Vikan


Vikan - 09.01.1992, Side 47

Vikan - 09.01.1992, Side 47
SÍÐDEGI í KAUPMANNAHÖFN EINNIAF STJÖRNUBORGUM FLUGLEIÐA Það er ekki ýkja langt síð- an talað var um að fara í siglingu ef skotist var í orlof út fyrir landsteinana. Margir komust svo að orði löngu eftir að tími hraðskreiðra flugvéla var genginn í garð. Gullfoss, stærsta skip (s- lenska flotans, sá um mikil- vægar samgöngur okkar við umheiminn í áratugi - að minnsta kosti við þann stað á jörðu hér sem fslendingar litu á sem heiminn handan hafs- ins. Hann flutti þúsundir fólks til Kaupmannahafnar og mikil- vægar vörur flutti hann líka. Það var til dæmis alltaf hægt að stóla á að „dönsku blöðin" kæmu í bókaverslanir í á rétt- um tima, það brást aldrei. í aldir var Kaupmannahöfn sú borg sem flestir íslendingar fóru til, enda lengi vel höfuð- borg okkar. Þegar sá sem þetta skrifar var í mennta- skóla, í kringum 1970, var Kaupmannahöfn afar spenn- Umhverfið i miðbænum hefur verið gert afar aðlaðandi og hér getur að ii'ta hluta hinnar nýju menningarmiðstöðvar í nágrennl Striksins. andi í hugum unga fólksins. Margar menntaskólastúlkur dreymdi um að vinna þar á hóteli á sumrin og fengu færri starf en vildu. Fjöldi mennta- skólapilta vann þar í skipa- smíðastöðvum í sumarfríinu svo dæmi sé nefnt. Eitt árið fréttist af nokkrum kátum Fteykjavíkursveinum sem höfðu fengið vinnu sem grafar- ar í kirkjugörðum þessarar ágætu borgar. Þarna var lífið og fjörið og enginn var maður með mönnum nema hann færi þangað og dveldi um nokkurn tíma. Þetta var á tímabili fyrir- heitna land ’68-kynslóðarinn- ar. Þegar menntaskólanum síðan lauk hélt fjöldi fólks utan og settist í Kaupmannahafnar- háskóla, þar sem margir af bestu sonum þjóðarinnar höfðu numið fræðin ströng fyr- ir margt löngu. Borgin iðaði af lífi og þar var krökkt af ferða- fólki yfir sumarmánuðina. Efn- um búnir góðborgarar, sem tekið höfðu með sér ríflegan farareyri að heiman, nutu lífs- ins á götum úti yfir daginn en gistu á hinum fjölmörgu hótel- um á nóttunni. Líklega var það samt unga fólkið sem setti mestan svip á bæjarlífið. Fæstir áttu bót fyrir rassinn á sér og létu sér stundum jafnvel nægja að leggja sig á bekk á Kongens Nytorv yfir blánótt- ina. Mörg íslensk ungmenni urðu innlyksa í borginni og stofnuðu ásamt dönskum félögum sínum fríríkið Kristj- aníu, sumir eru sagðir búa þar enn. Gatan, sem allir þekktu og var nokkurs konar samnefnari fyrir allt það sem borgin hafði upp á að bjóða, var auðvitað Strikið og út frá því kvísluðust hvers kyns krókaleiðir og ranghalar, allt eftir því eftir hverju fólk sóttist. Síðan 1968 hefur mikið vatn runnið til sjávar. Bylting hefur orðið í ferðamálum og íslend- ingar hafa lagt æ fleiri staði í heiminum að fótum sér. Fjar- lægðirnar verða æ minni fyrir- staða og af þeim sökum eru ferðir til landa í fjarlægum álf- um að verða eins og sjálfsagð- ur hlutur í huga Frónbúans. Frh. á næstu opnu Á Strikinu er jaf nan mikið um að vera. Þar er alltaf krökkt af fólki í hvers konar erindum. Margir koma þangað aðeins til að sýna sig og sjá aðra. l.TBL. 1992 VIKAN 43 TEXTI OG MYNDIR: HJALTIJÓN SVEINSSON

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.