Vikan


Vikan - 20.02.1992, Blaðsíða 40

Vikan - 20.02.1992, Blaðsíða 40
NÝALDARSAMTÖKIN MEÐ NÁMSKEIÐ: SJÁLFSRÆKT Fékk þetta orð ykkur til að stansa augnablik og forvitnast um hvað hér væri á ferð? Einmitt það kom fyrir okkur hérna á Vikunni þegar við rákum augun í auglýsingu í Morgunblaðinu þar sem auglýst var námskeið í sjálfsrækt á vegum Nýaldarsamtakanna. Við hringdum í Guðrúnu G. Bergmann, sem er leiðbeinandi á námskeið- inu, og mæltum okkur mót við hana í verslun hennar, Betra lífi á Laugaveginum, til að fá frekari upplýsingar um hvað það er sem hún kallar sjálfsrækt. Guðrún var við af- greiðslu þegar okkur bar að garði svo okk- ur gafst tækifæri til að líta aðeins á vöruúrvalið í versl- uninni. Þegar við skoðuðum bókaúrvalið og annað það sem þar er selt fannst okkur að flest þarna inni væri leið- beinandi fyrir fólk sem er að vinna í sjálfu sér eða andleg- um málum. „Já, það er rétt,“ segir Guð- rún brosandi. „Ég hef lagt ríka áherslu á að vera með gott úrval af bókum fyrirfólk sem er að stunda sjálfsrækt og vinna í andlegum málum. Hvort tveggja er náskylt en ég legg þá merkingu f sjálfsrækt að það sé sú vinna sem hver og einn vinnur í sér sjálfum, það er við ræktun á eigin garði. Við búum í efnisheiminum og til að ná einhverjum árangri í þroska þar þá þurfum við að vinna úr eigin reynslu, læra á persónu- leikann sem er það starfstæki sem við höfum, temja okkur aðferðir til að ná árangri í starfi og einkalífi, vinna markvisst að þeim breytingum sem eru mögulegar og í sumum tilvik- um að brjóta af okkur viðjar vanans. Það reynist oftast erf- iðast." - Hvernig byggir þú þessi námskeið þín upp? „Þau eru bæði í fyrirlestra- formi og einnig í verkefnum sem þátttakendur leysa. Hluti af tímanum fer í umræðuhópa og þar koma oft fram mörg mjög athyglisverð atriði sem viðkomandi einstaklingar eru í mörgum tilvikum aö horfast í augu við í fyrsta skipti, jafnvel þótt þeir séu komnir yfir fimmtugt. Námskeiðið stendur yfir f fjögur kvöld, þrjú kvöld fyrri vikuna og eitt þá síðari, og á hverju af þessum fjórum kvöldum er unnið í þrjá klukku- tíma. Við vinnum fyrst og fremst að sjálfsþekkingu, auknu sjálfsmati og því að ein- staklingurinn læri að bera virð- ingu og láta sér þykja vænt um sjálfan sig. Með því er ekki átt við sjálfselsku, það er að sjá ekkert annað en sjálfan sig, heldur að efla sanna væntum- þykju í eigin garð. Það er nefnilega ekki hægt að láta sér þykja virkilega vænt um ein- hvern annan fyrr en manni þykir vænt um sjálfan sig. í mínum huga eru þetta þau meginatriði sem við þurfum aö vinna að til að undirstaðan, það er við sjálf, geri okkur kleift að auka andlegan þroska okkar." - Hvaða reynslu hefur þú að baki til að geta kennt þessi fræði? „Mér finnst ég nú fyrst og fremst hafa tekið mörg próf í „Iffsins skóla“ og auðvitað kemur sú reynsla inn í allt sem maður gerir. Að auki hef ég kynnt mér margar stefnur í gegnum bækur og námskeið erlendis. Undanfarin tvö ár hef ég verið í brófaskóla í Eng- landi, þar sem ég hef lært dá- hugsun (hypnothink) sem er aðferð til að beita huganum við að ná fram breytingum og árangri í lífi okkar. Ég hef bæði heimsótt kennarann á þessu tímaþili og hann einnig dvalið hér í vikutíma. Ég er mjög ánægð með árangur námsins, sem ég sé best í eig- in