Vikan


Vikan - 20.02.1992, Blaðsíða 36

Vikan - 20.02.1992, Blaðsíða 36
JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL SVARAR BRÉFIFRÁ LESANDA SVAR TIL SEXTÁN ÁRA STRÁKS Barsmíðar á börnum Þægilega Jóna Rúna! Ég á nú frekar erfitt með að skrifa þér, senni- lega vegna þess að bæði er ég óvanur og svo veit ég varla hvernig hægt er, svo vel fari, að tala um það sem ég þarf að bera undir þig. Þannig er mál með vexti að ég er sextán ára strákur og er að springa í loft upp afsársauka og reiði. Ég á mömmu sem hefur barið mig hvað eftir annað frá því að ég man fyrst eftir mér. Ég er úr stórri fjölskyldu og á bæði yngri og eldri systkini. Pabbi og mamma eru gift en hann vinnur mikið og er sjaldan heima. Kannski er hann að flýja mömmu sem er mjög erfið í skapi og verður öllu að ráða. Við eigum allt af öllu og ef eitthvað er alltot mikið. Eins förum við oft út og eigum nóg al seðlum. Tilefni þessa bréfs er að ég kæri mig ekki um að vera til lengur og alls ekki að láta berja mig hvenær sem hún er ekki sammála mér. Ég get alveg viðurkennt að ég ríf kjaft á móti þegar hún er að stressa mig með enda- lausu nöldri og kjaftæði. Maður má bara ekki hafa skoðanir. Það má segja að ég sé frekar lokaður en skapmikill og þoli alls ekki að aðrir stjórni mér. Mér gengur ágætlega í skóla nema mérleið- ist leikfimi rosalega. Ég er oft lengi úti á kvöldin og hefsvolítið smakkað vín en finnstþað vont. Efhún mætti ráða ætti ég að vera kominn heim klukkan átta og helst ekki að eiga neina félaga. Henni finnst þeir allir svo spilltir og er sífellt að benda mér á hvað bæði ég og þeir séum heimskir og spilltir og kunnum ekkert gott að meta. Mig langar að verða læknir en ég er ekkert viss um að ég nenni að lifa miklu lengur efhún ætlar að halda áfram að niðurlægja mig með endalausu aðfinnslum og svo ber hún mig og lemur ef hún fær bara ekki að ráða öllu. Meira að segja notar hún kertastjaka og annað dót til að hræða mig og hleypur þá á eftir mér með gripinn á lofti og er þá alveg eins líkleg til að láta hann vaða á mig eða eitthvað. Hún er til dæmis alltafað setja ofan i við mig og gagnrýnir flest í fari minu, alveg eins og hún þoli mig bara alls ekki. Hún hatar mig ör- ugglega. Einstaka sinnum getur hún verið góð en mér finnst það eiginlega líka óþægilegt af því að þá er ég alltaf að hugsa um þegar hún er leiðinleg og ofbeldisgjörn. Ég get engum sagt frá þessu vegna þess að ég skammast mín svo fyrir þetta og hún er nú einu sinni mamma min. Hvað á ég að gera, kæra Jóna? Mér vex þetta allt svo í augum að stundum get ég ekki sofnað fyrr en þá seint og síðar meir. Ég spila svolítið á munnhörpu og svo les ég mikið og horfi á kvikmyndir. Mér finnst lika allt- of mikið um stress og læti bæði í skólanum og heima, eiginlega er alls staðar svo mikill hraði á öllum og öllu. Vonandi nennir þú að svara þessu og gefa mér einhver ráð. Takk fyrir, Einn spældur og uppgefinn. Elskulegi Spældur! Mér þykir þú aldeilis sitja í erfiðri súpu og svo sann- arlega nenni ég að íhuga ástandið með þér. Það vill svo til að mér hafa á undanförnum árum borist allmörg bréf frá börnum og unglingum, ekki síður en fullorðnum, sem öll eiga það sameiginlegt að tengj- ast líkamlegu eða andlegu ofbeldi hvers konar. Það verður þó að segjast eins og er að flestir bréfritarar kvarta yfir barsmíðum karla á konum og börnum en færri undan líkamsmeiðingum kvenna. Nokkuð virðist þó vera um slíkt meðal barna sem það verða að þola og fela. Auðvitað mun ég reyna að svara sem flestum bréfum en sumum safna ég saman og svara við tækifæri með einni ýtarlegri hugleiðingu. Öllum bréfum er reynt að svara þó það dragist eitt- hvað. Enn og aftur minni ég á að mitt hlutverk er fremur að veita heilbrigðum leiðsögn og ábendingar og íhuga með innsæi mínu og hyggjuviti eðli og mögu- leg áhrif þess sem bréfritarar bera undir mig. Ég mun þó aldrei leysa nein vandamál, einungis benda á mögulegar leiðir út úr hvers kyns tímabundnu ástandi eðlilegra en kannski erfiðra reynsluþátta sem heilbrigt fólk verður að takast á við í lífsins ólgusjó. Við eigum sérstaklega þjálfað fagfólk til að takast á við og leysa með okkur hvers kyns vanda- mál og ættum að sjálfsögðu eftir atvikum að not- færa okkur þá aðstoð. Hvað um það, kæri Spældur, við sjáum hvernig þitt ástand virkar á mig og hvernig mín viðhorf kunna að notast þér. Það kemur bara i Ijós eða þannig. ÓÞJÁL BÖRN RÉTTLÆTA EKKI OFBELDI Vissulega er niðurlægjandi að upplifa sig umkomu- lausan vegna barsmíða foreldris og að því er virðist af engum eða alla vega takmörkuðum ástæðum. Vart