Vikan


Vikan - 20.02.1992, Blaðsíða 18

Vikan - 20.02.1992, Blaðsíða 18
Frh. af bls. 16 skítt með afleiðingarnar. Hrúturinn er fullur keppnisanda, berst fyrir því sem hann vill fá og stendur fast á sínu í óvinveittum heimi. Hrútur- inn er ráðríkasta merkið. Þó sigur kalli á gleði- bros tekur Hrútsfólk ósigri verr en nokkurt ann- að merki. Ekkert lýsir sigurgleðinni betur en Hrúturinn, tákn merkisins. Hornin eru ekki til skrauts. Þau tryggja að einungis sterkustu hrútarnir lifi af. Hrúturinn er opinn og þráir athygli. Hann reikn- ar með þvi að gefa skipanir og að þeim sé hlýtt. Hinir veikari brotna í þessari samkeppni. Þeim sem gengur vel eru hylltir og komið er fram við þá sem hetjur. í heimi Hrútsins er eng- inn með nema til að sigra. Þetta er líka raun- sær heimur, þar sem hlutirnir eru framkvæmd- ir. Hrúturinn er ekki húsdýr og ekki eru þetta viðkvæmar verur. Kynmök eru þeim oft ekkert annað en líkamleg skemmtan þar sem mjúkar, Bændur hafa ávallt átt allt sltt undlr veðri og vindum. Árstíðirnar leika stórt hlutverk og afstaða himintungla. Þessi mynd er úr þýsku bændaalmanaki fornu. innri tilfinningar eru ekki fyrir hendi. Sem dæmi um slíkan Hrút má nefna kynrisann Warren Beatty en yfirlit yfir þekktar ástkonur hans undanfarinn aldarfjórðung, ásamt myndum, þakti sextán síður í herraritinu GQ á dögunum. Það sýnir dæmigerðan drifkraft Hrútsins að bæði Hrútsmenn og konur lifa í heimi karla. Hrútar forðast mjúk leikföng og allt sem er of þægilegt. Þeir stæra sig af sjálfstæði og glata oft vináttu vegna þess að þeir geta ekki mætt fólki á miðri leið. Pláneta Hrútsins er Mars. Forfeðrum okkar þótti hinn Ijósrauði litur Mars minna á blóð og þeir nefndu plánetuna stríðsguðinn. Það er áhrifamikil samlíking - Mars er fulltrúi harð- neskjunnar. í dag göngum við þó skrefi lengra og segjum rauðu plánetuna tákna viljastyrk, fastheldni og hugrekki. Án hennar væru engir neistar í lífinu. OPIÐ OG EINLÆGT Ljónið er stöðuga eldmerkið. Stöðugu merkin leita varanleika og vilja fastan persónulegan stfl. Það sama gildir oft um skoðanir þeirra. Þau eru þrjósk og óhagganleg í öllu sínu eðli og æði. Þau eru einnig viljasterk og eru oft köll- uð valdamerki. Ljónið hefur það orðspor að vera ráðríkt enda er það opið og einlægt og lít- ið gefið fyrir að fela vilja sinn og ætlunarverk. Stöðugu merkin eru að öllu jöfnu trygglynd og eiga erfitt með að breyta sér. Þeim hættir því til að festast, bæði í jákvæðu og neikvæðu fari. Ljón virðast stundum mikil með sig en eru í raun hlý og gjafmild. Þau njóta sakleysis og ferskleika, barna og dýra að leik. Ljónin eru líka barnaleg og verða aldrei fullorðin. Þau elska smáatriðin sem gera lífið ánægjulegt, eins og til dæmis ástina. Þau eru munúðarfull og vilja láta dekra við sig en þau geta líka gefið mikla hlýju á móti. Það er dapurt Ljón sem end- ar daginn eitt því Ljón þarfnast hlýju. Fái þau hana mala þau eins og kettir. Allur mikilfengleiki, skemmtanir og hóglífi höfðar til Ljóna og þau dást að einræðisherrum á við Ljónin Napóleon og Mussolini. Ítalía er undir stjórn Ljónsins og þar er að finna alla þá einlægni og hlýju sem sögð er tengjast Ljón- inu. Þar finnst hinn fullkomni Ljónslífsstíll. Pláneta Ljónsmerkisins er sólin og af „stórum" og skínandi erlendum Ljónum má nefna Arnold Schwarzenegger, kött sem eng- inn skyldi stríða, Madonnu sem getur ekki stig- ið út úr sviðsljósinu og hinn miðaldra Mick Jagger sem leikur sér að því að skjóta helm- ingi yngri söngvurum ref fyrir rass. LÍFSFJÖR, TÆKIFÆRI OG GLAÐVÆRÐ Bogmaður er breytilega eldmerkið. Breytilegu merkin eru sveigjanleg og opin fyrir nýjum möguleikum en getur skort festu og úthald. Einnig er sagt að þau séu merki þekkingar og lærdóms. Ekki er ólíklegt að það sé vegna þess að þau eru forvitin og reynsluheimur þeirra verður því fjölbreyttur með tímanum. Júpíter er pláneta Bogmannsins. Væru allar plánetur, loftsteinar, tungl, smástirni og hala- stjörnur settar saman í stóran bolta myndu þær samt ekki ná efnismassa „konungs guð- anna“ - Júpíters. Stjarnspekianda plánetunn- ar er einmitt best lýst með þessari stærðarlýs- ingu. Júpíter er táknrænn fyrir lífsfjör og höfð- ingsskap, tækifæri og glaðværð. Á dýpsta stigi er hann fulltrúi trúar, það er að segja trúar á líf- ið fremur en trúar á guðfræðilega afstöðu ann- arra. STEFNT TIL STJARNANNA Gunnlaugur Guðmundsson