Vikan


Vikan - 09.01.1992, Síða 49

Vikan - 09.01.1992, Síða 49
■ Hér birtist reynslusaga norskrar konu sem segist hafa litið niður á konur sem fóru í fóstureyðingu - þar til hún hafði sjálf afráðið að gangast undir fóstureyðingu. Eg leit niður á konur sem fóru í fóstureyðingu þar til ég þurfti þess sjálf. Ég hafði aldrei hugsað mikið út í þetta fyrr en umræður um þetta voru í sjónvarpinu. Þá myndaði ég mér skoðun. Ég studdi konur sem voru veikar og fóru þess vegna í fóstur- eyðingu og sömuleiðis ef vitað væri að eitthvað væri að barn- inu, þá væri fóstureyðing tví- mælalaust réttlætanleg. En þegar konurnar gerðu þetta að gamni sínu átti ekki að leyfa þetta. Nú til dags vita allir hvernig börnin verða til og eiga að nota viðeigandi getn- aðarvarnir ef koma á í veg fyrir getnað. FRAMHALD AF BLS: 40 Svar: Lech Walesa. Hann fæddist í bænum Popowo í Póllandi. Var ráðinn sem skiparafvirki við Lenin-skipa- smíðastöð- ina í Gdansk árið 1967. Kvæntur Mirka Danita Walesa. Formaður verkalýðs- samtakanna Einingar og varð forseti lands síns 1990. Svo lenti ég í þessu sjálf! Eg var nýbúin að eignast fyrsta barnið mitt, meðgangan og fæðingin höfðu gengið mjög illa. Ég var mikið veik á með- göngutímanum og síðan fékk barnið magakrampa og há- grenjaði allan sólarhringinn fyrstu þrjá mánuðina. Ég var við það að fá taugaáfall. Ég fann ekki til neinna til- finninga gagnvart þessum vælukjóa fyrr en eftir þessa þrjá mánuði. Þá fór þetta smám saman að lagast. Ég fór í langa göngutúra með barna- vagninn, gerði mér dælt við litla krúttið, svaf vel allar nætur og fór í bíó eða í leikhús með manninum mínum meðan amman passaði. Mér fannst ég vera ný manneskja. Síðan fór ég aftur að finna til þreytu. Ég svaf allt að fjórtán tíma á sólarhring en það var ekki nóg. Ég varð föl og ræfils- leg. Ég sagði við sjálfa mig að ég væri bara blóðlítil því ég missti mikið blóö í fæðingunni. Nú var ég byrjuð á blæðingum aftur og þær voru alltaf miklar. Það væri sennilega ástæðan. Svona reyndi ég að plata mig en innst inni vissi ég að ég var aftur orðin ófrísk. Blæöingarn- ar létu á sér standa en ég neit- aði aö trúa þessu, þetta myndi aldrei ganga uþp. Ég varð að viðurkenna fyrir sjálfri mér að óvelkomið barn væri á leiðinni. Mér var óglatt allan daginn. Eiginlega hefði ég ekki þurft að vera svona hissa á þessu. Eftir fæðinguna hafði mér nefnilega verið ráð- lagt að hvíla mig á lykkjunni og ég mátti heldur ekki taka pill- una meðan ég var með barn á brjósti. Þar með var sú skylda lögð á herðar mannsins míns að sjá um getnaðarvarnir og hann er einn af þeim fjölda- mörgu karlmönnum sem þora ekki að ganga inn í lyfjabúð og kaupa smokka! Svo hann var ekkert að taka þetta alvarlega og ég lét eftir honum. Manninum mínum leist bara vel á að eignast annað barn svona strax. Það hafði reyndar ekki verið á stefnuskránni að láta líða svona stutt á milli barna en úr því að svo var komið fannst honum það í rauninni bara betra fyrir hitt barnið. Ég hefði getað lamið hann fyrir þetta og sé eftir því að hafa ekki gert það. Hann vissi alveg upþ á hár hvernig fyrri meðganga og fæðing hafði gengið og ég var ekki til- búin að reyna þetta allt upp á nýtt. Myndi ég fella mig við fóst- ureyðingu? Það var stóra spurningin. Ég þorði varla að hugsa um þaö. Þetta var ekki bara spurning um að fjarlægja einhvern klump úr maganum á mér, það var um lítið líf að ræða. Átti ég að hafa úrslita- vald um hvort þetta líf átti að lifa? Gat ég það? Þetta var erfitt. Ég var ekki búin að taka ákvörðun þegar ég fór til læknisins. Hann hlustaði- á sögu mína, skoðaði mig og sagðist síðan eindregið ráð- leggja mér að fara í fóstureyð- ingu. Hann sagði mig hvorki líkamlega né andlega færa um að eignast annað barn strax. Það myndi bara koma niður á ófædda barninu því ég ætti þar fyrir utan lítinn son sem krefðist mikillar umönnunar og hann yrði að sitja fyrir hjá mér næstu misserin. Þetta gerði útslagið. Það reyndist mér samt mjög erfitt eftir á, þrátt fyrir það. Það tók mig mörg ár að sætta mig við orðinn hlut. Nú lít ég konur sem fara í fóstureyðingu öðrum augum en áður. Samt finnst mér þetta vera harkaleg „getnaðarvörn". Sjálf vildi ég að ég hefði sloppið við þessi ósköp, en hvað var til ráða? Hefði ég ráðið við tvö börn, sitt á hvoru árinu, í því ástandi sem ég var? Hefðu börnin liðið fyrir það? Þetta er þungt ský yfir mér ennþá og enginn innan fjöl- skyldunnar veit af þessu nema ég og maðurinn minn. Innst inni skammast ég mín fyrir þetta - að ég „varð“ að neita mínu eigin holdi og blóði um líf. □ 1 vmn. á kr. 25.000.000, 4 vinn. á kr. 5.000.000, 6 vinn. á kr. 10.000.000, 24 vinn. á kr.2.000.000, 17 vinn. á kr. 5.000.000, 68 vinn. á kr. 1.000.000, 56 vinn. á kr. j I ! Ef þú ætlar að skaltu VINNINGASKRÁ FYRIR ÁRIÐ 1992: 1 vinn. á kr. 25.000.000, 4 vinn. á kr. 5.000.000, 6 vinn. á kr. 10.000.000, 24 vinn. á kr.,2.000.000, 17 vinn. á kr. 5.000.000, 68 vinn. á kr. 1.000.000, 56 vinn. á kr. 1.250.000, 224 vinn. á kr. 250.000, 266 vinn. á kr. 375.000, 1.064 vinn. á kr. 75.000, 2.506 vinn. á kr. 125.000, 10.024 vinn. á kr. 25.000, 12.100 vinn. á kr. 70.000, 48.400 vinn. á kr. 14.000, 48 aukavinn. á kr. 250.000, 192 aukavinn. á kr. 50.000. Samtals 75.000 vinn. á kr. 2.721.600.000. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings vinn. á kr.2.000.000, 17 vinn. á kr. 5.000.000, 68 vinn. á kr. 1.000.000, 56 vinn. á kr. 1.250.000, 224 vinn. á kr. 250.000, 266 vinn. á kr. 375.000, 1.064 vinn. á kr. 1.TBL. 1992 VIKAN 45 LINEY LAXDAL ÞYDDI

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.