Vikan


Vikan - 20.02.1992, Blaðsíða 37

Vikan - 20.02.1992, Blaðsíða 37
hún lemur þig eins og harðfisk ef henni sýnist svo. Pabbi þinn er fyrir utan þetta að mestu enda gagn- tekinn af eigin frama, virðist vera. Þú gefur jafnvel i skyn að hann kunni að vera að flýja það atferli mömmu þinnar sem þú mátt sætta þig við. Ekki væri verra að þú segðir honum frá vandlæt- ingu þinni og reiði vegna barsmíðanna og bentir honum jafnframt á að seðlarnir, sem hann safnar ótæpilega, munu ekki bæta þér þann skaða sem þú kannt að hljóta vegna ofbeldisins sem móðir þín beitir þig. Honum ber skylda til að styðja þig og verður að gera sér grein fyrir að í þessu tilviki duga peningar skammt enda virðast þeir ekki hafa gert fjölskylduna hamingjusamari eða samheldnari. Þú virðist nefnilega vera nokkuð afskiptur og einn í þessum vanda þínum og ekkert talar þú um í bréf- inu að systkini þín sæti sömu meðferð og þú, þó mig gruni að svo kunni að vera. Seðlasöfnun dugar þér skammt ef afsiðun, sem liggur i ofbeldi móður þinnar á þér, þrífst á bak við fín föt, utanlandsferðir, dýran húsbúnað og kannski stórhýsi. Þú værir betur settur í tjaldi og laus við barsmíðarnar. Auk þess er afleitt að þú skulir vera á báðum áttum um hvort mamma þín elskar þig eða hatar. Foreldrar eiga alls ekki að berja börnin sín, alveg sama hvað á dynur. Eins er fáránlegt ef for- eldri verður til að grafa undan trú barnsins síns á að það sé elskað af foreldrum sínum og eigi bókstaf- lega rétt á að vera elskað og virt af ástvinum sínum, alls ekki vanvirt og hunsað, hvað þá barið eða mis- þyrmt með öðrum hætti. OFBELDI OG REGLUR Hvað varðar mömmu þína reikna ég með að þú haf- ir oftar en ekki látið hana heyra að þú óskir ekki eftir að vera barinn vegna skoðana þinna eða hátternis. Sér í lagi vegna þess aö það er sannanlegt að of- beldi hefur aldrei orðið til að efla kosti þeirra sem fyrir því hafa orðið, þvert á móti ef eitthvað er. Þú finnur líka hvað þú ert orðinn reiður og niðurlægður og það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt enda af gefnu tilefni. Hitt er svo annað mál að vitanlega verður að reyna í öllum samskiptum að komast að samkomu- lagi. Ekki síst á það við þegar um er að ræða grund- vallaratriði eins og að virða mikilvægi þess að allir heimilisfastir verða að muna að enginn einn, þar sem fleiri búa saman, getur lifað einungis eftir þeim hugmyndum, reglum og framkomu sem honum er eðlileg og kannski fellur best. Eðlilegast væri ef þú og mamma þín gætuð náð að ræða saman af einlægni og hreinskilni þannig að báðum tækist að halda virðingunni og fá að ein- hverju leyti fram vilja sinn án hávaða eða barsmíða. Það er nefnilega alveg sama hve mikið af veraldleg- um gæðum þið eigið, ef þið getið ekki náð sæmi- lega þægilegu og friðsömu andrúmslofti og ögn af skilningi hvort á annars þörfum er hætt við innri tog- streitu og svo í framhaldi af því hvers kyns afsiðun I framkomu ykkar hvert við annað. TOGSTREITA OG AFSIÐUN Vart er hægt að ætlast til að þú, sem piltur sem ert að verða fullorðinn karlmaður innan tíðar, getir sætt þig við að vera mun lengur meðhöndlaður af eins mikilli valdníðslu og barsmíðar alltaf eru, hver sem framkvæmir þær. Sennilega er hyggilegt fyrir þig jafnframt að reyna að leita þér hjálpar með aðstoð neyðarlínu Rauða krossins. Símanúmer hjá Rauða- krosshúsinu er fremst i símaskránni. Starfsfólk þar hefur á sínum snærum alls kyns möguleika á að veita þér upplýsingar um