Vikan - 09.01.1992, Síða 58
JÓNA RÚNA KVARAN
Frh. af bls. 53
hunsar þinn vilja fullkomlega og neitar að taka mark
á honum verður þú náttúrlega að fara aðrar og
óskemmtilegri leiðir.
Öll áreitni, hvort sem er líkamlegs eða andlegs
eðlis, er röng og mögulega refsiverð. Rétt væri í
þínu tilviki að kynna þér hver réttur þinn er gagnvart
áníðslu konunnar, ef að þinu mati er afdráttarlaust
um að ræða valdbeitingu hennar við þig, fullkom-
lega gegn vilja þínum. í þessu tilviki er ég að ræða
atvikin eins og þau blasa við þegar þessir þrír koss-
ar voru framkvæmdir. Það er engin spurning að allt
atferli okkar hvert við annað sem ber minnsta keim
ofbeldis er rangt og trúlega refsivert, ef það er skoð-
að og skilgreint sem athöfn þar sem freklega er með
einhvers konar valdbeitingu troðið á okkur, án þess
að við getum með nokkrum leiðum varið okkur.
SKERT FRELSI Á VINNUSTAÐ
Konur, sem eru vísvitandi að tæla og táldraga
karlmenn, eru sekar um rangt atferli og ber að af-
greiða slíkt á nákvæmlega sama máta og um væri
að ræða sömu framkvæmd karls við konu. Þú talar
um að þú sért nokkuð myndarlegur og gefur þar
með í skyn að það kunni að erta konur. Vissulega
getur það verið rétt en málið er bara að líkamsburður
þinn er ekki sviðsettur áreitnisvaldur heldur ertu ein-
ungis svona frá náttúrunnar hendi. Það eitt og sér á
ekki að gera þér ókleift að umgangast konur og alls
ekki að hafa þau áhrif á atvinnumöguleika þína að
þeir minnki fyrir bragðið.
Ef um er að ræða fjötra og frelsisskerðingu vegna
kynferðislegrar áreitni á vinnustað er það óviðun-
andi og engin ástæða til að þola það. Þú ert, eins og
þú bendir sjálfur á, einfaldlega svona kynþokkafull-
ur, án þess að ýta undir það. Þannig verður það
væntanlega í nánustu framtíð svo það er eins gott
fyrir þig að gera þér fulla grein fyrir hvernig þín
sjálfsvörn á að vera í þessum efnum. Þú virðist óaf-
vitandi koma kynkirtlum kvenna í meiri háttar
kreppu væntinga, sem þú óskar ekki eftir að verða
þátttakandi í. Svo, elsku drengurinn minn, þú verður
að fá á hreint hvað langt þú getur leyft konu að
ganga án þess að bregðast skjótt og sterkt við til að
mótmæla þeirri áreitni sem þú telur þig verða fyrir af
hennar völdum. Ef umvöndun á nótum vináttunnar
dugar ekki verður þú að grípa til annarra og ögn
stórtækari aðgerða. Við íhugum hluta af hugsanleg-
um möguleikum þínum ögn seinna í svari mínu.
STELPUR í FLEGNUM TOPP
OG STRÁKAR í HJÓLABUXUM
Til eru konur sem leggja töluverða vinnu í undir-
búning þess að kveikja kynferðislega löngun karl-
manna, sér í lagi þeirra sem þær kjósa að ganga í
augun á kynferðislega. Þegar þannig er ástatt í
huga konu virðist litlu skipta hvort hún er í vinnunni
eða ekki. Það er eitthvað mjög óeðlilegt við að
klæða sig eins og tröllvaxin barbídúkka á leið til
vinnu, alveg eins og um ferð á tískusýningu væri að
ræða, þar sem meiningin væri að vinna til verðlauna
út á kynþokka og annað atferli. Útlit konu, sem mið-
ast við að virka eggjandi á karlmann á vinnustað, er
svo sem engin ný bóla ef betur er að gáð. Varla ætti
samt það eitt að nægja, ef við erum staðföst og
ráðvönd í kynferðismálum, til að karlmaður beinlínis
vegna kynæsandi útlits kvenvinnufélaga síns hafi
neina ástæðu til að ráðast á viðkomandi og láta
gamminn geisa kynferðislega.
Vinsamlega handskrifiö bréf til Jónu Rúnu
og látið fylgja fullt nafn og kennitölu,
ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi
Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miöur
er alls ekki hægt aö fá þau í einkabréfi.
