Vikan


Vikan - 20.02.1992, Blaðsíða 58

Vikan - 20.02.1992, Blaðsíða 58
NEWYORK niöur. Þaö auðveldar prófin og er auk þess miklu skemmti- legra. Aö því leyti er Háskóli íslands hugsanlega þyngri en bandarískir háskólar en ekki er þar með sagt að hann sé betri." Heiöa tekur undir þetta og segir aö bandarískir háskólar búi nemendur sína ef til vill betur undir þaö sem tekur viö aö námi loknu. „Hönnunarmarkaösfræöi er nám sem ætlað er til aö gera nemendur að markaðsfræð- ingum meö þekkingu á ýmiss konar hönnun, svo sem hönn- un auglýsinga og ímynd versl- ana. Þetta er í raun sambland af viðskiptafræði og listnámi. Skólinn, sem ég er í, heitir Parsons School of Design og er einnig starfræktur í Los Angeles og París. Parsons er fyrst og fremst listaháskóli og þekktastur fyrir tískuhönn- unardeild sína. Flestir kennar- arnir hafa verið eöa eru aö vinna hjá stórum fyrirtækjum sem eru framarlega á sínu sviði og eru því mjög vel inni í öllu sem er aö gerast. Til dæmis kennir forstjóri Revlon okkur eina grein og svo má lengi telja. Listasaga er hluti af náminu sem ég er í og finnst mér þaö vera mikill kostur aö geta oft séð málverkin sem ég er aö læra um með eigin augum í staö þess aö skoöa bara myndir í bók. Þaö sama má segja um flestar aðrar námsgreinar. Sá sem er til dæmis f arkitektúr getur fariö og skoðað margar af frægustu byggingum heims og séð alls kyns byggingar- stíla. Ef námið snýst um eitthvað sem viökemur fjár- málum er hægt að fara niður á Wall-Street og sjá um hvaö námiö snýst f raun og veru.“ Parsons er einkaskóli og mjög viðurkenndur á sínu sviði. Sif stundar aftur á móti nám í ríkisreknum skóla, Bar- ouch College. Telur hún að kennslan sé jafngóð og í einkaskólum? „Námiö, sem ég er í, er þaö sérhæft aö ég tel þaö ekki skipta neinu máli hvort ég er í einkaskóla eöa ríkisreknum skóla. Kennslan er að mestu leyti sú sama og þaö sama er hægt aö segja um námsefnið. Sérhæft nám eins og Heiða er í er án efa betra að stunda f einkaskólum. Þegar ég kom fyrst til Bandaríkjanna byrjaði ég að læra starfsmannastjórn- un í Connecticut sem er næsta fylki noröan viö New York-fylki. Alþjóðleg viöskipti voru hluti af námsefninu og leist mér svo vel á þau aö ég ákvaö aö skipta alveg um fag og læra alþjóðamarkaðsfræði. Auk þess aö læra almenna markaðsfræði lærum við um þaö sem er að gerast í heimin- um og lærum meira um inn- og útflutningsmál en þeir sem Sif er að læra alþjóðamarkaðs- fræði og Heiða leggur stund á það sem kaiiað er hönnunar- markaðsfræði. Þær eru báðar stúdentar frá Verzlunarskóla íslands. 58 VIKAN 4.TBL.1992 eru í almennri markaðsfræði. Skólinn, sem ég var f, er einkaskóli og því mjög dýr. Ég hafði varla efni á að stunda nám þar og ákvaö þess vegna að fara í ríkisrekinn skóla frek- ar en f einkaskóla þegar ég hætti f starfsmannastjórnuninni og byrjaöi að læra alþjóða- markaðsfræði. Núna nægir námslániö bæði fyrir skóla- gjöldum og leigu á fbúðinni sem ég bý í en þau gerðu það engan veginn á meðan ég var í skólanum í Connecticut. Fyrir bandaríska krakka skiptir miklu máli að komast ( fræga og viðurkennda skóla, svokallaða Ivy League skóla. Þeir sem útskrifast frá Ivy League skólum eiga miklu meiri möguleika á að fá góða vinnu en aðrir í Bandaríkjun- um. Þess vegna skiptir það Ameríkanana miklu máli að komast f viðurkennda skóla. Þar sem ég ætla ekki að búa í Bandaríkjunum í mörg ár hef ég engar áhyggjur af þessu. Margir taka reyndar fyrstu fjögur árin eða svokallað „undergratuate" nám í ríkis- háskóla og fara svo í fram- haldsnám í einhverjum af Ivy League skólunum." Sif og Heiða leigja báðar íbúðir rétt við Columbus- Avenue á. vesturhluta Man- hattan. Er ekki neinum vand- kvæðum háð að útvega sér húsnæði í milljónaborginni? „Jú, það er frekar erfitt að fá leigða góða íbúð í New York. Sif hefur til dæmis lent í mikl- um vandræðum vegna þess og þurft að flytja nokkrum sinnum. Ameríkanar sætta sig við miklu lélegri fbúðir en við. Þeim er oft sama þó að íbúð- irnar séu mjög óþrifalegar og pöddur, kakkalakkarogjafnvel mýs skríðandi út um allt.“ Fyrsta árið sem Heiða var við nám í New York bjó hún ásamt kærasta sínum á stúd- entagarði við Columbia-há- skóla þar sem hann var við nám. „Ég ráðlegg öllum sem eru að fara einir út að búa á stúd- entagarði til að byrja með. Herbergið, sem við bjuggum í, var mjög lítið en öll önnur að- staða var mjög góö. Á há- skólalóðinni eru búðir, veit- ingastaðir, læknastofur og mörg önnur þjónusta. Columb- ia-háskólinn er f spænsku Harlem og á eins og margir bandarískir háskólar stórt landsvæði sem er aðeins not- að undir fþróttastarfsemi. Þar eru fótboltavellir með stórum áhorfendastúkum, tennisvellir, sundhöll og fleira. Allt félagslíf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.