leiðir sjálfum þér til styrktar út úr þessu kvalræði. Þú verður að leita réttar þíns og það sem fyrst. Vitanlega veistu að þú hefur sjálfur eignast það mikinn líkamlegan styrk að trúlega væri tiltölulega auðvelt fyrir þig, næst þegar mamma þín ræðst á þig, að taka hendur hennar rólega aftur fyrir bak hennar og leggja hana þegjandi yfir hné þér og hreinlega rassskella hana af sæmilegri hógværð og festu. Þetta læt ég fljóta með sem möguleika í al- gjörri neyð og alls ekki hugsað til að mæla ofbeldi bót. Málið er bara að ef fýkur i flest skjól verður stundum að tala á annars konar tungumáli en okkur er tamt. Jafnt sem áður er sú skoðun mín enn óhagganleg að ofbeldi sé rangt atferli og alls ekki til eftirbreytni enda fátt í mannlegum samskiptum ömurlegra. Ofbeldi á ekkert skylt við siðfágun og því heldur hæpið að henni lærist að hegðun hennar er afsiðun ef hún neitar öllum sakargiftum og hunsar fullkom- lega ábendingar og rökræður sem tengjast hegðun hennar. Atferli hennar er reyndar náskylt siðblindu, auk þess að vera mögulega á einhvern hátt geð- villutengt. Þó svarað yrði í sömu mynt er það jafnt sem áður staðreynd málsins að það á engan að lemja og allra síst þá sem minni máttar eru þó vissulega geti innibyrgð reiði framkallað furðuleg viðbrögð og umdeilanleg. SJÁLFSVÍG ERU ALRÖNG Hvað varðar það að kjósa ekki að lifa lengur er þetta að segja. Það að deyja vegna eigin ákvörðunar er rangt. Sjálfsvíg eru vá sem ekkert hefur í för með sér annað en aukinn vanda þeirra sem þau fram- kvæma. Hvort sem fólk trúir því eða ekki er líf að loknu þessu og við komum í ríki Guðs í því andlega ástandi sem við vorum í þegar við yfirgáfum likam- ann. Sennilega verður okkur fljótt Ijóst við breyttar ytri aöstæður að við gerðum rangt með því að ákveða sjálf okkar skapadægur. Vissulega má fullyrða að léttirinn er enginn við aðgerð sem þessa. Mun líklegra er að til viðbótar fyrra ástandi verði sektarkenndin vegna sjálfs- morðsins óbærileg. Hertu því upp hugann, elskan, og leitaðu þér stuðnings og hjálpar hjá faglærðu fólki. Það borgar sig. Hvað varðar framtíðarþrár þínar, svo sem löngun til að læra læknisfræði, þá segi ég bara hér og nú að vonandi fæ ég að verða fyrsti skjólstæðingur þinn, alveg sama hvaða sérgrein þú velur. Það er kannski rétt að þú vitir að ég er frekar fráhverf tannlæknum, eiginlega hrædd við þá. Finnst þeir reyndar margir ágætir þegar þeir eru ekki i vinnunni. Veistu að lífið er það dýrmætasta sem þú átt og engin sérstök ástæða til að láta ófullkomið fólk, þó skylt manni sé, veikja tiltrú manns á að það geti verið bæði gleðilegt og friðsamt. Eða eins og kúgaði strákurinn sagði eitt sinn í góðra vina hópi: „Elskurnar mínar, vissulega vafðist mér tunga um háls þegar manneskjan bara vatt sér að mér og sló mig. Málið er bara að mér þótti þessi hegðun hennar svo heimskuleg að ég ákvað að svona hallærishátt myndi ég aldrei ástunda, jafnvel þó aðrir væru ekki öllum stundum mér að skapi. Ég leit því bara á hana og sagði: Vá, hvað verður um gullhringina ef puttarnir fjúka af eða þannig.“ Elsku strákurinn minn, trúlega áttu án vesens og mikilla vandræða lífið fram undan og megi Guð vísa þér veg þess góða og friðsama héðan í frá. Með vinsemd, Jóna Rúna. Vinsamlega handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau í einkabréfi. Utanáskriftin er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík.< yiKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.