Vikan


Vikan - 09.01.1992, Blaðsíða 37

Vikan - 09.01.1992, Blaðsíða 37
skyldunnar í Saquarema, sem er klukkustundar bilferö suður af Ríó.“ Blaðamaður Vikunnar er kominn í huganum til Brasilíu, dansar samba og borðar suð- ræna ávexti. Hann langar að vita meira um þetta framandi land. Eru áramótin í Ríó de Janeiro frábrugðin þvi sem gerist á íslandi?" Leiftrandi bros færist yfir andlit Carmenar og hún heldur áfram: „Á gamlárskvöld er mikill glaumur og gleði ríkjandi. Fólk streymir niður að Copacab- ana- og Ipanena-strönd þar sem flugeldasýningar eru haldnar. Það eru stóru hótelin Meridien og Ceasar Park sem halda þær. Fólk opnar gjarnan kampavínsflöskur, skálar og sýnir drottningu hafsins, lem- anja, lotningu sína. Hvítum rósum er kastað í hafið og ýmsu öðru sem fólk telur að geti glatt drottninguna. Þetta eru gamlir siðir, með áhrifum frá Afríku og tengdir trúarbrögðum þessara landa. Það er mjög gaman að vera ferðamaður þetta kvöld í Ríó de Janeiro og öllum ógleym- anlegt sem það reyna.“ Þar sem við höfum fengið að skyggnast örlítið aftur i tím- ann væri gaman að fá að vita hvað er næst á döfinni. Hvað er hún Carmen á íslandi að hugsa og gera? „Ég er að læra svo margt nýtt núna. Fyrir jólin lærði ég að baka laufabrauð og gera jólaskreytingar hjá tengda- móður minni. Ég fer í sund næstum daglega, stunda leik- fimi og nýt líðandi stundar. Varðandi framtíðina er ég bjartsýn, langar að gera mitt besta og rækta sambandið við fjölskyldu mína og vini. Draumur minn er að vinna við það sem ég hef lært en ég útskrifaðist í viðskiptafræðum úr háskólanum ( Santa Ursula árið 1982. Ég gæti hugsað mér að reka lítinn veitingastað sem hefur upp á að bjóða góð- an mat, persónulega þjónustu og suðræna tónlist. Einnig langar mig að kanna heiminn betur, njóta hans og þess sem hann hefur að gefa. Það er einmitt það sem ég geri hér á íslandi." Já og blaðamaður Vikunnar leggur til að Ægir konungur biðli til lemanja drottningar og þau haldi brúðkaup, gjarnan í báðum heimsálfum. Brúðar- vöndurinn verður að sjálf- sögðu úr hvítum rósum og Ægir konungur fer ffrá Reykja- vik til Ríó de Janeiro að finna sína yngismey. □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.