Vikan


Vikan - 09.01.1992, Blaðsíða 50

Vikan - 09.01.1992, Blaðsíða 50
TEXTI OG MYNDIR: PÉTUR STEINN GUÐMUNDSSON Eftir aö hafa skipt um bil fer Jacques Letté yfir kort af Evrópu með blaöamanni Vikunnar. Leiöakerfi Hertz er víða komið GLEYMDU upp. Þar má fá nákvæma leiðarlýsingu BILNUM HEIMA aö er ekki þaö sama aö taka bíl á leigu og fá leigöan bíl. Sé bíll tekinn á leigu getur það verið nánast hvaða bíll sem er, lítill eöa stór. Honum er ekiö á sama stað, meira og minna. Að fá leigðan bíl er allt annað mál. Þegar blaðamaður Vikunnar var á ferð í Lúx- emborg fyrir nokkru fékk hann leigðan bíl hjá Hertz bílaleigunni. Hún er á flugvellinum þar eins og flestar aðrar bílaleigur, í litla húsinu við hliðina á aðalbyggingunni. Þó er einn munur á Hertz og öðrum bílaleigum sem þarna eru. Þar er opið lengur eða fram til klukkan 22.30 á kvöldin. Hertz býður einnig þá þjónustu að ef viðskiptavinurinn lætur vita um áætlaðan komutíma, sem er utan venjulegs opnunar- tíma, er beðið eftir honum. Það er einnig þægi- legt að vita til þess að það er sama hvar maður er í heiminum, ef þarf að breyta einhverju varðandi bílinn er skrifstofa yfirleitt í grennd- inni. Ekki þarf því að hringja á áfangastað til að láta vita um breytingar. Fæstir íslendingar notfæra sér þó sérþjón- ustu Hertz því þegar farið er í heimsborgar- ferðir eða stjörnuferðir í stuttan tíma til ákveð- innar borgar kaupir viðkomandi pakka sem inniheldur flug og bíl. Þeim pökkum eru settar aðeins þrengri skorður svo sem varðandi til- færslur á milli landa. Fyrirtækið var stofnað 1918 í Chicago en hefur nú yfir fimm þúsund afgreiðslustaði í yfir hundrað og tuttugu löndum. Hjá því vinna lið- lega þrjátíu þúsund manns. Veltan hjá svona fyrirtæki er um þrír milljarðar dollara eða sem nemur hundrað og áttatiu milljörðum króna. Bókunarkerfi Hertz er afar fullkomið. Um leið og bókuð er ferð og bíll á söluskrifstofu Flug- leiða er bókunin staðfest og hvar sem er í heiminum sést að viðkomandi á að fá þennan bíl í þessari borg. Þetta er alþjóðlegt kerfi. BERGDÍS ER ÍSLENSK í Lúxemborg er bílaleigan rekin með fimmtán starfsmönnum, þar af er ein íslensk stúlka sem Bergdís Kristlnsdóttir hóf störf i vor hjá Hertz í Lúxemborg. Hér er hún með samstarfskonu sinni, Corneliu Wouters. heitir Bergdís Kristinsdóttir. „Við reynum að hafa fólk í okkar þjónustu sem talar mál þeirra sem við verslum mikið við,“ sagði Jacques Letté, stöðvarstjóri Hertz í Lúxemborg. Útibúið er rekið í samvinnu við Belgíu og Holland og þannig fékk blaðamaður Vikunnar bíl með belgísku númeri. „Þessi samvinna við Belgíu og Holland gefur líka möguleika á að fá leigðan bíl við hvert tækifæri," hélt Letté áfram. Bílaáhugi blaðamannsins er mikill og hann hafði alltaf langað til að vita á hvað Porsche 911 Targa væri leigður. Eftir smáút- reikninga kom svarið frá Letté. „Dagurinn kost- ar liðlega 22.000 krónur fyrir utan kílómetra- gjald sem er 175 krónur á hvern ekinn kíló- metra. Þetta verð er með öllum tryggingum, bara að setja upp hanskana og aka burt." Ég spurði hvort hægt væri að fá alla bíla leigða. Því svaraði Letté að svo væri en stund- um þyrftu þeir nokkurra daga fyrirvara. Dýrasti bíllinn, sem þeir hafa á lager í Lúxemborg, er BMW 735ÍL, sjálfskiptur, leðurklæddur og með bílasíma. Hann er aðeins ódýrari en Porsche 911 Targa. ÞJÓNUSTA Á 5000 STÖÐUM Hertz bílaleigan er í hundrað og tuttugu lönd- um og með samtengt bókunarnet eins og að framan er getið. Þegar spurt var hvort ekki 46 VIKAN l.TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.