Vikan - 20.02.1992, Blaðsíða 6
TEXTI: ÞORGEIR ÁSTVALDSSON
KK SPILAR BLUS I BORGARLEIKHUSINU
ÞETTAERMUSIK
- ÞAÐ ER MÁLIÐ
Blús hefur í seinni tíð átt vaxandi vinsæld-
um að fagna hér á landi og margir orðnir
fimir f faginu, einkum gítarleikarar. Segja
má að blúsarar og blússveitir hafi komist í
sviðsljósin eða fengið tækifærin þegar
bjórinn og krárnar komu til sögunnar.
Minni staðir og látlausir hæfa blúsnum vel
og bjór og blús eru heldur ekki óskyldar
fæðutegundir eins og dæmin sanna.
KK eða Kristján Kristjánsson er einn
þeirra gftarleikara sem skotið hafa upp
kollinum f blúsbylgjunni og vakið athygli.
Hljómplata hans, Lucky one, sem gefin var
út á síðasta ári, féll í góðan jarðveg og dá-
góð sala hennar sannar að blús eða blús-
ættuð tónlist er ekki einkaáhugamál fárra
heldur fjöldans ef vel er að verki staðið. Að-
sókn að hljómleikum blússveita á kránum
hefur líka verið góð sé á heildina litið þótt
auðvitað fari það eftir því hverjir eiga í hlut
á sviðinu. Kristján hefur um langan aldur
leikið á gítar svo hér er enginn nýgræðing-
ur á ferðinni. Hann lætur Iftið yfir sér, segir
allt að því feimnislega af sjálfum sér og
gerir ekki mikið úr hlutunum. Hann meira
að segja vill ekki vera kallaður blúsari.
BLÚS OG EKKI BLÚS
„Sjáðu til, það er með mismunandi hætti sem
fólk skilur eða hefur hugmyndir um blús. Það
er heldur ekkert skrítið við það. Blúsinn er til í
ýmsum myndum og mín tónlist er ekki endi-
lega blús. Ég vil heldur ekki vera eins og hvert
annað tískufyrirbrigði þótt auðvitað ráði ég
ekki framvindunni, það er hvernig eða hvar
fólk vill flokka mig sem hljómlistarmann.
Lengst af hef ég alið manninn og spilað einn
eða með hljómsveitum í Svíþjóð og þvælst
víða með gítarinn.
Ég fluttist þangað árið 1977 eftir að hafa átt
heima á íslandi í ellefu ár en fyrstu tíu ár
ævinnar átti ég heima í Kaliforníu í Bandaríkj-
unum. Foreldrar mínirfluttust með fjölskylduna
til (slands árið 1966. Ætli það hafi ekki bara
verið löngun til þess að kanna lífið þarna hand-
an við girðinguna sem varð til þess að ég flutt-
Frh. á næstu opnu
6 VIKAN 4. TBL 1992