Vikan - 09.01.1992, Side 56
JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL SVARAR BRÉFIFRÁ LESANDA
Karlar sem verða
fyrir kynferðislegri
áreitni kvenna
SVAR TIL TVÍTUGS PILTS
Kæra Jóna Rúna!
Ég er búinn aö vera á leið að skrifa þér síðan
í fyrra. Mér finnstþað sem ég þarfað ræða við
þig um erfitt umfjöliunarefni og kannski við-
kvæmt fyrir mig. Þegar ég hefbyrjað að skrifa
hef ég algjörlega lokast. Þannig er mál með
vexti að ég er tuttugu ára og hef unnið á sama
vinnustað í um tvö ár. Ég kann mjög vel við
vinnu mína og hef unnið mig upp bæði í laun-
um og starii. Þegarég varátján ára trúiofaði ég
mig kærustunni minni og við erum mjög ást-
fangin. Við eigum engin börn ennþá. Hún erað
læra og ég er að hugsa um að skella mér í
skóla á þessu ári. Ég er búinn að finna það
sem mig langar til að gera að ævistarfi. Ég
hætti þvi miður í skóla þegar ég var sextán
ára. Mér leiddist svo, auk þess var flest mjög
erfitt heima hjá foreldrum mínum.
Það sem mig langar að biðja þig að fjalla um
er nokkuð sem ég tel mig hafa orðið fyrir oftar
en einu sinni, þó aðallega í um það bil ár á
vinnustað. Þetta er mjög óþægilegt og erfitt.
Vinnustaðurinn er stór og fólk á ýmsum aldri
vinnur þarna. Mikið er af konum i vinnunni og
eru þær á ýmsum aldri. Sumar eru eins og
gleðikonur bæði I klæðaburði og framkomu,
þó vinnan gefi ekki beint tilefni til þess. Það
sem er að gera mig brjálaðan er að kona, sem
er næstum helmingi eldri en ég og gift að auki,
er sífellt að skjalla mig og gefa mér undir
fótinn. Ég er ekki ímyndunarveikur og ef eitt-
hvað er hef ég mikið gert til að láta þetta ekki
trufla mig eða áreita. Ég hef margsagt henni
að ég hafi ekki áhuga.
Hún hefur þrisvar reynt að kyssa mig þegar
við höfum verið saman við verkefni og aðrir
víðs fjarri, þrátt fyrir að ég óski þess ekki. Það
liggur við að ég verði að segja upp út afþessu
því hún gerir bókstaflega allt til að vekja athygli
mína á sér sem konu. Klæðir sig glannalega
og er öll hin glæsilegasta. Ég er kominn með
svo mikla sektarkennd vegna kærustu minnar
og líka vegna þess að ég finn að þetta er ekki
eina konan þarna sem gæti reynst mér erfið að
þessu leyti. Ég er í vaxtarrækt og verð likiega
að teljast frekar myndarlegur, þó varla svo að
ég eigi að þurfa að þakka fótum mínum að ég
lendi ekki i vandræðum út af konum sem
ganga á eftir mér með grasið í skónum, þó
ömurlegt sé að segja svona. Hvað get ég gert,
Jóna? Á ég að hætta I þessari vinnu og fara
eitthvað annað? Það liggur við að ég kvíði fyrir
hverjum vinnudegi afótta við að lenda í svona
óþægilegri aðstöðu.
Það er greinilegt, ef maður bara lítur í kring-
um sig þarna, að framhjáhald og daður eru
eins og sjálfsagðir hlutir og sumum virðist ekki
finnast neitt athugavert við þannig svik við
maka sinn. Flestir þarna eru annaðhvort I
hjónabandi eða sambúð. Vonandi getur þú
gefið mér einhver ráð sem duga til að ég losni
við þetta því ég tel að um sé að ræða kynferð-
islega áreitni frá kvenfólki sem ég bara kæri
mig ekki um og ég er örugglega ekki eini karl-
maðurinn þarna sem er í þessari stöðu. Það er
áhugavert fyrir mig að fá einmitl þína umfjöllun
um svona lagað og vonandi nennir þú að láta
þitt álit I Ijós. Ég hef lesið svo að segja allt sem
þú skrifar og finnst þú vera gott mál. Ég von-
ast því eftir hreinskilnu svari þar sem ekkert er
dregið undan.
Kærar þakkir fyrirfram,
Einn pirraður.
Kæri pirraður!
Mér þykir þú liggja laglega i því, svo ekki sé meira
sagt. Vissulega ert þú með hreinskilni þinni við mig
að opna öðruvísi umræðu um mjög viðkvæman en
vafalaust algengan þátt mannlegra samskipta. Ég
vona að þú getir unnið eitthvað út frá ábendingum
mínum og leiðsögn, þó ekki séu þær líklegar til að
leysa beint ástandið fyrir þig. Mitt hlutverk er fremur
að veita leiðsögn og ábendingar heilbrigðum eins
og þér en alls ekki að leysa það sem ber á góma og
veldur vandræðum. Ég nota til umfjöllunar og stuðn-
ings svörum mínum hyggjuvit mitt og innsæi og
vona að það verði þér og öðrum karlmönnum, sem
eru að kljást við svipaðar þrautir, einhver huggun og
mögulega gagnlegt til viðmiðunar við ykkar hug-
myndir um hvað raunhæft er að gera í þeim tilvikum
þar sem þið verðið fyrir frekjulegri kynferðislegri
áreitni frá kvenfólki sem þið óskið ekki eftir og kærið
ykkur ekki um, konum sem beita fyrir sig ósæmilegu
atferli og halda að það sé í lagi.
