Vikan


Vikan - 20.02.1992, Blaðsíða 25

Vikan - 20.02.1992, Blaðsíða 25
erum langt á undan öllum öör- um hvaö tækjabúnað varðar enda hef ég gengist upp í því að vera ekki að elta ólar við alla þessa skrifræðismenn heldur reynt að útvega þau tæki sem nýjust og best eru á hverjum tíma. Það má líka geta þess að lögreglustjórinn okkar hérna, Ásgeir Péturs- son, hefur sýnt þessum mál- um mikinn skilning. Hann gerir sér grein fyrir nauðsyn þess að lögreglan fylgi samtíð sinni.“ I þessum töluðum orð- um bendir Guðmundur á nokkra hvíta kassa sem inni- halda fullkomnustu gerð af fíkniefnaprófum sem hægt er að nota á vettvangi við úrskurð á því hvort um fíkniefni og neyslu þeirra hafi verið að ræða. DULARFULLA KYNSLÓÐARHVARFIÐ „Síðan hlýtur eitthvað aö vera bogið við það þegar þeim fækkar alltaf sem eru úti með- an þeim fjölgar sem inni eru. Ég held að það brjóti í bága við grundvallarhugsunina. Það þykir voðalega merkilegt núna þegar yfirmennirnir í Reykja- vík eru komnir út á götu. Þann- ig hefur þetta alltaf átt að vera en það er eins og menn eigi alls ekki að gera neitt eftir að þeir eru orðnir yfirmenn. Síðan hljóta allir að hafa séð að heil kynslóð hvarf innan lögregl- unnar. Lögreglumenn á mín- um aldri sjást ekki á götunni, eru bara týndir inni á skrifstof- um. í því sambandi er fyrst og fremst yfirmönnum lögregl- unnar um að kenna enda eiga þeir að vera fremstir í flokki í að útvega nýjan búnað og finna upp á nýjungum í starf- inu. Auðvitað ætti dómsmála- ráðuneytið að taka þátt í því og reyndar gegna þar forystu- hlutverki í staðinn fyrir að vera oftar en ekki eins og and- stæðingur okkar. Þaðan ættu nýjungarnar vitaskuld að streyma til okkar en ekki öfugt eins og nú er.“ Guðmundur H. Jónsson hefur hér lýst ákveðnum skoðunum sínum og hefur leitt okkur fyrir sjónir hliðar á em- bættunum og störfum þeirra sem alls ekki eru bjartar. En hann kennir nú umferðarlög og reglur í lögregluskólanum og ef til vill eigum við þvf eftir að sjá fleiri lögreglumenn á ferðinni án þess að tilefni sé talið til aö geta þess í fréttum. Að minnsta kosti virðist marg- ur borgarinn sammála Guð- Guðmundur og margir samtíðarmenn hans f lögregluskólanum voru spenntir fyrir því að komast á hjól. Draumurinn rættist og hér er hann lengst til vinstri, nýútskrifaður af hjólanámskeiðl. mundi í þessu enda hafa les- endasíður dagblaðanna marg- oft birt bréf og upphringingar óánægðra borgara sem vilja sjá meira til lögreglunnar. Hann vill auk þess að lög- reglumenn auki sér víðsýni, þeir kynni sér sem mest og fari sem víðast. Þannig sé lögregl- an í takt við tíðarandann og þeim tækjum og aðferðum búin sem fremstar eru taldar í flokki, ekki bara á íslandi heldur um heim allan. Það er vonandi framtíðin. Þau loka- orð Guðmundar, að menn verði að gera sér grein fyrir því að lögreglan var stofnuð fyrir borgarann en ekki lögreglu- mennina, eiga hér vel við. Og hann bætir við: „Það er eins og sumir hafi gleymt því.“ ÚTSÖLUSTAÐIR í REYKJAVÍK: Hygea, Austurstræti 16 • Topptískan, Aðalstræti 9 Regnhlífabúðin, Laugavegi 11 • Soffía v/Hlemmtorg Ingólfsapótek, Kringlunni • Nana, Lóuhólum 2-6. ÚTSÖLUSTAÐIR UTAN REYKJAVÍKUR: Snyrtihöllin, Garðabæ • Snyrtilínan, Hólshrauni 1b, Hafnarfirði Annetta, Hafnargötu, Keflavík • Sætúnskaffi, Stöðvarfirði Stjörnuapótek, Akureyri • Díana, Ólafsfirði Rangár-Apótek, Hellu og Hvolsvelli ■ COLOUR & TEMPTATION J UYENA O F SWITZERLAND VOR-SUMAR'92 4. TBL.1992 VIKAN 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.