Vikan - 20.02.1992, Blaðsíða 24
MMAuðvitað ætti dómsmáiaráðu-
neytið að taka þátt í því og reyndar
gegna þar forystuhlutverki í
staðinn fyrir að vera oftar en ekki
eins og andstæðingur okkar ff
það er þreytandi að láta Ijúga f
sig árum saman því sá sem
brýtur eitthvaö af sér ætlar
auðvitað ekki að láta góma
sig,“ segir rannsóknar-
lögreglumaðurinn fyrrverandi
um það starf sitt.
„Til dæmis ætluöu menn
aldrei að koma auga á tengslin
mili auögunar- og fíkniefna-
brota. Það er fyrst núna sem
einhver glóra er komin í þetta.
Fyrir tíu árum var til dæmis
borðliggjandi dæmi um slíkt
þegar stolið var borðbúnaði og
alls kyns verðmætum silfur-
munum sem höfðu aðallega
tilfinningagildi fyrir eigend-
urna. Þjófarnir náðust rétt áður
en þeir ætluðu úr landi með
góssið og þeir sögðu það bara
slétt og fellt að þetta hefðu þeir
gert til að fjármagna fíkniefna-
kaup. Dæmið var augljóst en
samt sem áður vantaði stór-
lega tengsl milli fíkniefnadeild-
arinnar í Reykjavík og rann-
sóknarlögreglunnar. Það var
síðan virkilega gaman þegar
málið var upplýst að geta skil-
að fólkinu silfurmununum því
það var svo þakklátt.“
ÞRAUTAGANGA AÐ
PALLBORÐI
Þegar staða aðstoðaryfirlög-
regluþjóns var auglýst ákvað
Guðmundur að slá til. Hann
segir tilfinninguna, þegar hann
klæddist búningnum með öll-
um þessum strípum og
stjörnum, hafa verið nánast
enn skelfilegri en þegar hann
klæddist lögreglubúningi í
fyrsta sinn. Það gekk þó ekki
þrautalaust fyrir sig að eiga
upp á pallborðið því honum
var fundið flest til foráttu. „Þvi
var til dæmis skellt fram að ég
hefði enga reynslu sem stjórn-
andi og jafnvel var sagt að ég
hefði enga reynslu af lög-
gæslustörfum þrátt fyrir aö ég
hefði verið sjö ár í Reykjavík-
urlögreglunni og ellefu hjá
RLR. Svo kemur maður inn á
vinnustað í óþökk flestra sem
þar vinna og ég óska engum
svo ills að þurfa að ganga í
gegnum slíkt. En það hefur nú
ræst úr því sem betur fer, að
mestu leyti allavega." Guð-
mundur vill ekki fara nánar út f
þessa sálma, búinn að fá nóg.
Hann segir að sér finnist
leiðigjarnt að heyra sífellt væl
um að þetta eða hitt sé ekki
hægt að gera í ýmsum málum,
frá yfirmönnum lögreglunnar,
þegar störf hennar eru
gagnrýnd. „Ég held nefnilega
að oft sé málið það að keppst
er við að gera hlutina rétt en
ekki að gera réttu hlutina, að
ekki sé haft skipulag á því sem
unnið er að.“ Hann segir lög-
regluna allt of viðkvæma fyrir
gagnrýni. „Við hljótum að ein-
hvern tímann að gera mistök
og ef það gerist þá á aö kann-
ast við þau og læra af þeim.
Hins vegar getur oft verið erfitt
að útskýra eða svara gagnrýni
því þá þyrfti að draga inn í
málin fólk sem síst má við því,
fólk sem lent hefur í einhverri
ógæfu og lögreglan þurft að
hafa afskiþti af.
Guðmundur hefur einnig
komið auga á ýmsa hnökra á
starfi lögreglunnar eftir að
hann klæddist einkennisbún-
ingi á ný. „Það kom mér til
dæmis á óvart að tækjum og
tækni hefur ekki fleygt fram í
takt við timann. Við í Kópavogi
24 VIKAN 4. TBL.1992