NEÐANNAFLAVANDRÆÐI
BEGGJA KYNJA
Það er augljóst að víða rikja veruleg vandræði milli
kynjanna vegna alls kyns neðannaflamála. Oftar en
ekki hafa slík efni verið túlkuö körlum til vansa og
vel má vera að oftast hafi þannig mál átt sér einmitt
skýringar meðal annars í meðfæddu veiðieðli ykkar
strákanna. Eftir að mér fóru að berast bréf frá báð-
um kynjum um einmitt það sem þú kvartar yfir efast
ég stórlega um að um einhvern einkavanda karl-
manna sé að ræða í öllum tilvikum.
Umræða um kynferðislega áreitni hefur að mestu
verið um stóra og smáa stráka sem hafa látið
ósæmilega í návist okkar stelpnanna og við vart
getað valdið þeim óþægindum sem af þannig áreitni
hefur skapast. Þá er ekki verið að tala um valdbeit-
ingu heldur áreitni sem getur haft afdrifaríkar af-
leiðingar ef hún fær að þróast án mótspyrnu og
þannig auðveldlega breyst í hvers kyns kynferðis-
legt ofbeldi að lokum. Ef við íhugum kynferðislega
áreitni, séð með augum beggja kynja, er nokkuð
Ijóst að ef hún fær líf, þannig að um ákveðnar af-
leiðingar er að ræða, er staða strákanna á ýmsan
hátt öðruvfsi. Ekki síst er það vegna þess að þeir
eru burðugri en við og hlaðnir meiri vöðvamössum
og þar af leiðandi á vissan hátt ofjarlar okkar líkam-
lega, þó ekki sé það regla sem betur fer.
í fljótu bragði er eðlilegt að álykta sem svo að ef
til kynferðislegrar áreitni kemur, sem endar með
samræði, sé það karli að kenna og honum beri að
refsa, ef konan kvartar um ofbeldi að verknaði
loknum, þar sem hann er augljóslega gerandinn en
konan þolandinn. Karlmenn eru í þeirri óskemmti-
legu aðstöðu að beita mögulega líkamlegum yfir-
burðum sínum til að gefa fýsnum sínum lokalíf, það
augnablikið sem lostinn verður skynseminni yfir-
sterkari hjá viðkomandi. Þeir verða að gera sér fulla
grein fyrir möguleikum ómeðvitaðrar beitingar afls
við girnd og taka öllum afleiðingum af því. í þannig
tilvikum gæti aðdragandinn að minnsta kosti stund-
um hafa verið sá að konan hafi um skemmri eða
styttri tíma gefið viðkomandi karlmanni undir fótinn
en hugsanlega alls ekki ætlast til að til samræðis
kæmi á endanum. í þessu sambandi er verið að tala
um hugsanlegar afleiðingar langtíma áreitni af
hendi konu gegn karlmanni, sem síðan lætur til
skarar skríða og telur sig meira en velkominn.
DAÐUR OG SKÖKK VALDBEITING
Ef kona er með klæðaburði sínum og hátterni að ýta
undir kynferðislegan áhuga karlmanns á sér er það
nokkuð sem á sér kannski langan aðdraganda og
byrjar kannski í sakleysislegu daðri konunnar og
vaxandi áreitni, sem verður að teljast kynferðis-
leg. Þegar þannig atvikast í aðdraganda þeim sem
síðan verður hvati til kynmaka er ekki alveg víst að
viðkomandi karlmaður geri sér grein fyrir að um
nauðgun er að ræða, sem fellur undir grófa og al-
ranga valdbeitingu og fullkomna fyrirlitningu á vilja
konunnar ef hún við samræðið hreyfir mótmælum.
I byrjun er kannski um sakleysislega áreitni að
ræða sem jafnvel kitlar bæði kynin í fyrstunni,
mögulega í krafti hégóma og kapphlaups eftir ein-
hverri spennu. Slíkt getur svo endað sem algert of-
beldi þótt það hafi ekki verið meiningin á meðan ein-
ungis stóð til að daðra nokkuð frjálslega, sjálfum
sér til einhverrar ánægju væntanlega. Það sem virð-
ist í byrjun sem sakleysisleg kynferðisleg áreitni
getur með þessum hætti endað í andhverfu sinni og
valdið ómældum sársauka líkamlega sem andlega
eða sálrænu og tilfinningalegu tjóni I mismiklum
mæli. Þannig atferli er ósæmilegt og siðlaust en
venjulega afgreitt sem einkamál þess karlmanns
sem tekur völdin í framkvæmdinni vegna líkam-
legra yfirburða sinna, jafnvel þó konunni mislíki
mjög framkvæmdin og hafi aldrei látið svo mikið
sem hvarfla að sér að ómarkvisst daður gæti haft
jafnniðurlægjandi og varhugaverðar afleiðingar.
AFSIÐUÐ KYNFERÐISLEG ÁREITNI
Þar sem tilefni þessarar skoðunar er kynferðisleg
áreitni, sem þú verður fyrir, er full ástæða til að
52 VIKAN l.TBL.1992