Utanáskriftin er:
Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104
Reykjavík.i
Aðdraganda þannig endaloka er sennilegast búið
að þróa jafnframt með glannalegum klæðnaði kon-
unnar og trúlega með þónokkru daðri líka, þó ekki
sé það regla. Það gefur augaleið að kona, sem er
með bert niður á brjóst, getur haft sama aðdráttarafl
á hvaöa normal karlmann sem er eins og karlmaður
á konu, sá sem kæmi til vinnu í þröngum hjólabux-
um. Vissulega getur þannig fatnaður haft kynferðis-
leg áhrif á konu sem þannig er innstillt að hún verði
undantekningarlaust fyrir kynferðislegum áhrifum
þegar vöxtur karlmanns neðan nafla er undirstrikað-
ur með þannig umbúnaði.
RÚLLUKRAGABOLIR OG
GRÓFAR FLAUELSBUXUR
Eins má með sanni segja að kona, sem venur sig í
vinnu á klæðnað sem undirstrikar ekki bara brjósta-
mál hennar heldur líka lögun þeirra og áferð, veldur
mögulega spennu meðal strákanna og býður því
heim möguleikum á hvers kyns daðri og annars
konar kynferðislegu atferli. Það getur síðar valdið
henni óþægindum þó alls ekki hafi verið reiknað
með þvi í byrjun. Hún var bara að eigin mati að
vekja áhuga og aðdáun hins kynsins. Slíkt hátterni
hentar alls ekki á vinnustöðum. Ef kona vegna útlits
síns, sem hún visvitandi undirstrikar með glanna-
legum klæðnaði í vinnu, lendir í vandræðum með
hitt kynið og svo aftur strákur af sömu ástæðu, ættu
þau að endurskoða klæöaburð sinn hið snarasta og
velja fremur rúllukragabol eða þykkar flauelsbuxur.
Þannig klædd er nokkuð Ijóst að hvorugt kynið veld-
ur hinu ýkja miklum vandræðum - nema náttúrlega
viðkomandi búi yfir kynþokka sem augljóslega ligg-
ur í öðru og kannski mun áhugaverðari nærveru.
Enginn ætti vísvitandi að ögra umhverfi sinu með
því að undirstrika kyntöfra sina í skökkum aðstæð-
um. Hefðbundinn, látlaus klæðnaður kynjanna
verður aldeilis ekki til að trufla eða æsa beint kyn-
ferðislöngun vinnufélaganna, þó auðvitað verði að
viðurkennast að til eru strákar sem geta verið kyn-
æsandi jafnvel með grifflur og í gamalli lopapeysu
sem er lokuð frá miðjum lærum og upp í háls. Þess
vegna má segja að bæði sé hægt og ekki hægt að
ýta undir daður og framkomu sem verður að teljast
kynferðisleg - með skökkum klæðaburði ef því er
að skipta.
KLÆÐNAÐUR SEGIR EKKI
ALLT UM KYNÞOKKA
Þó ekki sé beinlínis meiningin að valda verulegum
vandræðum með óviðeigandi klæðaburði á vinnu-
stað er ágæt regla fyrir konur, sem virðast fremur
velja að tefla djarft í klæðaburði en karlar, að endur-
skoða sem fyrst þannig atferli. Óski þær ekki eftir að
virka kynæsandi og mögulega valda vandræöum er
að minnsta kosti engin ástæða til að gera vísvitandi
í að svo verði með glannalegum klæðnaði. Með
þessari athugasemd er alls ekki verið að gera karl-
menn að viljalausum verkfærum kvenna sem klæð-
ast ósæmilega.
Karlmenn virðast sem betur fer oftar en ekki heill-
ast mun meira að konum sem hafa eitthvað annað
til að bera en einungis laufléttan, óþarflega eggjandi
klæðnað heima og heiman og er það ekki orðum
aukið. Útlit fólks segir ekki alla sögu þess sem betur
fer og það þarf ekki endilega að bera i sér nema
part af kynþokka þess. Rödd, vit, framkoma, hæfi-
leikar og skaphöfn hafa meðal margs annars heil-
mikið að segja um kynþokka beggja kynja. Þvi er
engin sérstök ástæða til að eyða bæði tíma og fyrir-
höfn í klæðnað sem bersýnilega er ögrandi á rangri
forsendu á vinnustöðum.
HREINSKILNI BORGAR SIG
Hvað varðar sektarkennd þína vegna þess hvernig
konan hundeltir þig er þetta að segja. Þú ert búinn
að segja henni að þú óskir ekki eftir atlotum hennar
og kynferðislegum áhuga á þér. Láti hún sér ekki
segjast er eðlilegt að þú berir þennan vanda undir
yfirmann ykkar beggja og fáir hann til að vanda um
við konuna. Ef það ekki dugar áttu ekki annað val
en að kæra hana einfaldlega og þá fyrir ítrekaða
kynferðislega áreitni á vinnustað, áreitni sem veldur
þér bæði kvíða og leiðindum. Eins ættir þú að losna
við sektarkenndina með því að segja kærustu þinni
frá þessu og láta hana ákveða hvað henni þykir
nauðsynlegt að gera í málinu. Þú hefur, elskulegur,
ekkert gert ennþá sem telst rangt og þess vegna er
engin ástæða til að hætta í vinnunni út af þessu eða
kveljast tímunum saman af sektarkennd.