lifi. Ég á mér einnig kennara meöal Seneca-indíána í Bandaríkjunum. Það er „Grandmother" Twylah Nitsch. Hún er mjög þekkt í Bandaríkjunum og hefur stundað sína kennslu síðan hún var ung kona en hún er 78 ára gömul. ( upphafi sótti ég hjá henni námskeið, var síðan send heim með heimaverkefni og fór síðan til hennar aftur. Eftir að hún hafði yfirfarið heimavinnuna mína var ég vígð inn í leiðbeinandahópinn hennar en hann kallast Wolf Clan Teaching Lodge. f hon- um eru mörg hundruð manns um víða veröld og má þar meðal annars nefna heims- þekkta rithöfunda eins og Lynn Andrews (Medicine Woman, Jaguar Woman o.fl.) og Jamie Sams (Midnight Song, Medicine Cards, Sacr- ed Path Cards) sem báðar halda reglulega námskeið víðs vegar um Bandaríkin. Undirstaðan í fræðum „Grand- mother" Twylah er sjálfsþekk- ing, það að við skynjum eigin orku og hvernig við getum not- að hana. Hún leggur ríka áherslu á að einstaklingurinn öðlist aukna sjálfsvirðingu og sjálfsmat til að hann eigi auð- veldara meö að takast á við líf- ið í efnisheiminum. Á táknmáli indíána er úlfur- inn talinn brautryðjandi og leiðbeinandi og flest okkar sem tilheyrum Wolf Clan Teaching Lodge erum leið- beinendur á einn eða annan hátt. Þótt fræði Twylah séu ekki kennd staf fyrir staf eru þau alltaf með sem ívaf. Þegar ég var vígð inn í Wolf Clan Teaching Lodge var mér gef- ið nafnið „Hún sem kemur með visku sannleikans" og ég vona sannarlega að ég geti staðið undir nafni. Eftir að ég skildi við „Grandmother" Twyl- ah í maí á síðasta ári hef ég reglulega samband við hana sfmleiðis og hún sendir mér stöðugt ný námsgögn til að ég geti bætt við þekkingu mína.“ - Er þá námskeiðið þitt byggt upp samkvæmt ann- arri hvorri aðferðinni sem þú hefur verið að læra eða hefur þú þróað þína eigin aðferð? „Ég hélt nokkur námskeið á síðasta ári og mín eigin aðferð hefur smám saman verið að mótast. Að sjálfsögðu byggi ég á þeirri þekkingu sem ég hef fyrir en ég vil gjarnan blanda saman því sem ég tel vera það besta af því sem ég hef lært. Ég tel mig því koma út með námskeið sem er ein- stakt. Þo er eitt á námskeiðinu mínu sem kemur óbreytt frá „Grandmother" Twylah. Það er persónuleikalitakort sem við vinnum. Litirnir tengjast þá eiginleikum okkar og þegar ég ber litakortin saman við til dæmis stjörnukort eða grein- ingu samkvæmt Mikael- fræðunum er útkoman mjög lík þannig að persónuleikinn skilar sér í gegnum litina." - Hvernig gengur að fá fólk til að stunda sjálfsrækt? „Það er mjög misjafnt og á svona námskeiði er auðvitað einungis hægt að kenna að- ferðir sem hver og einn verður síðan að „nota“ til að þær skili árangri. Við vinnum verklegar æfingar meðan á námskeiðinu stendur en hin eiginlega verk- lega vinna tekur fyrst við þegar því lýkuir. Fólk er stundum hrætt við breytingarnar, jafnvel þó það dauðlangi til að breyta lífi sínu. Það er líka töluvert mál að taka allt í einu full- komna ábyrgö á eigin Iffi. Ekki má gleyma því að öryggi van- ans hefur gífurleg ítök og þó ég sjálf hafi stundað meðvit- aða sjálfsrækt í þrjú til fjögur ár finnst mér ég enn falla til baka í vanann af og til. Munur- inn í dag er bara sá að nú er ég meðvituð um það þegar þaö gerist og get breytt því ef ég vil.“ □ 40 VIKAN 4. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.