Vikan


Vikan - 20.02.1992, Blaðsíða 54

Vikan - 20.02.1992, Blaðsíða 54
TEXTI: ANDERS PALM / ÞÝÐING: HJS HVER ER MAÐURINN? Reyndu sjálfan þig sem rannsóknarblaðamann eða rannsóknarlögreglu- mann. Með því að lesa um lífshlaup viðkomandi persónu og nota um leið þekkingu þína og hyggjuvit ættir þú með tiltölulega léttum leik að komast að því um hvaða karl - eða konu - er að ræða. Teikning af vang- svip viðkomandi persónu fylgir með æviágripinu. Vélarbilun! Vörubíllinn stóð á miðjum veginum þar sem hann liggur yfir járnbrautar- teinana. Af hverju þurfti hann endilega að gefa upp öndina hér? Hann vissi að hann var í bráðri lífshættu, hann heyrði niðinn í lestinni sem nálgaðist móð og másandi á miklum hraða. í fátinu kom honum til hugar að reyna að ræsa vélina á nýjan leik. Hann snýr lyklin- um og bíllinn hrekkur örlítinn spöl áfram án þess að vélin fari í gang. Með því aö endur- taka sama leikinn nokkrum sinnum án afláts hrekkur vöru- bíllinn nokkurn spöl áfram - en ekki nægilega langt. Lestin gefur hljóðmerki og það byrjar að ískra í neyöarhemlunum en hún er komin allt of nálægt til þess að geta numið staðar í tæka tíð. Á síðasta rykknum rennur vörubíllinn loks út af teinunum. Lestin brunar fram hjá og strýkst næstum við bíl- pallinn. - Þar munaði mjóu. Þessi saga er aðeins ein af mörgum um ýmislegt sem hann hefur orðið fyrir á lífsleið- inni. Eitt sinn tókst honum á síðustu stundu að koma í veg fyrir að stór og mikill bygging- arkrani fyki um koll í miklu óveðri. Svona lagað var alltaf að koma fyrir hann. KRÖPP KJÖR Hann ólst upp við kröpp kjör. Móðir hans var saumakona og faðir hans byggingaverkamað- ur sem átti sér þann fjarlæga draum að finna upp vélmenni sem kynni að hlaða múrsteina. Öll fjölskyldan bjó í einu litlu herbergi, foreldrar og fjögur börn. Þar hjúfraði hver sig upp að öðrum á köldum nóttum. Geitin, sem fjölskyldan átti, ylj- aði þeim að vetri til og gaf þeim feita og næringarríka mjólk árið um kring. Þegar hann var orðinn sex ára var hann látinn bera ábyrgð á yngri systkinum sín- um og aðstoða foreldra sína við heimilishaldið. Hann var ið- inn í skólanum og honum gekk vel við námið. Að menntaskóla loknum lá leiðin í tækniháskól- ann. Á háskólaárum sínum hitti hann tilvonandi eiginkonu sína, feimna og elskulega stúlku ofan úr sveit. Það var ást við fyrstu sín hjá þeim báðum. Áður en langt um leið var brúðkaupið haldið. Skólafélag- arnir skipulögðu mikla veislu til heiðurs brúðhjónunum og fólk skemmti sér fram til næsta morguns. Ættingjar brúðgum- ans kröfðust þess að fá að halda þeim aðra veislu þar eð þeir gátu ekki verið í gleðskap skólafélaganna. Farið var að óskum þeirra og önnur veisla haldin. Fjölskylda brúðarinnar var fastheldin á gamla siði og krafðist þess að fá að halda sína veislu eins og sómdi for- eldrum brúðar. Þar var meðal annars til siðs að brúðurin hengdi út lakið af brúðarsæng- inni að morgni. Hin nýgiftu vöknuðu upp við hróp og köll að utan. Þar var fjölskyldan saman komin og krafðist þess að fá að líta lakið augum til að geta sannfærst um að brúð- hjónin hefðu eytt nóttinni á við- eigandi hátt. Þau svöruðu því til að ekkert sæist