Vikan


Vikan - 20.02.1992, Blaðsíða 49

Vikan - 20.02.1992, Blaðsíða 49
Allir þekkja ævintýrið um Mjallhvíti og dvergana sjö en færri kannast við söguna af Snæ- fríði og bræðrunum fjórum. Það voru nemendur í Fjöl- brautaskólanum við Ármúla sem fengu þá hugmynd að endurskapa ævintýrið um Mjallhviti og flytja það á sviði Hótel íslands 20. febrúar, á árshátíðinni sinni. Mjallhvít heitir ekki lengur Mjallhvít heldur Snæfríður en heldur áfram sakleysi sínu og góð- mennsku. Sýningin er óhefðbundin að því leyti að leikendur tala ekk- ert heldur er söguþráðurinn rakinn í formi tónlistar. Lögin í sýningunni eru öll frekar þekkt og ekkert þeirra var samið sér- staklega fyrir sýninguna. Árs- hátíðarnefnd sá um að velja þau lög sem þóttu falla best að sýningunni og má þar á meðal finna lög eins og I bláum skugga sem Stuðmenn fluttu, Light My Fire með Doors, Hjálpaðu mér upp með Ný- danskri og lagið Memory úr söngleiknum Cats eftir And- rew Lloyd Webber. Allir er- lendir textar voru þýddir af ein- um nemanda og kennara skól- ans og má því tala um alís- lenska sýningu. Það er auðséð að það þarf góöa söngvara til að fara með hlutverk í Snæfríði og bræðr- unum fjórum. Heiðrún Anna Björnsdóttir leikur Snæfríði í sýningunni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún syngur á sviði því fyrir utan að hafa tek- ið þátt í uppfærslum á öðrum árshátíðum hefur hún tekið þátt í karaoke-keppninni og söngvakeppni framhaldsskól- anna. - Er þetta erfitt hlutverk? „Já, frekar, en þetta er um- fram allt mjög skemmtilegt hlutverk." - Er sagan af Snæfríði mjög ólíki Mjallhvíti og dverg- unum sjö? „Snæfríður er nútímastúlka sem býr á Arnarnesinu ásamt föður sínum og stjúpmóður. Stjúpan er mjög afbrýðisöm og fær ungan fíkniefnaneytanda til að tæla Snæfríði með sér niður í svaðið. Fikniefnaneyt- andinn kemur Snæfríði í vímu. Þá koma fjórir bræður sem gegna hlutverki dverganna sjö og bjarga Snæfríði. Að lokum snýst fíkniefnaneytandinn til betri vegar, þau Snæfríður verða ástfangin og lifa ham- ingjusöm upp frá því. Fíkni- efnaneytandinn gegnir því í raun bæði hlutverki veiði- mannsins og prinsins í Mjall- hvíti. Sýningin er öll færð í nú- tímaform fyrir utan að ég sem Snæfriður og stjúpa mín erum í mjög ævintýralegum kjólum. Kórinn, sem jafnframt sér um dansinn, er í hlutlausum, svörtum búningum. Sviðs- myndin er öll mjög hrá og ▲ í meðför- um nemenda Ármúlaskól- ans heitir ævintýrið góðkunna „Snæfríður og bræðurn- ir fjórir“. T Um fjörutfu nemendur taka þátt f sýningunni og ekki ber á öðru en þeir skemmti sér vel. byggð upp á byggingarpöll- um.“ - Hvað eru margir þátt- takendur í sýningunni? „Við erum tæplega fjörutíu. Skólameistarinn leikur pabba Snæfríðar en annars eru öll hlutverk í höndum nemenda. Hljómsveitin Upplyfting sér um tónlistina og Helena Jónsdóttir samdi dansana, auk þess sem hún leikstýrir hópnum. Það er mjög mikið lagt í þessa sýningu og er þetta tví- mælalaust langglæsilegasta sýning sem Ármúlaskólinn hefur sett upp.“ □ TEXTI: SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR / MYNDIR: RÓBERT ÁGÚSTSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.