Vikan


Vikan - 20.02.1992, Blaðsíða 12

Vikan - 20.02.1992, Blaðsíða 12
▲ Elsa Waage í Óperunni ásamt tveim ungum þátt- takendum í sýningunni. Frh. af bls. 11 SJALDGÆF RÖDD Elsa syngur kontra-alt, rödd sem aðeins fáum söngkonum er gefin. Hún er dýpst kven- raddanna og hefur að mörgu leyti nokkra sérstöðu. í al- fræðibókum um tónlist segir að röddin búi yfir sérstakri hlýju og tónbrigðum. Það eru tiltölulega fá hlutverk í óperu- bókmenntunum skrifuð fyrir kontra-alt en þau eru samt all- nokkur sé grannt skoðað. „Það hafa margir ruglast á röddinni því það er viss birta í henni sem ekki er algeng í svo djúpum röddum. Lengi framan af héldu þess vegna margir að ég væri sópran. Með árun- um varð rödd mín aðeins dýpri og þá fór ég niður í messó- sópran. Ég kynntist ýmsum skemmtilegum hlutverkum á sópran-skalanum og fékk inn- sýn inn á svið saklausu og háttprúðu stúlkunnar en kontra-altinum tilheyra lífs- reyndar og móðurlegar kven- persónur. Stundum leik ég líka nornir - og jafnvel karla." [ skólanum ytra tók Elsa þátt í nokkrum óperusýningum, þar á meðal í Brúðkaupi Fíg- arós. Síðan var hún ráðin til að syngja hjá litlu atvinnuóperu- húsi þar sem hún fór með hlut- verk í Katya Kabanova eftir Janacek. „Hlutverkið var svo lítið að ég þurfti bara að syngja tvær setningar - en slíkt getur verið jafnvel erfið- ara en að syngja heila arlu. Ef eitthvað fer úrskeiðis hjá manni í þessum fáu setning- um er ekkert til að hlaupa upp á til að bæta fyrir það og ná sér á strik." ÓK LÍMÓSÍNU í NY Það dreif ýmislegt á daga Elsu í stórborginni New York. Stundum þegar skórinn kreppti og hún þurfti á meira skotsilfri að halda til að eiga fyrir nauðsynjum og skemmti- legum óperusýningum voru góð ráð dýr. Um tíma vann hún sem ritari á stórri fast- eignasölu sem annaðist kaup og sölu á dýrustu glæsihúsum borgarinnar sem aðeins frægt fólk og auðjöfrar hafa ráð á. Námsins vegna hentaði það henni ekki að vinna fastan vinnutíma. Fyrirtækið bauð henni þess í stað að taka að sér ígripavinnu. Hún fólst í því að aka mikilvægum viðskipta- vinum á milli sölueigna á „límósínu" fyrirtækisins. Elsa kom heim í nóvember síðastliðnum þegar henni bauðst að taka sem einsöngv- ari þátt í flutningnum á Sálu- messu Mozarts. „Það var frumraun mín með Sinfóniu- hljómsveit (slands. Þetta var alveg yndislegt enda er verkið stórkostlegt, hljómsveitin góð, sem og Kór Langholtskirkju sem afar skemmtilegt er að syngja með.“ Nú syngur hún sitt fyrsta hlutverk hjá íslensku óper- unni, Emelíu, sem er önnur af ■tveimur kvenpersónum verksins. Þó svo að hlutverkið sé í sjálfu sér ekki svo ýkja stórt krefst það mikils af söng- konunni. Með hin aðalhlut- verkin fara Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir sem syngur Destem- ónu, Garðar Cortes sem syng- ur Óþelló og Keith Reed sem syngur Jagó. „Auðvitað væri best ef mað- ur gæti unnið hér heima í framtíðinni en landið okkar er lítið og framboð af hlutverkum fyrir einsöngvara takmarkað. Ég met það mikils að fá tæki- færi til að vera með í Óþelló en það kom reyndar ekki til fyrr en rétt fyrir jólin." Að lokum er Elsa Waage spurð að því hvað hún hyggist fyrir í náinni framtíð. „Framtíð mín er alveg óráð- in enn. Ég er rétt að byrja að kynna mig enda búin að vera í námi fram að þessu. Reyndar fór ég með eitt hlutverk vestra fyrir skömmu. Ég hafði þá sungið prufusöng fyrir óperu- hús nokkurt og komst strax að og söng Magðalenu í Rígól- ettó. Síðan hef ég aðallega sungið konserta en kennarinn minn hefur ekki verið á því að hleypa nemendum sínum út úr tónleikasalnum fyrr en hann telur okkur reiðbúin fyrir hið stóra svið. Ég er því að byrja núna að koma mér á framfæri. Þess má geta að í Bandaríkj- unum er ég í sambandi við tvo umboðsmenn sem hafa sýnt mér áhuga og síðan langar mig að spreyta mig í Þýska- landi til dæmis. Þar hef ég reyndar þegar sungið fyrir nokkra umboðsmenn án þess að hafa fengið nokkuð út úr því ennþá. Ég fór svo seint af stað i haust en þá var alls staðar búið að ráða söngvara fyrir þetta ár. Ég fékk samt já- kvæð viðbrögð og nú er bara að bíða og sjá. Röddin er mjög sjaldgæf og því hef ég ekki eins mikla samkeppni og ella. Að sama skapi eru hlutverkin heldur ekki eins mörg og fyrir aðrar raddir. Reyndar get ég í mörgum tilvikum líka sungið messósópran, að minnsta kosti hin smærri hlutverk. Við sjáum hvað setur.“ □ 12 VIKAN 4.TBL1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.