Vikan


Vikan - 20.02.1992, Blaðsíða 8

Vikan - 20.02.1992, Blaðsíða 8
Krístján á fjölum Borgarleikhússins. „Þetta er algjörlega ný reynsla fyrir mig og ég hef haft gaman af þessu.“ KRISTJÁN frh. af bls. 6 ist til Svíþjóðar. Jú, ég fór yfir fleiri girðingar, gerðist atvinnumaður í götuspili og lagðist f flakk með gítarinn og munnhörpuna fyrir sjö árum. Fjölskyldan, kona og börn, fylgdi mér að sumarlagi en ég fór víða um borgir Evrópu og átti samleið með mörgum götulistamönnum - látbragðsleikurum, trúðum og auðvitað hljóð- færaleikurum. Við bjuggum f sendiferðabíl lengst af og þetta líferni gaf góða reynslu. Spilamennska á götuhornum er krefjandi og erfið en lærdómsrík. Þú verður að geta spilað svo eftir þér sé tek- ið í götuspilinu. Fólk er ekki beinlínis komið til að hlusta á þig og þú verður að kalla á eftirtekt með músíkinni. Ég kynntist mörgum góðum listamönnum á þessu músíkflakki, meðal ann- ars Professor Washboard og Derrick „Big“ Walker, blúsara frá Bandaríkjunum sem ég lék seinna með á götum Stokkhólms eftir að ég kom úr útlegðinni. Það var árið 1987 og þá stofnaði ég hljómsveitina The Grinders. í þeirri sveit var meðal annarra vinur minn og sam- starfsmaður Þorleifur Guðjónsson. [ hittifyrra um vorið lá svo leiðin heim, heim til (slands. Ég held að ég sé sæmilega dómbær á það að hvergi er betra að vera en hér á landi, að minnsta kosti enn sem komið er. Það er langt frá því að allir hlutir séu í lagi hér á landi en það er þó hægt að redda málunum og alls kon- ar vesen er viðráðanlegt. Besta land f heimi? Já, hví er ekki hægt að segja það? Mér finnst það allavega og miða þá að sjálfsögðu við þá staði þar sem ég þekki til. Svíar eru fyrir löngu orðnir þrælar síns kerfis og kúgaðir af reglum um allt og alla. Þar í landi getur verið erfitt að lifa og umburðarlyndi gagn- vart einstaklingnum er af skornum skammti. Við hliðina á þeim erum við íslendingar frjálsir. Það er alveg klárt." í NÝJU HLUTVERKI í LÍFINU Kristján fer með hlutverk í uppfærslu Leikfé- lags Reykjavíkur á Þrúgum reiðinnar eftir Steinbeck. Flann er höfundur tónlistar og leikur sumpart sjálfan sig - eða hvað? „Það má kannski segja það. Ég er með gít- arinn og tek nokkur lög í blús- og kántrfstíl. Auk þess leik ég undir í nokkrum leikatriðum, svona til að undirstrika stemmninguna. Þetta er algjörlega ný reynsla fyrir mig og ég hef haft mjög gaman af þessu. í aðra röndina er ástandið og tíðarandinn f verkinu ekki svo ýkja óskyldur nútímanum. Það lyktar allt af kreppu og þarna er fólk að bjarga sér. Það þarf alltaf einhvern eða einhverja sem þora að standa upp og öskra framan f tfðarandann til að kalla á breytta tíma eða ástand. Þarna er jarðvegurinn fyrir sameiningarkraft til að bylta hlutunum. Auðvitað þekki ég ekki þá örvænt- ingu sem grípur menn sem ekki eiga ofan í sig að éta eða húsaskjól en ég get vel ímyndað mér að leiðin í það ástand sé ekki löng, að minnsta kosti miklu styttri en menn halda. Sögusviðið, kreppuárin á fjórða áratugnum, segir manni líka eða vekur upp spurningar um það hverjir eru hinir raunverulegu fulltrúar fólksins þegar til kastanna kemur. Stjó'rnmála- mennirnir f dag mættu hugleiða hversu lengi þeir mega og geta kallað sig fulltrúa fólksins. Það eru ýmsar spurningar af þessu tagi sem vakna þegar maður tekur þátt í verki eins og þessu. Áður fyrr voru menn sem hvöttu til mót- mæla eða risu upp gegn óréttlæti einfaldlega afgreiddir sem kommúnistar og þar með gerðir að grýlum. Þess vegna er gott að kommúnism- inn er hruninn. Þeir sem standa upp og mót- mæla nú og í framtíðinni verða vonandi kallað- ir húmanistar. Það er rétta nafnið. Annars er það eftirtektarvert að megnið af þeirri dægurmúsík sem við heyrum í dag á sér rætur í kreppunni á fjórða áratugnum. Þá stóðu þessir kallar upp og sungu sína mót- mælasöngva, götuljóðum var safnað og það var hlustað og numið sem menn höfðu að segja, meðal fólksins á götunni. Þetta ásamt rokkbyltingunni á sjötta áratugnum og blóm- legu tímabili á sjöunda áratugnum er í raun það eina markverða sem gerst hefur í músfk- inni á öldinni, eitthvað afgerandi á ég við. Að- stæður á hverjum tíma buðu því líka heim. Við bíðum eftir næstu byltingu, er það ekki? Ég veit ekkert af hverju var hringt í mig vegna þessa leikrits. Ég sagði Kjartani (Ragn- arssyni leikstjóra) að ég væri enginn leikari og hefði aldrei haldið það eða reynt að vera það en hann gæti fengið afnot af mér svona til reynslu. Svo verða aðrir að dæma en ég hef fengið mitt út úr þessu. Gott samstarfsfólk, gott leikrit, ný reynsla. Er hægt að biðja um það betra?“ ÁFRAM VEGINN „Annars er það útgerðin áfram í spilamennsk- unni sem við blasir. Spila hér, spila þar, spila út um allar trissur. Það er kraftur í bandinu og við hyggjum á hljómleikaferð til Irlands áður en langt um líður. Sú ferð verður ekki farin til að slá í gegn eða eitthvað svoleiðis heldur aðeins til að spila með írskum og fyrir íra. Kynnast andrúmsloftinu í landinu og spilamennskunni þar. Manni er hollt að leita út fyrir landhelgina svona stundum, án þess að ganga með heimsfrægðina í maganum. Maður fer bara til að ná sér í næringu. Jú, jú, það er ekkert til fyrirstöðu að syngja blús á ylhýra móðurmálinu, íslenskunni. Það verður bara að vera til þess stofnað frá byrjun því það ræðst af yrkisefninu og þeim tilfinning- um sem fylgja frásögninni hver hrynjandin verður. Stuðlar og höfuðstafir hafa ákveðinn tilgang, meðal annars til þess að muna hvað kemur næst en að troða orðum að í texta bara til að halda ríminu hlýtur að skekkja eða veikja meininguna. Þó ég kunni vel að meta margt af því sem gengur og gerist í dag held ég að ekk- ert jafnist á við gömlu mennina, til dæmis Örn Arnarson, Stein Steinarr, Davíð Stefánsson og fleiri. Reyndar er það svo þegar öllu er á botn- inn hvolft að þegar þú rífur utan af þessu allar umbúðir kemstu alltaf að því sama - þetta er bara músík. Það er heila málið.“ □ 8 VIKAN 4.TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.