LAUSLCTI OG KYNFERÐIS-
LEGIR VEIÐISTAÐIR
Það er á þér að skilja að mikið sé um alls kyns dað-
ur og jafnvel lauslæti á þessum vinnustað þínum.
Sannleikurinn er sá að sennilega er þónokkuð til i
þessum athugasemdum þínum. Ef svo er færi best
á því að á starfsmannafundum yrðu einmitt vand-
ræði sem þessi rædd og gerðar tilraunir til að upp-
ræta möguleika á slíkri hegðun, að minnsta kosti í
vinnunni. Víða í samfélaginu er ailtof lítil áhersla
lögð á trúmennsku og heiðarleika í tilfinningamálum
og af þeim ástæðum er töluvert um framhjáhald og
önnur svik í þeim efnum sem snúa að kynferðismál-
um.
Við lifum á tímum þar sem gömul gildi eru gróf-
lega vanvirt og vanmetin vegna þess að á tímabil-
um seinni ára strauma hefur þótt fengur í hvers
kyns frjálslyndi á sem flestum sviðum. Kynferðislegt
frjálslyndi er ekki viðeigandi og alls ekki á bak við
maka eða væntanlegan lífsförunaut.
Veröldin er að kljást við skelfilegan sjúkdóm sem
fyrir flesta sem fá hann inniheldur dauðadóm í ein-
hverri mynd og er þar átt við eyðni. Einmitt þetta at-
riði ætti sjálfkrafa að minnka líkur á ótrúmennsku
þeirra sem þannig siðblindu eru haldnir. Vinnustaðir
ættu aldrei að verða kynferðislegir veiðistaðir þeirra
sem ástunda það að hrifsa til sín það sem bersýni-
lega er annarra og reyndar ætti enginn staður að
verða vettvangur þannig spillingar. Mér þykir mjög
jákvætt að heyra tvítugan pilt lýsa yfir afdráttarlausri
andúð sinni á hvers kyns lauslæti og öðru álíka at-
ferli i samneyti okkar hvert við annað í íslensku
samfélagi. Vonandi færð þú sem fyrst frið fyrir allri
óþarfa áreitni kvenna. Slíkt verður að teljast afsiðun
og alls ekki líklegt til að auka hróður þeirra kvenna
sem þannig hegðun temja sér.
Gangi þér vel í skólanum í haust og vertu
óhræddur að ræða þennan vanda þinn við kærust-
una þína. Eða eins og sæti strákurinn sagði eitt sinn
í hóp ennþá sætari stelpna um leið og hann beið
spenntur eftir rökrænu svari: „Elskurnar mínar,
eitt er að vera sætur og annað að vera eggjandi.
Þó er almagnaðast að vera bæði sannur og
heiðarlegur og finna að það virkar ekki bara
ofan nafla eða þannig."
Guð gefi þér hugrekki og þolinmæði til að vinna
skynsamlega úr þessum tímabundna vanda. Með
vinsemd, Jóna Rúna. □
LAUSN SÍÐUSTU GÁTU
+ + + + + + + + + + + ö + + K + + ú
+ + + + + + H A II N + S I T U R + T
+ + + + + + A D r? I II S + ú T R A S
+ + + + + + L + q R u N S A + H Æ
+ + + + + + H ó F + E R + S + G E Ð
+ + + + + + V Æ L L + + tí i L i F 1
+ H A S S + L D J A + V E K U R Ð +
N A M u + tí I R ó + S + S 0 D + A B
s 'T’ 0 D G 0 T’ I Ð + V A T N R Ý R A
+ T R A L L T + + L I N + + A K T U
+ + + + i,’ L D + K A N D í S + T T N
+ H L A Ð A + V A 'T' N + H V 3 N N +
H R i D + p L a N T U + V E R N D A
+ E T + V A M M E I p + E R N + I Ð
S Y R T T R + tí L + + F R j ó + F L
+ K A U N + F + + F E R j A L Æ R A
B I R G I + L E I p T A U + F k Æ G
+ p + + + M E I D + A M M A U N G A
+ + H E I M 5 K U R + + + G fO I I)
F L A G D + T + N A S A L + + R A K
T A G L + S + K N F É + E G G + R A
+ G L A U M U R + A R M I + E M I T?
+ L L 5 + A M 0 R + + A K U 1< j N N
L E G I L L + F A K i R + L T N N A
+ 0 A !•’ L A R : + K t p T L L A D
H 0 R N F I p D I N G U tl + L Æ I
54 VIKAN l.TBL. 1992