Vikan


Vikan - 20.02.1992, Blaðsíða 46

Vikan - 20.02.1992, Blaðsíða 46
TEXTI: ANNA S. BJÖRNSDÓTTIR VIÐTAL VIÐ AÐALSTEIN ÓLAF EINARSSON BASSASÖNGVARA VIL GETA HELGAÐ MIG SÖNGNUM Þegar gamla árið hafði kvatt okkur og nýtt var gengið í garð voru fyrstu tónleikar ársins haldnir í Listamiðstöðinni Hafnarborg í Hafnarfirði. Voru þar á ferð þeir Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari sem flestum er aö góðu kunnur fyrir fágaðan undirleik og Aðalsteinn Einars- son, ungur bassasöngvari sem var að halda sína fyrstu einsöngstónleika hér á landi. Á efnisskránni voru verk eftir Mozart, Schubert, Verdi, Ey- þór Stefánsson og Árna Thor- steinsson. Þóttu tónleikarnir takast mjög vel og fékk Aðal- steinn góða dóma fyrir söng sinn. Okkur lék hugur á að hitta hann að máli og skyggn- ast örlftið inn í heim þann er ungur söngvari hrærist í. - Hvenær fórstu að syngja eitthvað af alvöru? „Mér er sagt að ég hafi byrj- að að syngja meö gömium, norskum harmóníkuleikara þegar ég var fjögurra ára gam- all og búsettur í Noregi með foreldrum mínum. Sjö ára byrj- aði ég að syngja í barnakór á Akureyri, á íslensku í þetta skiptið, og hef sungið óslitið síðan. Aldrei hvarflaði þó að mér að fara út í söngnám af al- vöru og ég stefndi á tölvunar- fræði í Háskólanum. Eiginlega ætlaði ég fyrst að verða læknir eins og afi minn, Ólafur Helga- son, en á unglingsárunum sagðist ég ætla að verða lista- maður og var svolítið brosað í laumi að hinum draumlynda ofurhuga. Sumarið 1986 kynntist ég Aðalsteinn segir að draumur sinn sé að geta unnið fyrir sér með söngnum - enda geri hann ekkert skemmtilegra. Aðalsteinn ásamt hlnni japönsku unnustu sinni. T nokkrum af þekktari tónlistar- mönnum landsins og tókst þeim að beina mér á braut sönglistarinnar. Ég hóf nám [ Söngskólanum þá um haustið og stundaði þar nám [ þrjú ár, hjá Guðmundi Jónssyni og Kristni Sigmundssyni. Þar með varð ekki aftur snúið og haustið 1989 hélt óg síðan ( framhaldsnám til Indiana-há- skóla í Bloomington. Tónlistar- deildin þar er vel þekkt meðal íslenskra söngvara enda hafa margir okkar fremstu ungu söngvara stundað þar nám. Má þar meðal annarra nefna Sólrúnu Bragadóttur, Bergþór Pálsson, Ólaf Gylfason, Magús Baldvinsson, Esther Guðmundsdóttur og Ingi- björgu Guðjónsdóttur. Bloomington er ákaflega vinalegur og fallegur bær á stærð við Reykjavík og er að mestu byggður í kringum há- skólann. Söngdeildin þar er talin ein sú besta í Bandaríkj- unum og þó víðar væri leitað og boðið upp á mjög fjölbreytt nám á öllum sviðum tónlistar. Við skólann er einnig stórt og mikið óperuhús og mikil sam- keppni meðal nemenda um að fá hlutverk í þeim átta óperum sem settar eru þar á svið ár- lega." - Hefur þú fengið hlut- verk þarna? „Ég hef fengið fimm hlutverk þar hingað til, meðal annars Dr. Grenvil í La Traviata og Masetto í Don Giovanni og má geta þess til gamans að það er í annað skiptið í röð sem það hlutverk er sungið af ís- lendingi. Síðast þegar óperan var flutt í Bloomington söng Berþór Pálsson hlutverk Mas- ettos. Þetta hefur verið ómetanleg reynsla enda er gífurleg áhersla lögð á óperu- uppfærslurnar þar og allur að- búnaður vel samboðinn öðrum óperuhúsum [ Bandaríkjun- um.“ - Hefur þú hugsað þér að koma heim að loknu námi? „Þetta er nú nokkuð sem ég er oft spurður að. Ég tel mig eiga meiri möguleika sem söngvari erlendis heldur en hér heima. Við eigum svo marga góða og efnilega söngvara aö markaðurinn er eiginlega mettaður. Ég er ekki að segja að það sé auðvelt að komast áfram erlendis, síður en svo, en það er óneitanlega meira um að vera þar. Ég hef Ifka alltaf haft gaman af að ferðast og kynnast öðrum þjóðum. Þar að auki býr unn- usta mín, sem er japönsk, í Bandaríkjunum þar sem hún hefur trausta og góða vinnu og ^það hefur að sjálfsögðu sín s áhrif." m - Hvað heldurðu að fram- > tíðin beri í skauti sínu? - „Ég lýk væntanlega námi í L Bloomington í ágúst og stefni m á frekara framhaldsnám við S óperudeild háskólans í Mary- o land. Það er tveggja og hálfs z árs nám þar sem lögð er sér- stök áhersla á leiklist, dans, bardagalist, förðun og annað sem býr nemendur sérstak- lega undir hugsanlegt starf á óperusviðinu. Að því loknu hyggst ég reyna fyrir mér í hinum harða heimi atvinnu- mennskunnar og sjá svo hvað setur. Draumurinn er að geta helgað sig sönglistinni af lífi og sál enda ekkert dásamlegra en að fá borgað fyrir það sem manni finnst gaman að gera. Það er nokkuð sem ég hef ekki upplifað ennþá og væntanlega verður enn nokkur bið á því.“ Aðalsteinn brosir glettnis- lega og blaðamaður er sann- færður um að honum muni takast það sem hann ætlar sér. Það sópar að Aðalsteini og frakkinn hans slæst til í vindin- um eins og leikbúningur sem undirstrikar dirfsku og þor. Það verður gaman að fylgjast með þessum unga söngvara sem á tækifæri æskumannsins til að láta drauma rætast. □ 46 VIKAN 4. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.