Vikan


Vikan - 09.01.1992, Blaðsíða 38

Vikan - 09.01.1992, Blaðsíða 38
TEXTI: HJALTIJÓN SVEINSSON GAMANLEIKHÚSIÐ ENN Á FERÐ Gamanleikhúsið nefn- ist allsérstakur leikhópur ungs fólks. Kjarni hópsins hefur starfað saman að leiklist síðan krakk- arnir voru í barnaskóla og þeir hafa vaxið upp með leikhúsinu sínu - og leikhúsið með þeim. Áhuginn leynir sér ekki enda væri slík starfsemi ekki mögu- leg nema hans nyti við ( mikl- um mæli. Forsvarsmaður hópsins hefur frá upphafi verið ungur og vaskur sveinn sem nú er við nám i Menntaskólan- um í Reykjavík, Magnús Geir Þórðarson. í byrjun febrúar mun Gam- anleikhúsið hefja sýningar á söngleiknum Grænjöxlum eftir Pétur Gunnarsson, sem samdi textann, og Spilverk þjóðanna, sem sá um tónlistarhliðina. Sýningar verða á litla sviðinu í Borgarleikhúsinu. Grænjaxlar er ærslafullur ’söngleikur sem sló í gegn ▲ Söng- leikurinn Grænjaxlar fjallar um lif nokkurra unglinga þangaö til þeir eru komnir á giftingar- aldur... ► Leikhópur- inn sá sjálfur um leikmynd og búninga eins og ævinlega. Úr uppfærslu Gamanleikhúss- ins á Grænjöxlum. Foringi hópsins og stofnandi, Magnús Geir Þóröarson, hefur hér brugðið sér í gervi lögreglu- manns. meðal ungs fólks á sínum tíma en verkið var fyrst sett upp af leikhópi úr Þjóðleikhús- inu á Kjarvalsstöðum árið 1977. Verkið segir frá upp- vaxtarárum fjögurra einstakl- inga í íslenskri samtíð. Við fylgjumst með Kára, Grétu, Láru og Dóra frá því þau eru í leikskóla og þangað til þau eru komin yfir tvítugt. Tekið er á ýmsum skemmtilegum atburð- um barna- og unglingsáranna og fjallað um þau á opinskáan hátt og af mikilli kímni. Gamanleikhúsið frumsýndi Grænjaxla þann 4. júlí síðast- liðinn í Islensku óperunni en sýningar þar urðu aðeins þrjár vegna leikferðar hópsins til Hollands og írlands. Nú ætla krakkarnir sum sé að taka þráðinn upp að nýju. Leikendur eru þau Auður Sverrisdóttir, Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, Hólmfríður Lýdia Ellertsdóttir, Magnús Geir Þórðarson, Magnús Þór Torfason og Ragnar Kjartans- son. Grænjaxlar eru áttunda verk Gamanleikhússins á þeim sex árum sem það hefur starfað. Hópurinn hefur auk þess tekið þátt í fimm leiklistarhátíðum erlendis og hefur staðið fyrir námskeiðum á sviði leiklistar fyrir ungt fólk. Hér er á ferðinni framtak sem vert er að taka ofan fyrir og fylgjast með. Góða skemmtun! □ 34 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.