Vikan


Vikan - 20.02.1992, Síða 49

Vikan - 20.02.1992, Síða 49
Allir þekkja ævintýrið um Mjallhvíti og dvergana sjö en færri kannast við söguna af Snæ- fríði og bræðrunum fjórum. Það voru nemendur í Fjöl- brautaskólanum við Ármúla sem fengu þá hugmynd að endurskapa ævintýrið um Mjallhviti og flytja það á sviði Hótel íslands 20. febrúar, á árshátíðinni sinni. Mjallhvít heitir ekki lengur Mjallhvít heldur Snæfríður en heldur áfram sakleysi sínu og góð- mennsku. Sýningin er óhefðbundin að því leyti að leikendur tala ekk- ert heldur er söguþráðurinn rakinn í formi tónlistar. Lögin í sýningunni eru öll frekar þekkt og ekkert þeirra var samið sér- staklega fyrir sýninguna. Árs- hátíðarnefnd sá um að velja þau lög sem þóttu falla best að sýningunni og má þar á meðal finna lög eins og I bláum skugga sem Stuðmenn fluttu, Light My Fire með Doors, Hjálpaðu mér upp með Ný- danskri og lagið Memory úr söngleiknum Cats eftir And- rew Lloyd Webber. Allir er- lendir textar voru þýddir af ein- um nemanda og kennara skól- ans og má því tala um alís- lenska sýningu. Það er auðséð að það þarf góöa söngvara til að fara með hlutverk í Snæfríði og bræðr- unum fjórum. Heiðrún Anna Björnsdóttir leikur Snæfríði í sýningunni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún syngur á sviði því fyrir utan að hafa tek- ið þátt í uppfærslum á öðrum árshátíðum hefur hún tekið þátt í karaoke-keppninni og söngvakeppni framhaldsskól- anna. - Er þetta erfitt hlutverk? „Já, frekar, en þetta er um- fram allt mjög skemmtilegt hlutverk." - Er sagan af Snæfríði mjög ólíki Mjallhvíti og dverg- unum sjö? „Snæfríður er nútímastúlka sem býr á Arnarnesinu ásamt föður sínum og stjúpmóður. Stjúpan er mjög afbrýðisöm og fær ungan fíkniefnaneytanda til að tæla Snæfríði með sér niður í svaðið. Fikniefnaneyt- andinn kemur Snæfríði í vímu. Þá koma fjórir bræður sem gegna hlutverki dverganna sjö og bjarga Snæfríði. Að lokum snýst fíkniefnaneytandinn til betri vegar, þau Snæfríður verða ástfangin og lifa ham- ingjusöm upp frá því. Fíkni- efnaneytandinn gegnir því í raun bæði hlutverki veiði- mannsins og prinsins í Mjall- hvíti. Sýningin er öll færð í nú- tímaform fyrir utan að ég sem Snæfriður og stjúpa mín erum í mjög ævintýralegum kjólum. Kórinn, sem jafnframt sér um dansinn, er í hlutlausum, svörtum búningum. Sviðs- myndin er öll mjög hrá og ▲ í meðför- um nemenda Ármúlaskól- ans heitir ævintýrið góðkunna „Snæfríður og bræðurn- ir fjórir“. T Um fjörutfu nemendur taka þátt f sýningunni og ekki ber á öðru en þeir skemmti sér vel. byggð upp á byggingarpöll- um.“ - Hvað eru margir þátt- takendur í sýningunni? „Við erum tæplega fjörutíu. Skólameistarinn leikur pabba Snæfríðar en annars eru öll hlutverk í höndum nemenda. Hljómsveitin Upplyfting sér um tónlistina og Helena Jónsdóttir samdi dansana, auk þess sem hún leikstýrir hópnum. Það er mjög mikið lagt í þessa sýningu og er þetta tví- mælalaust langglæsilegasta sýning sem Ármúlaskólinn hefur sett upp.“ □ TEXTI: SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR / MYNDIR: RÓBERT ÁGÚSTSSON

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.