Vikan - 20.02.1992, Blaðsíða 31
gekk að hilluröð með ýmsum
vörum og tók að skoða án
þess að skoða nokkurn hlut.
Hann var aðeins að vinna sér
örlítinn tíma, vinna upp kjark til
að framkvæma það sem hver
og einn fjölskyldufaðir hlyti að
þurfa að gera.
Seiðmögnuð angan af ynd-
islegu ilmvatni þrengdi sér upp
í vit hans. - Get ég aðstoðað?
Röddin að baki hans kom hon-
um í hálfgert uppnám. Hann
sneri sér snöggt við. Ein
stúlknanna var komin til að
vera tiltæk.
- Já, ég reikna með því,
stundi hann. Af hverju í
ósköpunum gat þessi fallega
kona ekki verið sjötíu árum
eldri. Þá væri þetta ekkert
vandamál, hugsaði hann og
fór allur hjá sér. - Mig vantar
eyrnapinna af stærstu gerð,
stamaði hann.
Afgreiðslustúlkan varð undr-
anOi á svip. - Af stærstu gerð?
Hvað meinarðu?
- Ég meina eyrnapinna og
hreinsispritt, brjóstainnlegg og
dömubindi af stærstu gerð.
Hann ruddi orðunum út úr sér.
Nú brosti hún skilningsrík. -
Var mamma þín að eiga barn?
Róbert roðnaði. - Nehei,
reyndar kærastan mín, hvísl-
aði hann.
- Til hamingju, hvíslaði
stúlkan. - Er það ekki æðis-
legt, þú svona ungur?
- Jú, ef það væru bara ekki
svona margir fylgihlutir í kring-
um þetta allt saman, ég meina
svona dót. Hann benti á vör-
urnar sem afgreiðslustúlkan
tíndi til fyrir hann.
- Elsku vinur, þetta er nú
minnsta málið. Hún gekk að
afgreiðsluborðinu og tók að
stimpla inn ( kassann. Róbert
greiddi vörurnar taugaóstyrkur
og hraðaði sér út.
Hávær barnsgrátur fyllti litlu
íbúðina þeirra Róberts og
Lenu þegar nýkrýndi faðirinn
skilaði sér heim úr lyfjaversl-
uninni. Hann hirti ekkert um að
taka af sér yfirhöfnina heldur
æddi eins og hver annar bjarg-
vættur inn í herbergið. Lena
stóö við baðborðið og var
greinilega svolítið tauga-
óstyrk. Litli strákurinn þeirra lá
allsber á borðinu og baðaði út
höndum og fótum, eldrauður í
framan af áreynslunni sem
þessi líka litlu hljóðin höfðu i
för með sér. Hann var ekkert
sáttur við að vera svona ber
og mótmælti því kröftuglega.
Kuldatrekkur kom með Róbert
inn í herbergið. Barnið tók eins
konar ímynduð bakföll og
saup hveljur.
- Ertu brjálaðurl! öskraði
Lena. - Þú mátt aldrei koma
svona kaldur nálægt barninu.
Róbert varð sár. Lena þurfti
ekki að öskra þegar hún talaöi
til hans. Hann sneri sneyptur
fram aftur.
- Róbert minn, kallaði Lena
á eftir honum. - Ég ætlaði ekki
að vera svona leiðinleg við
þig, ég varð bara taugaóstyrk
þegar hann fór að gráta svona
mikið. Róbert svaraði ekki,
fannst augnablik eins og hon-
um væri ofaukið. Hann fór úr
skónum og jakkanum daufur í
bragði. - Róbert minn, kallaði
Lena biðjandi. - Viltu koma
með eyrnapinnana og hreinsi-
sprittið og hjálpa mér svolítið.
Hann tók pinnana og sprittið
hangandi hendi úr pokanum
og gekk inn til Lenu. Litli strák-
urinn gaf enn ekkert eftir, hafði
frekar sótt í sig veðrið ef eitt-
hvað var. - Get ég nokkuð
gert? spurði Róbert afundinn.
— Já, auðvitað getur þú
það, ástin mín. Lenu leið illa
vegna framkomu sinnar. -
Taktu um hendurnar á honum
syni þínu svo hann verði nú
ekki svona öryggislaus.
- Nú? Nægir honum ekki
lengur lyktin af þér? Róbert
var ekki sáttur við Lenu. Hann
gekk að barninu og tók um
granna, fingerða handleggi
þess og lokaði mjúklega í
greip sinni. Litli drengurinn
þagnaði og læsti litlum fingrum
utan um þumalfingur föður
síns. Stór, skær augun gerðu
sitt allra besta til að greina
þetta ferlíki sem bograði yfir
honum og gaf frá sér - þetta
lika öryggi. Róbert leit stoltur á
Lenu. Það var þá ekki annað
sem hann þurfti en að komast
í snertingu við pabba sinn.
Lena vildi ekki gera lítið úr
liðsinni Róberts, sannleikurinn
var líka sá að hún var miklu ör-
uggari að hafa hann hjá sér.
Róbert fann hversu ótrúlega
fast drengurinn hélt um þumal-
fingur hans.
- Rosalega ætlar hann að
verða sterkur, þessi gaur.
Hendurnar á honum eru eins
og skrúfstykki. Hann leit stoltur
framan í soninn. -Og kolrang-
eygður, bætti hann við á-
hyggjufullur.
Lenu var skemmt. - Hann
hefur bara ekkert vald á aug-
unum ennþá, sagði hún hug-
hreystandi.
- Úff, hvaða lykt er þetta
eiginlega? Ætlar þú að fara að
þvo honum upp úr spritti?
Lena hélt á sprittglasinu og
dýfði eyrnapinna á kaf í glasið.
- Ég þarf bara að hreinsa á
honum naflann. Hún hélt stúf-
inum af naflastrengnum milli
þumalfingurs og vísifingurs og
hreinsaði af mikilli natni.
- Þú gast nú sleppt mér við
þetta, Lena mín. Ég er ennþá
með gæsahúð eftir að hafa
klippt á strenginn þegar strák-
urinn fæddist.
- Þetta er miklu minna mál,
Róbert minn, enda bara daga-
spursmál hvenær hann dettur
af. Róbert leit framan í Lenu. Á
grettunni í andliti hennar gat
hann séð að henni var þetta
ekki eins Ijúft og hún lét.
Að fáeinum mínútum liðnum
var þessi þolraunin afstaðin,
litli guttinn komin í föt með öllu
tilheyrandi og dúðaður í
sængina. Lena settist á hjóna-
rúmið og lagði barnið á brjóst.
Róbert settist við hlið hennar
og horfði hugfanginn á þau
mæðginin.
Fyrstu sporin höfðu verið
tekin, spenna undanfarinna
daga og ekki hvað síst þessa
dags var nú yfirstigin. Lena
lagði litla drenginn aftur í
vögguna er hann hafði drukkið
nægju sína. Róbert hafði látið
undan værðinni sem á hann
sótti og lá nú þvert yfir rúmið
steinsofandi. Lena breiddi um-
hyggjusamlega yfir hann og
lagðist síðan við hlið hans.
Hún gerði sig svo smáa sem
hún gat og hjúfraði sig upp að
honum. Á augnabliki var hún
líka steinsofnuð. Þetta hafði
verið alveg dásamlegur dagur
þrátt fyrir fylgifiska frumburð-
arins. □
4.TBL. 1992 VIKAN 31