á lakinu þar eö þau hefðu sofið saman tvær brúðkaupsnætur áður. Tæpu ári síðar var fyrsta erfingjans von. Hann hafði vonast til þess að það yrði sonur en þeim fæddist fallegt stúlkubarn sem hlaut þegar nafnið Lena. Nú liðu tvö ár og í annað sinn var von á fjölgun. Nú var hann sannfærður um að það yrði sonur. Honum varð ekki að ósk sinni en var auðvitað jafnglaður þegar önnur stúlkan leit dagsins Ijós. Nú eru báöar dæturnar upp- komnar og barnabörnin orðin nokkur. „STAL RÆÐUSTÓLNUM" Hann hefur sýnt af sér mikið hugrekki og ákveðni við fjöl- mörg tækifæri. Það þarf sterk- ar taugar og þor til þess að standa upp og bjóða fimm þúsund manna samkomu birginn. Hann heyrir til litlum minnihluta á þinginu og situr á meðal öftustu manna, næstum uppi í rjáfri. Þingið hefur staðið yfir í fjóra daga. Hvað eftir annað hefur hann lagt fram skriflega beiðni um að fá að taka til máls en án árangurs. Honum verður smám saman Ijóst að hans er ekki vænst uppi í ræðustól. Hann tekur því til sinna ráða, gengur niður óendanlegar tröppurnar og stefnir að háborðinu í aðal- fundarsalnum. Verðirnir opna fyrir honum hliðið. Hann heldur þátttökuspjaldi sínu yfir höfði sér þegar hann gengur föstum skrefum að ræðustólnum og stígur f pontu. Það verður dauðaþögn í salnum. Hann heyrir hvernig fimm þúsund manns gríþa andann á lofti og bíða þess sem verða vill. Enginn hefur fyrr vogað sér að gera nokkuð þessu líkt, allra augu þeinast að honum. Reynt er með ýmsu móti að koma í veg fyrir að hann láti til sín heyra. Nokkrir þingfulltrúar og verðir reyna að draga hann niður úr ræðustólnum en hann heldur sér sem fastast og hvikar ekki. Loks gefast þeir upp og hann fær að taka til máls. Orö hans vekja ekki bara athygli þings- ins heldur alls heimsins. Nú er hann valdamesti mað- ur lands síns, aðeins lítill minnihlutahópur stjórnmála- manna er á móti honum. Hon- um hefur þegar verið veitt að minnsta kosti eitt banatilræði. Flestir landar hans líta á hann sem sína björtustu von. SJÁ SVAR Á BLS. 66. LAUSN SÍÐUSTU GÁTU Það þarf sterkar taugar og þor til þess að standa upp og bjóða fimm þúsund manna samkomu birginn. + + + + + + + A + 0 + + + Þ + 0 + M + + + + + í> A Ð E R E R F 1 'T' T + Æ + + + + + E L G I R + A F L A G A R + + + + + K L A Ð I N N + + P E Ð + + + + + + K A rp A + ó G E Ð + R + R + + + + + I R + R ó G U R + I D K A + + + + + L + s + B U R + M + + L L + H ó F Þ E K K rp I R + K A S K ó L L A G L E G L A U F + S V i K U R + A N N E S + ó L G A + s A G 0 + A F + N A S S E R + + N E s L U N A + A + + + K L ó + H A L I + R L D U S rp L E S + E S + ö R E N D Æ T I + 6 L A R I + G E N F + G N 0 Ð + N ó R A + + G R U N A R + U + F I N N A + Ð E F T I R + S + A R F I + A + R A + + R A F + S K i R + A + F R A T + F L I Ð T Æ K U + N Æ R V E R U + B 0 + Ð + A R A R + A F T A N + + S A G + L 0 Ð I Ð + 0 R G E L + H L á K A + A R + N A G G + A S + K R Ý L I N A U Ð U G + A + 0 R K A + A Ð A N + + S T E I K U R + G T L + F A R U K + + A F + K L A Ð A + K ö L N + + E B A K S A + I Ð I N N I + B I R K T Þ V E R G I R Ð I N G u rI + R A U M 54 VIKAN 4.TBL.1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.