Vikan


Vikan - 20.02.1992, Blaðsíða 30

Vikan - 20.02.1992, Blaðsíða 30
SMÁSAGA EFTIR ODD SIGURÐSSON: FYLGIFISKAR FRUMBURÐARINS - Æi, góði Róbert, vertu nú ekki að líkja mér við belju. Komdu þér heldur af stað heim. Róbert og Lena kysstust þegar þau lokuðu á eftir sér dyrunum á litlu íbúðinni. Þau óskuðu hvort öðru til hamingju með frumburðinn á allt annan og innilegri hátt en þau höfðu gert á spítalanum. Þau voru ung og ástfangin þrátt fyrir allt þrasið þeirra í milli, sem ein- ungis var vegna ólíks sjón- deildarhrings. Þau voru vel gefið ungt fólk sem miðlaði hvort öðru af ólíkri þekkingu og náðu því að þroskast sam- ekkert að vekja hann að öllu eðlilegu, hvorki til að gefa hon- um að drekka né heldur skipta á honum. Það er alveg pottþétt að hann lætur í sér heyra ef hlutirnir ganga ekki í þeirri röð sem hann ætlar. En af því að þú varst að spyrja mig um lek- ann minntir þú mig á að ég þarf að biðja þig að fara í apó- tek og versla svolítið fyrir mig. Vonandi ekki dömubindi, hugsaði Róbert. Hann gat ekki hugsað sér neitt eins hallæris- legt og að fara í búð og kaupa bara einn asnalegan dömu- bindapakka. Jú, kannski var annað sem á margan hátt sló Róbert og Lena gengu stolt og hamingjusöm eftir gangi spítalans þar sem Lena hafði alið litla drenginn þeirra fáeinum dög- um áður. Róbert var dálítið rjóður í framan þar sem hann hélt á glænýju burðarrúminu í hægri hendi, með Lenu hálf- vegis hangandi í þeirri vinstri. Axlir hans voru stífar og göngulagið ekki í neinu sam- ræmi við það sem venja var til. Þau kinkuðu kolli til kunnugra, sem á vegi þeirra urðu en hugsuðu þó um það helst aö komast sem fyrst heim í litlu íbúðina og takast á við hið nýja hlutverk sem ábyrgir for- eldrar og uppalendur. Þau gengu að bílnum og Róbert lét byrði sína í aftursætið. Lena bjástraði góöa stund við að binda rúmið tryggilega í örygg- isbelti en Róbert settist undir stýri. Lena hlammaði sér í aftursætiö og skellti hurðinni aftur. - Ha - hvað? Róbert leit á Lenu. - Ætlar þú ekki að sitja frammí? - Róbert minn, farðu nú að fullorðnast. Auðvitað læt ég ekki litla prinsinn vera einan. Svona lítið barn fyllist öryggis- leysi ef lyktin af mömmu er ekki alveg á næsta leiti. Róbert átti ekki orð, hann ræsti bílinn og hélt af stað. Vá vá, tautaði hann, það var engu líkara en Lenu hefði versnað eitthvað við barnsburðinn. Litla krílið bærði ekki á sér, fann sjálfsagt svo vel lyktina af mömmu sinni að ekkert gat raskað ró þess. Þau voru kom- in hálfa leið heim þegar Lena gaf frá sér hálfkæft óp. Róbert snarhemlaði. - Ooo! hrópaði hún. - Það lekur svo mikið. Róbert varð eitt spurningar- merki. - Hvað í ósköpunum lekur? - Það lekur mjólk úr brjóst- unum á mér. Hvað annað svo sem? - Það er skrítið, svaraði Róbert. - Þú sem situr þarna alveg hreyfingarlaus. Það er nú eins gott að þú þurfir ekki að hlaupa. an og bæta hvort annað upp. Þau höfðu tekið ákvörðun, ákvörðun sem þrátt fyrir and- mæli tíðarandans lá nú stein- sofandi í burðarrúminu og tengdi þau órjúfandi böndum. Róbert hafði gengið frá því litla sem á vantaði heima fyrir á meðan Lena var á spítalan- um. Hún