stjarnspekingur sagði eitt sinn um eldmerkin að við vildum gjarnan láta þau skemmta okkur en ekki leyfa þeim að stjórna landinu. Skemmta okkur, já. I eldmerkjunum er vissulega mikil þéttni skemmtikrafta og fólks í skemmtanaiðnaðin- um. Nefnum fyrst Ólaf Laufdal sem hugsan- lega hefur stuðlað hvað mest að skemmtunum landans undanfarinn áratug, Rósu Ingólfsdótt- ur, Dóru Einars, sem stuðlar að breyttu um- hverfi með opinskáu slúðri á Bylgjunni um þessar mundir, Heiðar Jónsson, sem alltaf læt- ur það eitthvað heita, Jón Óttar Ragnarsson, Siggu Beinteins, Diddú og Thor Vilhjálmsson, öll í Ljónsmerkinu. Það ber oft töluvert á fólki með tungl i Ljóni og meðal þess má nefna Albert Guðmundsson sendiherra, Arnar Jónsson og Flosa Ólafsson, Henný Hermanns og Lindu Pé og þá Hallbjörn Hjartarson og Jóhann Hjartarson. Með hugsun í Ljóni eru meðal annarra kven- skörungarnir Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Salóme Þorkelsdóttir og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir úr stjórnmála- geiranum en þar að auki skartar Merkúrljóna- listinn Bryndísi Schram, Dóru Einars, Helgu Bachmann og Sigrúnu Hjálmtýsdóttir. ( Hrútnum finnum við söngvarana Björgvin Halldórsson, Eyjólf Kristjánsson og Megas, fjölmiðlamennina Boga Ágústsson, llluga Jökulsson, Jón Múla Árnason og Styrmi Gunn- arsson, ritstjóra. Einnig er þar að finna Jón Sigurðsson ráðherra, Jónínu Ben íþróttafræð- ing og Tómas Tómasson í Hard Rock, auk frú Vigdísar eins og áöur sagði. Þær Bergþóra Árnadóttir og Diddú skarta báðar tungli í Hrúti en hugsun (Merkúr) í Hrúti hafa meðal annarra seir Jakob Magnússon og Jón Páll Sigmars- son. Bogmenn tefla fram sínum sterkasta skemmtikrafti í Hemma Gunn en í þvi merki er einnig að finna Þráin Bertelsson kvikmynda- gerðarmann, Ágústu Johnson og Báru Magn- úsdóttur djassballettkennara. Bryndís Schram, sem reyndar er Krabbi, er eigi að síður dæmi- gerður Bogmaður. Hún hefur tilfinningar, hegðun og framkomu í Bogmanni, það er að segja tungl og rísandi. Bryndís er frjálsleg og óþvinguð og á til að segja ýmislegt sem ekki er alltaf jafnhepþilegt. Það er einmitt eitt af ein- kennum Bogmannsins. Geir Hallgrímsson var Bogmaður með tungl í Steingeit. Hann var því alvörugefnari en Hemmi Gunn en störf hans voru hins vegar jafnfjölbreytt. Meðal skemmtikrafta með tungl í Bogmanni eru fyrrum félagarnir Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson, lengi liðsmenn skemmtilegustu hljómsveitar landsins, Örn Árnason, af skemmtilegustu fréttastofu landsins og hetju- tenórinn Kristján Jóhannsson, hvers frægð teygir sig langt út fyrir hefðbundna viðmiðun. HIN HRÁA, FRUMSTÆÐA LÍFSHVÖT Hugrekki er aðalsmerki Hrútsins! Hrúturinn, tákn Hrútsmerkisins, er grimmur og óttalegur og þannig lítur orka hans út utan frá. Innan frá séð er hún öðruvísi. Ekki hrútur heldur ný- fæddur þröstur, tveggja daga gamall, rétt kom- inn úr skelinni, í heimi fullum af verum sem líta á hann sem æti. Hrökklast hann undan? Nei - litli fuglinn blakar snubbóttum vængjum, skrækir i sífellu og krefst tilveruréttar síns. Þannig er Hrúturinn: hin hráa, frumstæða lífs- hvöt. Hugrekki er skringileg dyggð - það þarf aö hræða hana í fólk. Hrúturinn getur valið sér áhættu- og ævintýralíf eða líf þar sem hvað rekur annað. Sé því fyrrnefnda hafnað öðlast hann hið síðarnefnda. ELDSNEYTI VIÐUR- KENNINGARINNAR Þegar við heyrum orðið „ljón“ hugsum við „óttalegt". En farið í dýragarð og lítið á konung dýranna. Þarna liggur hann, með annað augað opið, tignarlegur ásýndum. Hann veit að hann er konungurinn. Hann þarf ekki að gera veður út af því. Ljón geisla af hljóðu sjálfstrausti, rétt eins og fólk í Ljónsmerkinu. Ljónum líður best ef þau fá að sýna um- heiminum þá skapandi sjálfstjáningu sem inni fyrir býr, það er að segja ef umheimurinn klappar fyrir þeim! Sá er hængurinn á. Ljónið þarf þakkláta áhorfendur. Það geta verið þús- undir fagnandi manna eða einn aðili sem segir „ég elska þig“. Um viðurkenningu er að ræða á hvorn veginn sem er og hvað Ljónið varðar er viðurkenning eldsneyti framfaranna. Það getur vel verið mikilvæg andleg lexfa að láta ekki stuðningsskort og skilningsleysi hafa áhrif á sig - ekki þó þegar Ljónið á í hlut. Þau þurfa að koma sér upp aðferð við að gefa og þiggja í gleði og leika listir sínar! Og klappi 18 VIKAN 4. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.