Vikan - 20.02.1992, Blaðsíða 51
TEXTI: HALLGERÐUR HÁDAL
i
VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR:
HUGARÓRAR HALLGERÐAR
SKALLI
að er á hreinu að ég er
rólega að farast enda
ekkert skrýtið eins og
pabbi er búinn að láta síðan
hann uppgötvaði að hann væri
sennilega svona rosalega
sviplega að tapa hér og þar
eldrauða hárinu. Ég get svo
svarið það að ég varð bara að
grípa svona meiri háttar í
taumana þegar tappinn var
farinn að ganga með lambhús-
hettu innanhúss þetta heilu og
hálfu dagana og neitaði að
láta draga frá gluggunum.
Þetta er ekkert eðlileg móð-
ursýki. Ég meina á pinninn
bágt? Já og þá meina ég
„yes“. Úff, það er alveg sama
hvað sagt er eða gert svo inni-
lega frá hjartanu til að bjarga
þessu pakki, það bjargast
bara ekki neitt og þá meina ég
að það er ekki glæta í liðinu.
Pælið í því að síðan ég af
góðmennsku minni sendi
pabba til meiri háttar spágellu
garga allir hérna í Hrafnanes-
inu. Glæta - eins og spábjall-
an viti ekki svo innilega hvað
gerist í framtíðinni. Manneskj-
an sá náttúrlega hár út um allt.
Svona glöggar perur eru gjör-
samlega nauðsynlegar á
svæðinu. Það er sama og
dauði að afneita þessum
gellum.
Pabbi var búinn að tala
stanslaust um þessi niutíu hár
sem höfðu greinilega horfið
sporlaust. Var guttinn með
þráhyggju, Já og þá meina ég
sæmilega stórt „yes“, ná-
kvæmlega eins og stendur í
orðabókinni. Þessari rauðu ef
öllum er sama. Þessi hryllingur
var nánast hárlaus og útgrát-
inn af stressi. Ég get ábyggi-
lega ekkert próf tekið í vor,
það er á hreinu, svo innilega
tætt er ég orðin. Við skulum
bara athuga það að enginn
nema spápían gat reddað
njólanum.
Það má segja að svona ves-
en sé alltaf erfiðara fyrir
þreytta ættingja en ókunnuga.
Þegar hann kom heim byrjaði
mamma strax að stressa gaur-
inn. Henni fannst hann greini-
lega meiri háttar flóttalegur og
furðu glenntur. Hann tilkynnti
hátíðlega að spágeitin hefði
sagt að hárið yxi aftur „alls
staðar". Hann mætti þakka
fyrir ef hann breyttist ekki bara
rólega í sæmilega mjúkt
loðdýr, svo rosalegt væri lopa-
flóðið. Hún sæi ekki betur en
toppur, bringa og tær yrðu
skógi vaxið á næstunni, enda
væri rosalegt magn af hárkoll-
um alls staðar í kringum hann.
Fæ ég grænar „já“ og þá
meina ég grænbláar.
Mamma fékk geðsýkikast
og sagði að peran hefði svo
greinilega gefið í skyn að það
væri önnur í spilinu og þess
vegna væri hárið að fjúka. Við-
haldið hárreytti hann ábyggi-
lega „alls staðar'*. Hann skyldi
ekki voga sér að reyna að
þræta fyrir þetta. Á þetta lið
bágt? Já. Lendi ég á hæli? Já,
það er á tæru.
Við skulum bara athuga það
að ég ráðlagði Jóu vinkonu að
senda pabba sinn til sömu
spábjöllu af nákvæmlega
sömu ástæðu og allt gekk upp
með það sama. Guttinn fór
bara sjálfur með sitt hafurtask
út í bílskúr og ég veit ekki bet-
ur en hnakkahárin hans séu
við það að koma heim aftur.
Enda hefur gaurinn haft rosa-
lega gott af norðantrekknum
og afskiptaleysinu. Spágellan
er meiri háttar. Vonandi verð
ég uppgötvuð fljótlega. □
HARVANDAMÁL?
Lausnin er: Enzymol
.Nýtt í Evrópu
EURO-HAIR
á Islandi
lEngin hárígræðsla
lEngin gerfihár
lEngin lyfjameðferð
lEinungis tímabundin notkun
Eigið hár með hjálp lífefna-orku
EURO-HAIR 0 Qj
P:0:Box 188* 121 Rvík
e.kl.16.00
Gnoðarvogi 44-46 • 104 Reykjavík
sími: 39990
Elín Jónsdóttir, hárgreiðslumeistari,
Ásta K. Árnadóttir, Elva B. Ævarsdóttir,
Þórunn A. Gylfadóttir, Halla R. Ólafsdóttir.
Hársnyrtistofan
Hár-Tískan
DALSHRAUNI 13, 220 HAFNARFIRÐI
SÍMI50507
hArsnyrtistofan
QRArtDAVEQI 47 0 626162
Hársnyrting fyrir dömur og herra
Veitum
10% afslatt
viö afhendingu
þessa korts!
OPIÐ A LAUGARDÖQIIM
SÉRSTAItT VERÐ PYRIR CLLILlFEYRISPEGA
Hrafnhildur Konráðsdóttir hárgreiðslumeistari
tlelena Hólm hárgreiðslumeistari
Ásgerður Felixdóttir hárgreiðslunemi
RAKARA- & HÁRÍjRElÐSLMSTDFA
HVERFISGÖTU 62-101 REYKJAVlK
4.TBL.1992 VIKAN 51