Vikan


Vikan - 09.01.1992, Page 40

Vikan - 09.01.1992, Page 40
RAUNIR REYNISTAÐAR að má segja aö hóf þaö sem haldiö var að Reynistað árið 1845 hafi verið óvenjulegt í meira lagi því þar var drukkiö erfi manna sem látist höföu sextíu og fimm árum áður. Húsbændurnir, hjónin Einar umboösmaður Stephansson og Ragnheiður Benediktsdóttir Vídalín, höföu boðið sextán manns til erfis þessa. Og hvert er þá tilefnið? Jarðneskar leif- ar Reynistaðarbræðra eru loks komnar heim eftir að hafa legið á víðavangi í sextíu og fimm ár og lýkur með því harmsögunni um hið dular- fulla hvarf þeirra bræðra og afleiðingar þess. Þegar þessi saga Reynistaðarbræðra hefst hefur sonur Bjarna sýslumanns á Þingeyrum, Halldór Vídalín, fengið Reynistaðarklaustur og býr þar ásamt konu sinni, Ragnheiði Einars- dóttur frá Söndum í Miðfirði. Þau áttu mörg börn: Bjarna, sem nú var kominn í skóla á Hólum, Pál, Einar, Benedikt, Björgu, Hólmfríði, Önnu, Sigríðir og Elínu. Húskarl sá var á Stað sem mjög var fyrir öll- um húsráðum með Ragnheiði og hét hann Jón Þorvaldsson, kallaður Austmann. Halldór klausturhaldari lét konu sína miklu ráða á staðnum því hún var vitur kona, forsjál og framtakssöm. Jón Austmann var mikill fyrir sér, karlmenni mikið, skapharður og óvæginn. Þá bjó á Hryggjum Jón sterki Þorsteinsson frá Álfgeirsvöllum. Hann átti ómegð og mátti fátækan kalla. Eitt sinn lagði Jón Austmann það til að Jóni sterka væri byggt út af Hryggjum. Jón svaraði fáu en bauð Austmanni í krók. Sagt er að þá hafi Austmann boðið Jóni að glíma. En Ragn- heiður húsfreyja sá svo um að þeir fyrir bæna- stað hennar hættu við átök þessi því hún hugði illt myndi af leiða. Eigi varð heldur af því að Jóni væri byggt út. En ærin óvild varð síðan með þeim nöfnum. Jón prestur og læknir Gunnlaugsson bjó þá í Holtsmúla og var mjög hniginn að aldri. Hann hafði verið mjög gildur maður og sterkur en þó haltur síðan hann kól á fótum þegar hann var á ferð í Hólaskóla. Kölluðu menn það ei ein- leikið og kenndu glettingum Galdra-Lofts. Mælt er að heldur hafi verið kalt með þeim Halldóri Vídalín en ekki kunnugt hvað valdið hafi. Það var kvöð á Klaustrinu að gefa presti eina máltíð í hvert sinn sem hann söng messu og var Jóni presti jafnan borinn grautur og spóna- matur. Bjarni, sonur Halldórs og Ragnheiðar, var þá nær tvítugu og kominn í skóla að Hólum. Hann var æringi og hafði margt að gamni. Hann glettist oft við Jón prest og hló að ■ Jarðneskar leifar Reynistað- arbræðra eru loks komnar heim eftir að hafa legið ó víðavangi ■ sextíu og fimm ár og lýkur með því harmsögunni um hið dularfulla hvarf þeirra bræðra og afleiðingar þess. honum. Það var eitt sinn aö Bjarni skvetti úr spæni prests bæði ofan um hann og svo á matborðið en prestur áður orðinn skjálfhentur. Reiddist prestur þessu sem von var og mælti oftar en einu sinni: „Þú skalt ekki fá graut, Bjarni. Þú skalt deyja úr hungri.