Vikan


Vikan - 20.02.1992, Blaðsíða 20

Vikan - 20.02.1992, Blaðsíða 20
TEXTI OG MYNDIR: JÓHANN GUÐNI REYNISSON GUÐMUNDURH.JÓNSSON AÐSTOÐARYFIRLÖGREGLUÞJÓNN: - SEGIR HANN OG FER EKKI í GRAFGÖTUR MEÐ ÁLIT SITT Síöan voru auglýst laus störf í lögreglunni um haustið og ég las þaö alveg upp til agna en íorði ekki að sækja um enda ekki nema átján ára gamall," segir Guömundur, glottir lymskulega og finnst greini- lega svolítið skondinn ræfils- hátturinn á sjálfum sér í þá daga. Seinna um haustið var svo auglýst aftur og þá var unglingurinn búinn að safna nægum kjarki til að sækja um. „Ég hringdi í Óskar Ólason yfirlögregluþjón, sagði honum hvað ég væri gamall og hann spurði hversu hár ég væri. Ég svaraði því: einn níutíu og eitthvað. „Já, komdu og talaðu við mig,“ var svarið og ég var byrjaður í lögregluskólanum áður en ég vissi af.“ Á nítjánda aldursári var unglingurinn settur í búning og honum ýtt út á Laugaveg. Það segir Guðmundur hafa hina mestu pínu því jafnaldrar hans komu þangað gagngert til að stríða hinum unga lag- anna verði. „Ég var alveg hreint eins og jólasveinn. Það var rosalegt og skrambi erfitt, maður!" Guðmundur og þeir sem útskrifuðust með honum úr lögregluskólanum voru sett- ir í umferðardeildina þangað til um áramótin. „Þá snerist spenningurinn í mannskapn- um um það hverjir yrðu eftir í umferðardeildinni því þeir voru líklegir til aö komast á hjóla- námskeið næsta vor. Maður hafði það strax í huga. Og ég var einn af þeim sem urðu eftir og slapp inn á hjólanámskeið- ið þarna um vorið 71,“ segir Guðmundur og á við nám- skeið sem lögreglumenn fara á áður en þeir hefja störf á mótorhjólum lögreglunnar. GRÆNA KORTÍNAN „Þá vatnaði nú fyrst undir tærnar á manni þegar maður var settur á hjól. Nýliðarnir fengu gömul BMW hjól sem þar fyrir utan voru kraftlaus en þau voru bara allt of lítil fyrir mig þannig að hnén voru uppi undir höku. Svo eru menn allt- af að berjast fyrir einhverju og þarna var maður kominn í búninginn og á hjólið en þá sá maður stærri hjólin í hillingum. Það var draumurinn því þau voru öflugri og meiri virðing yfir þeim,“ segir Guðmundur og minnist þarna á endalausan barning innan lögreglunnar þar sem alltaf er eitthvað betra eða fínna í augsýn. „Tilfinn- ingin er allt önnur að vera í leðrinu. Þegar maður er kom- rátt fyrir að aldur hans sé aðeins rétt við fjórða áratuginn hefur hann starfað í lögreglu rúm tuttugu ár, fyrst í lögreglunni í Reykja- vík, síðan í rannsóknarlög- reglunni og nú er hann orðinn aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi. Sjálfsöruggur situr hann við skrifborðið sitt en gjóar þó hörðum augum á hljóðupptökutæki blaða- manns, rétt eins og hann eigi von á að það muni þá og þeg- ar játa á sig alvarlegan glæp. Guðmundur H. Jónsson verður að teljast orðinn nokk- uð sjóaður í starfinu enda hef- ur hann víða komið við á löng- um starfsferli. Hann lumar á ýmsu, til að mynda mjög ákveðnum skoðunum á því hvernig lögreglan virðist hafa misst sjónar á markmiðum sínum og hann hikar ekki við að gagnrýna störf starfs- bræðra sinna á ýmsum vett- vangi. Hann telur það til dæm- is undrum sæta að það skuli teljast fréttaefni þegar yfir- menn lögreglunnar hætta sér út úr húsi. Við skulum örlítið hinkra með þessi viðhorf Guð- mundar en huga að því þegar hann ungur hóf störf í lögregl- unni og var áður en langt um leið sestur á mótorhjólið í leð- urgallanum. ÞVOÐI RITVÉLAR Hann fékk viðtalið á hæðinni. „Árið 1970 ætlaði ég að fara að læra að gera við rit- og reiknivélar því þá urðu allir að læra eitthvað til að lenda ekki í öskunni. Þannig var að ég sat inni allt sumarið við að þvo rit- vélar og horfði út um gluggann á lögguna sem var að hraða- mæla á Grensásveginum. í fullum herklæðum á Harley Davidson. Guðmundur lumar á ýmsum sögum frá þessu tímabili. 20 VIKAN 4. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.