Vikan


Vikan - 20.02.1992, Blaðsíða 14

Vikan - 20.02.1992, Blaðsíða 14
VIÐTAL: VALGERÐUR JONSDOTTIR ÓÞÆGILEGT AÐ SJÁ ANDLITIÐ Á VEGGJUM ÚT UM ALLA BORG - SEGIR SÓLVEIG ÁRNADÓTTIR í VIKUVIÐTALI Það telst enn til tíðinda er ný íslensk kvikmynd kem- ur fram á kvikmyndatjaldinu, þó íslensk kvikmynda- gerð hafi nú slitið barnsskónum. Að undanförnu hafa veggspjöld skotið upp kollinum um borgina til aug- lýsingar á nýjustu íslensku kvikmyndinni, Inguló undir leikstjórn Ásdísar Thoroddsen. Það er Sólveig Arnarsdóttir í hlutverki Inguló sem auglýsir myndina og ef vel er að gáð má sjá í Ingvar Sigurðsson sem leikur annað aðalhlutverk myndarinnar. Vikan mælti sér mót við þessa ungu leikara sem eru að stíga sín fyrstu skref í kvikmyndaleik. Sólveig segir það afar óþægilegt að sjá andlit sitt á veggspjöldum um alla borgina enda sé hún helst hætt að fara mikið út fyrir hússins dyr, nema hún komist ekki hjá því. Við hitt- umst á kaffihúsi og Sólveig mætirfyrst. Ingvar kemur skömmu síðar, nýorðinn faðir í annað sinn og að því er virðist enn dálítið undrandi á þeim tímamótum. A Til- finningar Inguló eru svolítið á reiki. Hún átti nótt með útgerðar- manninum sínum að vestan á hóteli í Reykjavík. Þau eru fyrst spurð að því hvort þetta sé fyrsti kvikmyndaleikur þeirra en Ingvar hefur að undanförnu getið sér goft orð sem leikari í leikhúsunum, lék meðal ann- ars Pétur Gaut, leikur Vilja í Jelenu og Tibalt í Rómeó og Júlíu. Sólveig á einnig að baki nokkur hlutverk í leikhúsinu þrátt fyrir ungan aldur en hefur auk þess leikið í útvarpi, sjón- varpi og í Óperunni en hún er svo að segja alin upp í leikhúsi þar sem hún er dóttir hjónanna Arnars Jónssonar og Þórhildar Þorleifsdóttur. Sólveig: Þetta er ekki fyrsta hlutverk mitt í kvikmynd því ég lék dóttur Stellu í myndinni Stella í orlofi. Ingvar: Ég lék í myndinni SLL 25 sem Óskar Jónasson stóð að. Blm.: Og um hvað fjallar svo kvikmyndin Ingaló? Ingvar: Þetta er saga um stelpu sem býr í sjávarþorpi. Hún er frek og óþekk og geng- ur ekki alveg upp i kerfinu ... Sólveig: ... hún er bara dálítið baldin. Ingvar: Einhver sagði að þetta væri pólitísk ástar- saga... Sólveig: Já, er það? Jæja, það má vel vera. Blm.: Leikið þið elskendur í myndinni? Ingvar: Já, ég leik Skúla og það vill svo óheppilega til að hann verður ástfanginn, þó það sé ekki það sem hann hef- ur óskað sér... Blm.: Hann verður sem sagt ástfanginn gegn vilja sínum? Ingvar: Já, hann ætlar sér ekkert með þessa stúlku nema að vera með henni eina nótt en málin þróast á annan veg. Blm.: Og allt endar vel? Sólveig: Það er óræður endir. Blm.: Er þetta íslenska KVIKMYNDIN sem allir hafa beðið eftir? Sólveig: Ef vel tekst til gæti hún lýst lífi í litlu sjávarplássi á raunsæjan hátt. Ingvar: Það er þó svolítið fært í stílinn. Blm: Smávegis skáldskapur í þessu. En hver finnst ykkur munurinn á því að leika á sviði og fyrir kvikmyndatökuvélar? Sólveig: Ég hef ekki næga reynslu til að ég geti úttalað mig um þaö en þetta krefst annarrar tækni. Ingvar: Oftast gerir það það. Það er öðruvísi að leika fyrir myndavélar í stað áhorfenda þvi maður fær engin viðbrögð. Sólveig: Kvikmyndaleikur krefst einnig allt annarrar undirbúningsvinnu. Ingvar: Þegar leikið er á sviði hefur maður skýrari 1 4 VIKAN 4. 7BL 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.