógu lævís til að lifa etnisheiminn af. Hluti af okkur nýtur sjálfsaga, sækist eftir yfirburðum og borgar trúfestuna háu verði. Einhvers staðar í lífi okkar er svæði þar sem ekkert nema það besta í okkur er nógu gott. Það er hið háleita ríki Satúrnusar. Á lægri stigum hans lítum við á þessar áskoranir og hjörtu okkar verða að ís. Við frjósum af hræðslu og örvæntingin nær á okkur tökum. ÆÐRULEYSI í HILDUM LÍFSINS Naut er stöðuga jarðarmerkiö. Stöðug merki leita varanleika og eru þrjósk og óhagganleg til orðs og æðis. Þau eru einnig viljasterk og eru oft kölluð valdamerki. Nautið er ráðríkt en fer þó vel með það. Stöðugu merkin eru alla jafna trygglynd og eiga erfitt með að breyta sér. Þeim hættir því til að festast, bæði í jákvæðu og neikvæðu fari. Hin blíða Venus er pláneta Nautsins. Venus sér um að draga úr spennu og viðhalda jafnvægi því hún einblínir ávallt á ytri og innri frið. Sem slík er Venus fulltrúi fegurðarskynsins - litasmekks, form- og tón- listarsmekks. Hvers vegna? Vegna þess að skynjun á fegurð sefar mannshjartað. Venus stjórnar einnig tengslum okkar og venslum, rómantíkinni í lífi okkar, kurteisistilfinningu og næmi, svo og vinavali. Venus á sér undan- tekningarlaust eitt markmiö: að viðhalda æðru- leysi okkar meöan á hildum lífsins stendur. í ÞJÓNUSTU VIÐ MANNKYNIÐ Meyja er breytilega jarðarmerkið. Breytilegu merkin eru sveigjanleg og opin fyrir nýjum möguleikum en getur skort festu og úthald. Sjálfsmynd og vilji fólks í breytilegum merkjum tekur því oft örum breytingum. Þau eru forvitin, öðlast með tímanum fjölbreytta reynslu og oft eru þau kölluð merki þekkingar og lærdóms. Hinn vængjaði sendiboði guðanna, Merkúr, er pláneta Meyjunnar. Merkúr þýtur umhverfis sólina á áttatíu og átta dögum og það gerir hann að hraðgengustu plánetunni. Á sama hátt þýtur hann um höfuð manns. Hann er sá hluti manns sem aldrei ann sér hvíldar - kveik- ir stöðugt í taugamótum meðan greindin berst við að búa til skipulega mynd af veröldinni. Merkúr er fulltrúi hugsunar og talmáls, lær- dóms og íhugunar. Hann er hinn mikli áhorf- andi, ávallt fullur forvitni. Hann er einnig fulltrúi sjálfra skilningarvitanna og allra hinna hráu, ómeltu upplýsinga sem í gegnum þau fara. KERFI í ENDURSKOÐUN Kerfismerkið mikla, Steingeitin, fær aukna áherslu um þessar mundir, meðal annars vegna veru bæði Úranusar og Neptúnusar í merkinu sem boðar endurvakningu gamalla gilda auk ýmissa óvæntra uppákoma. Ára- tugurinn fram undan virðist ætla að verða tími upplýsinga og fræðslu. Satúrnus, stjórnunar- pláneta Steingeitar, ýmist kölluð pláneta aga eða kennslu, er í Vatnsbera og veitir okkur þar innblástur til að græða helstu þjóðfélagsmein okkar plánetu, á við kynþáttafordóma og stéttahatur. Steingeitin er þjóðfélagsmerkið og stjórnar tíunda húsi eða því húsi sem táknrænt er fyrir embættisvaldið og stofnanir þjóðfélagsins. Tí- unda hús og miðhiminn eru eitt og hið sama svo plánetur í tíunda húsi eru oft meira áber- andi en annað í kortum fólks. Samfélag - það er lykillinn að tíunda húsi. Hvaða staður er þér ætlaður á þinni menningargrein? Hvaða hlut- verk leikurðu þar? „Hann er svæfingarlæknir." Það er tíunda-húss yfirlýsing. En setningin „Hún er kvenréttindakona" er það einnig. Þó hún fái ekki krónu fyrir að vera kvenréttinda- kona segir það samt eitthvað um hattinn sem hún ber í samfélaginu. Plánetukennarar tiunda húss gera tvennt fyrir þig. I fyrsta lagi leggja þeir línuna að „kosmískri starfslýsingu" þinni. Það þýðir að þeir gefa þér vísbendingu um það hlutverk sem þór var ætlað í samfélaginu. Þvf miður gera þeir það ekki sérlega vel; það fyrirfinnast milljónir hlutverka en aðeins tíu plánetur svo starfslýsingar þeirra eru fremur óljósar. í besta tilviki er aðeins hægt að nota þærtil að styðjast við. Kennurum tíunda húss tekst betur upp með að benda þér á sitthvað í þínu eigin fari sem þjálfa þarf á róttækan hátt áður en þér verður köllun þín Ijós. Taktu tillögum þeirra vel, fylgdu þeim og þú munt hafa varanleg áhrif á goð- sagnir og tákn þíns samfélags. l.TBL. 1992 VIKAN 29

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.