tók barnið úr burðar- rúminu og dreif það ofan í vöggu með drifhvítum rekkju- voðum. Hún hældi Róbert á hvert reipi fyrir fráganginn heima. Hann varð svolítið feiminn við skjallið og reyndi að gera sem minnst úr sínum hlut. Þó vildi hann leggja örlítið til málanna sem umhyggju- samur faðir. - Er ekki rétt að gefa hon- um að drekka núna? spurði hann föðurlega og setti í brýrnar. Honum varð starsýnt á rennvota peysuna á Lenu. - Er kannski ekkert eftir í þér? bætti hann búmannslega við. Lena hafði gaman af þess- ari athugasemd. - Ég þarf það alveg út. Það var þegar þau Lena troðfylltu körfu af dýrindis mat og Lena varð endilega að skreyta kúfinn á körfunni með fjörtíu og átta rúllum af salernispappír. Undir slíkum kringumstæðum var hann alveg klár á því að allir sem brostu í búðinni væru að því vegna samsetningarinnar í körfunni. - Róbert! Ertu heyrnarlaus eða hvað? Róbert reif sig upp úr þessum fáránlegu hugsun- um. - Æ, hvað varstu að segja? Hann reyndi hvað hann gat til að bæta upp eftirtektarleysið. - Kaupa dömubindi? spurði hann kjánalega. - Hvar ert þú eiginlega? spurði Lena undrandi. - Ég hef ekki minnst á neitt slíkt. Ég var að biðja þig að kauþa fyrir mig innlegg í brjóstahaldara. - Innlegg, át Róbert eftir henni. - Ég get nú ekki séð að þú þurfir á því að halda. Þér væri nær, elsku ástin mín, að kaupa þér stærri brjóstahald- ara frekar en að troða meira [ þennan. Lena skríkti með svolitlu ánægjuhljóði. - Þetta eru bara litlar mottur sem koma í veg fyrir að leki svona rosalega í gegn. - Ja, lengi getur nú vont versnað, tautaði Róbert og gerði sig líklegan til að fara. - Taktu því rólega, gullið mitt, þú átt að kaupa aðeins fleira. - Eins og til dæmis hvað? Lena taldi á fingrum sér. - Eyrnapinna, hreinsispritt og kauptu líka einn pakka af dömubindum af stærstu gerð. Hún brosti stríðnislega. Róbert endurgalt brosið. - Þú ert að grínast? - Nei, ég meina þetta, svar- aði Lena. Hún gat vart haldið aftur af hlátrinum. - Þú hlýtur að hafa séð hvernig þetta var á fæðingardeildinni. Robert hristi höfuðiö. - Elsku Lena mín! Þú hlýtur að gera þér grein fyrir því að á spítalanum er ein stærð látin duga fyrir alla af hagkvæmnis- ástæðum. Þar breytir engu hvorf manneskjan er fjörutíu eða hundrað og fjörutíu kíló. Ég man ekki betur en þú hafir sjálf fengið hláturskast yfir nærfatnaðinum þar. Lena ýtti við honum til merk- is um að hann skyldi drífa sig. - Ég meina þetta, þau stærstu eru þau einu sem koma að gagni. Róbert hraðaði sér af stað. - Það eru aldeilis umskipti á öllum hlutum við það eitt að eignast þennan litla kút. Hann sem hefur ekki einu sinni opn- að augun ennþá heima. Ró- bert talaði upphátt við sjálfan sig er hann ók áleiðis í nálæga lyfjaverslun. Hann var þakklátur forsjón- inni er hann stóð á gólfi versl- unarinnar. Enginn viðskipta- vinur var þar fyrir. Þakklætið snerist þó fljótt upp í feimnis- lega hræðslu við að sjá þrjár gullfallegar afgreiðslustúlkur í hvítum sloppum, bíða þess eins að fá að afgreiða hann. Róbert kinkaði kolli til þeirra, 30 VIKAN 4.TBL.1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.