Vikan


Vikan - 20.02.1992, Blaðsíða 66

Vikan - 20.02.1992, Blaðsíða 66
ítalski öndvegisleikarinn Marcello Mastroianni. SVAR: Boris Jeltsin. Hann fæddist í bænum Butka í Sverdlovsk í Rússlandi árið 1931. Hann lagði stund á nám í byggingartæknifræði og út- skrifaðist frá Tækniháskólanum í Úralhéraði áríð 1955. Tilvonandi eiginkonu sinni, Naínu, kynntist hann í skólanum. Sem stjórnmála- maður sló hann fyrst í gegn á 19. þingi komm- únistaflokks- ins þegar hann „stal ræðustóln- um“ fyrir nokkrum árum. Um þessar mundir er hann forseti lands síns, Rússlands. NÝR TRYLLIR MEÐ CHRISTIAN SLATER NÝ MYND UM MANNÁT Myndin Alive eða Lifandi er byggð á sannsögulegum at- burðum. Hún fjallar um flug- slys eitt árið 1972 þar sem þeir sem af komust þurftu að leggja sér mannakjöt til munns til þess að lifa af. Myndin verð- ur undir stjórn Franks Marsh- all sem leikstýrði Arachnopho- bia sem gerð var árið 1990 og sló rækilega í gegn. LOKSINS LíTUR EDDIE MURPHY AFTUR AÐ SÉR KVEÐA Eddie Murphy, sem þegar er byrjaður að leika í Beverly Hills Cop III, leikur líka í gam- anmynd sem heitir á frummál- inu Boomerang. Mynd þessi er byggð á hugmynd Eddie Murphy sjálfs. Leikur hann markaðssérfræðing í snyrti- vörugeiranum, náunga sem leikur sér að konum. Ekki líður á löngu þar til hann eignast kepþinaut af veikara kyninu - sem þó reynist af sterkara kyni. Robin Giv- ens (A Rage in Harlem) leikur hörkukvenmann sem gefur per- sónu Eddie Murphy ekkert eftir. Persónan, sem Eddie Murphy túlkar, verður svo hrifin af keppinaut sínum að hann verður smám saman máttvana af ást og er tilbúinn að gera allt fyrir per- sónu Robins Givens. Popp- gyðjan seiðmagnaða Grace Jones fer líka með hlutverk í myndinni. MARCELLO MASTROIANNI ítalski leikarinn Marcello Mas- troianni (i fyrsta sinn í amer- ískri mynd) leikur í myndinni Used People). Auk hans leika í myndinni Shirley MacLaine (Postcards from the Edge), Jessica Tandy (Driving Miss Christian Slater í nýjum spennutrylli, Kuffs. Ungstirnið Christian Slater lætur ekki deigan síga. Hann leikur nú í nýjum löggutrylli sem heitir Kuffs. Myndin greinir frá einkaspæjara sem er myrtur. Þá kemur til kasta Slaters sem leikur bróður hins myrta. Tekur hann að sér einkaspæjarastarfið til að hafa hendur í hári morðingjans. Myndin verður sýnd í Laugar- ásbíói. Hin seiömagn- aöa Grace Jones. FRAMHALD AF BLS. 54 FRÉTTIR ÚR KVIKMYNDA- BRANSANUM Daisy) og Kathy Bates (Mis- ery). Marcello leikur mann sem hefur elskað persónu Shirley MacLaine í 23 ár. Þetta tjáir hann henni þegar hún fylgir eiginmanni sínum til grafar. Jessica Tandy leikur móður hennar. NÝ MYND MEÐ RICHARD GERE Richard Gere leikur í myndinni Mr. Jones. Þetta er ástar- mynd og fjallar um mann sem fær ranga sjúkdómsgreiningu og er sendur á hæli. Sænska Sænska leikkonan Lena Olin er búin að hasla sér völl í Bandaríkjunum. leikkonan Lena Olin (The Un- bearable Lightness of Being, Havana) leikur lækni sem gerir sér grein fyrir þessu og lætur flytja sjúklinginn á almennan spítala þar sem hann fær við- eigandi meöul sem lækna hann. Lena Olin veitir honum líka líkamlega aðstoö. Ástar- leikir hefjast á spítalanum og rómantíkin á sér engin takmörk. HIN VILLTA NIKITA Franska blómarósin Anne Parillaud leikur í blóðsugu- grínmyndinni Innocent Blood. Þetta er fyrsta banda- ríska bíómyndin hennar en við sáum hana síðast á hvíta tjaldinu í Háskólabíói fyrir einu ári. Þar lék hún villtan og óstýrilátan leigumorðingja sem vann skuggaverk fyrir franska ríkið. Robert Loggia og Anthony LaPaglia leika með henni í Innocent Blood. Leikur Anne Parillaud fallega blóðsugu sem dýrkar ítalskan mat - eða réttara sagt ítalskt mafíublóð. Söguþráðurinn lof- ar góðu. NÝJA MYNDIN HANS WOODY Woody Allen hefur enn og aftur látið að sér kveða enda líður ekki langur tími milli mynda hjá honum, yfirleitt ekki nema eitt ár. Það þykir ótrúleg- ur árangur hjá leikstjóra. Til að mynda líða sjö ár eða meira hjá Stanley Kubrick. Nýja kvik- myndin hans Woody Allen heitir Shadows and Fog. Úr- valslið leikara er [ myndinni. Má nefna Miu Farrow (auðvit- að), John Malkovich (Shelt- ering Sky, Object of Beauty), Lili Tomlin (Big Business), John Cusack (True Colors, The Grifters), Jodie Foster og Madonnu. Með þessari mynd hefur Woody Allen sagt skilið við Orion kvikmyndafyrirtækið sem hefur framleitt flestar kvikmyndir hans. Sögusagnir segja að Orion sé í miklum fjárhagskröggum. Næsta mynd Woody Allen verður því framleidd af Tri Star kvik- myndafyrirtækinu. Shadows and Fog verður sýnd í Há- skólabíói áður en langt um líður. LETHAL WEAPON III Danny Clover og Mel Gibson eru að klára að leika í mynd- inni Lethal Weapon 3 þar sem þeir berjast við spilltan lögreglumann sem selur mafí- unni vopn. Ekki nýstárlegur söguþráður það en áhættu- atriðin þykja víst glæfraleg og vel útfærð. Myndin verður sýnd í kvikmyndahúsum Árna Samúelssonar seinna á árinu. ÆVINTÝRI MARKS TWAIN í NÝJUM BÚNINGI Leikarar House Party mynd- anna leika í nútímauppfærslu af ævintýrinu The Prince and the Pauper (Prinsinn og betl- arinn) sem byggt er á sögu eft- ir Mark Twain. Nýja útgáfan greinir frá ungum snillingi sem skiptir um gervi við þjóf sem er mjög sviplíkur honum. Larry Fishburne í nýrri mynd, Deep Cover. LARRY FISHBURNE í DULARGERVI Leikarinn Larry Fishburne (School Daze, The Boys in the Hood) fer með hlutverk í Deep Cover. Þar leikur hann vand- ræðalöggu sem berst gegn mögnuðu eiturlyfjagengi frá Kolumbíu. 66 VIKAN 4. TBl. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.