“ Halldór Vídalín heyrði þessi orð prests og varð þeim presti þá mjög að orðum, svo til ryskinga kom. En þar eð prestur var bæöi gamall orðinn og haltur bar hann lægri hlut en Halldór hafði verið glíminn. Jón prestur hafði verið manna best hærður en er Halldór í rysk- ingum þessum tók að slíta mjög hár af gamla manninum reyndi Ragnheiður húsfreyja að skilja meö þeim með því að kalla á mann sinn. Þá greip Jón Halldór og bar hann hvernig sem hann braust um og fór með hann upp á loft í sængurherbergi. Fjárfæð var mikil um þessar mundir sökum fjársýki og afleiðinga hennar, fjárskurðarins, eins og greinir í árbókum. Sendu því margir til fjárkaupa norðaustur og suðaustur. Það var sumarið 1780 að Halldór Vídalín sendi suðaustur í Skaptafellsþing til fjárkaupa Jón Austmann og Bjarna son sinn. Þetta var á öndverðum slætti. Þeir riðu suður Kjöl með fáa áburðarhesta en höfðu með sér peninga og smíðað silfur. Fóru þeir allir austur í sveitir og hófu kaup sín. Þegar þeir voru að fjárkaupum þess- um er sagt að eitt sinn hafi Bjarni komið í smiðju þar sem prestur nokkur var að smíða járn. Svo var ástatt um prest þennan að hann átti þunga með vinnukonu sinni. Bjarni tók þá upp járnbút einn sem lá hjá presti og mælti: Tvíllaust þetta tel ég stál, tólin prests eru komin á ról. Prestur hélt að Bjarni væri að skensa sig vegna vinnukonunnar en um það hafði Bjarni enga hugmynd og brást prestur því reiður við og svaraði í bræði sinni: Ýli þín af sulti sál sólarlaus fyrir næstu jól. Sumir minntust einnig síðar ummæla Jóns gamla prests á Hryggjum um Bjarna: „Þú skalt deyja úr hungri." Þóttu þessi orð á hrína þegar atburða þeirra sem á eftir fóru var gætt. Þau Halldór og Ragnheiður sendu suður til aðstoöar við fjárkaupin landseta einn sem Sig- urður hét og bjó að Daufá. Með Sigurði létu þau hjónin fara son sinn, Einar, sem þá var aðeins ellefu vetra. Drengurinn var mjög nauð- ugur til farar þessarar og er sagt að hann seg- ist eigi mundu aftur koma. Öllum gast sérlega vel að dreng þessum og er sagt að hann bæði móður sína þess innilega að hann þyrfti eigi að fara en hún vildi ekki annað heyra. Það sem drengurinn gerði þá var lengi síðan í minnum haft. Hann skipti gullum sínum með öðrum börnum þarna á klaustrinu. Áttu hjónin eftir að minnast þessarar ákvöró- unar sárlega þvi hann kom aldrei aftur enda virðist hann, þótt ungur væri, hafa fundið til feigðar. Þeir Sigurður mættu á Kili Jóni biskupi Teits- syni, þegar hann fluttist norður til Hóla, og Katrínu dóttur biskups sem með honum var. Henni leist sérstaklega vel á Einar litla en hún giftist síðar Benedikt Vídalín bróður hans. En nú riðu þeir Sigurður austur og fundu þá Jón Austmann og Bjarna. Þeir höfðu keypt margt fé, tvö stór hundruð, og varð þeim síð- farið því eftir mestum hluta fjárins urðu þeir að bíða fram yfir réttir. Nú báðu margir góðir menn þá að leggja ekki á fjöllin við vetur sjálfan og buðu að taka þá til veturvistar og koma fyrir fé þeirra. En Jón Austmann mátti ekki annað heyra en áfram yrði haldið. [ för með þeim til fylgdar var sonur Daða prests í Reyniþingum Guðmundssonar, sem Jón hét. 36 VIKAN l.TBL. 1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.