verður skökk framkoma barns að mati foreldris til að réttlæta valdniðslu á því. Þar sem þú hefur mátt sæta þannig afgreiðslu á sjálfum þér í uppvexti þinum er vart hægt að ímynda sér að þú munir ekki uppskera einhvern hnekk af þvi sálarlega. Þó má kannski hjálpa þér að uppræta brenglið og ósóm- ann ef rétt er á haldið og fagmaður tekur í taumana og vinnur að sálarlegri uppbyggingu þinni um tíma. Vegna þess að þú bendir á að þú sért fremur skapmikill og kannski frekur er ágætt til að byrja með að íhuga það sérstaklega. Með tilliti til þess má búast við að einmitt þeir þættir skaphafnar þinnar henti mömmu þinni ekki ef ykkur verður sundurorða og getið ekki notað samræður til lausnar ágrein- ingsefna sem upp koma á milli ykkar af ýmsum til- efnum. Vissulega er enginn vandi að vera þolinmóður uppalandi ef börnin okkar eru nokkurn veginn eins og við kjósum. Aftur á móti reynir einmitt á þann þátt skaphafnar okkar ef við erum að kljást við erfið og uppátektarsöm börn. Hvað sem öllum erfiðum og óþjálum einstaklingum líður gefur erfitt barn foreldri engan rétt til að beita það ofbeldi, hvorki andlegu eða líkamlegu. VALDNÍÐSLA RÖNG EN MÁTTUR MIKILVÆGUR Ef við notum skakka valdbeitingu til að neyða börnin okkar til að fylgja reglum þeim og bönnum sem við kjósum aö þau lúti erum við á mjög varhugaverðum leiðum hvað varðar hentugt og kærleiksríkt uppeldi. Auk þess erum við með þannig afstöðu að fyrirgera möguleikum okkar á því að reynast þessum börn- um heilbrigðar og friðsamar fyrirmyndir. Valdbeiting í einhverjum myndum virðist vera hjá sumum það sem vilji og markmið snúast um, jafnvel þó valda- fíknin reynist í flestum tilvikum miður líkleg til að gefa af sér annað en vonbrigði, ótta, reiði og kulda- biturð þeirra sem fyrir verða. Til eru einstaklingar sem telja lífið harla lítils virði ef þeim hlotnast ekki einhver völd og þá helst yfir öðrum og óverulegri einstakhrflgum eða kannski að- stæðum. Það getur verið mun erfiðara fyrir barn en fullorðinn sem verður fórnarlamb þess valdasjúka að verjast misbeitingu eða ofnotkun þess valds sem gerandi tekur sér í lífi þess. Þá staðreynd ættu valdasjúkir að ígrunda og reyndar allir sem ofnota vald með einhverjum hætti. Einstaka fólk ruglar saman því sem kalla mætti mátt og vald. Máttur einstaklingsins er innra afl sem verður að teljast gagnlegt og oftar en ekki líklegt til að skapa skilyrði til framfara og aukins listræns ávinnings þeirra sem þannig innra afl rekur til fram- kvæmda og sköpunar. Máttur manna framkallar oft- ar en ekki skilyrði á stórkostlegum umskiptum og margþættum menningarlegum sem mannlegum framkvæmdum sem geta orðið lyftistöng fyrir sam- félög og mannleg samskipti á hinum ýmsu sviðum. Nauðsynlegt er að sjá og greina mismun á þessu tvennu, það er valdi og mætti. KÚGUNARFERLI HARÐSTJÓRA Valdbeiting er ekki óalgeng á heimilum og oftar en ekki verður skökk valdbeiting til að fjötra fólk. Hjón geta átt í miklum samskiptaerfiðleikum ef annað er gjarnt á að fá fram vilja sinn með ofbeldi sem er venjulega byggt á kúgunaratferli sem er drottnunar- kennt og niðurlægjandi fyrir þann aðilann sem fyrir verður. Það hefur sýnt sig svo um munar að öldum saman hefur skökk valdbeiting haft í för með sér ótrúlega erfiðleika í mannlegum samskiptum og niðurlægingu. Valdníðsla verður alltaf afsiðun á ein- hvern hátt, hvað sem hver segir. Valdasjúkir harðstjórar hafa fótum troðið góðan vilja þeirra sem þeir með misnotkun valds hafa neytt eða þvingaö til framkvæmda sem alls ekki hafa orð- ið mannkyninu til framdráttar. Sannleikurinn aftur á móti er sá að ekkert vald, hvorki á himni eða jörðu, er það sterkt í raun að það sé í innsta eðli sínu lík- legt til að gera mannfólkið betra eða fullkomnara, hvað þá siðmenntaðra. RÖNG VALDBEITING ER BÖL Vald veldur ótta. Framkoma, sem er tilkomin vegna ótta við hugsanlegar refsingar, er aldrei rétt og verð- ur aldrei rétt eða með öðrum orðum siðferðilega styrkjandi eða á annan hátt líkleg til að reynast göfgandi. Þess vegna ætti enginn að hafa það markmið að komast í þá aöstöðu eða til þeirra áhrifa í lífi ann- arra að fá tækifæri til að misnota vald. Hvers kyns valdbeiting eða valdatogstreita er á marga vegu vísir að einhvers konar böli og armæðu í lifi þeirra sem annaðhvort misnota eða verða fórnarlömb þannig atferlis. SANDUR AF SEÐLUM DUGAR SKAMMT Eins og kemur fram í bréfi þínu átt þú við mikla samskiptaörðugleika við móður þína að stríða og hún er mjög vanstillt, sýnist mér, það vanstillt að 36 VIKAN 4. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.