Vikan


Vikan - 20.02.1992, Blaðsíða 59

Vikan - 20.02.1992, Blaðsíða 59
var mjög gott í Columbia og þannig er því farið í flestum bandarfskum skólum. Skól- arnir sem við Sif erum í eru báðir á miðri Manhattan og þvf er ekki mikið húsnæði fyrir félagsstarfsemi. Þó eru starf- ræktir í skólu'num ýmsir klúbbar." Sif hefur ekki eins góða reynslu af að búa á stúdenta- garði. „I Connecticut bjó ég meö þrem öðrum stelpum á stúd- entagarði. Þær eins og flestar stelpurnar ( skólanum töluöu ekki um annað en stráka og að raka á sér leggina. Þær mættu alltaf uppstrílaðar í skólann og fannst ég vera hálfhippaleg og furðuleg. Ég féll ekki alveg inn í munstrið hjá þeim og það var eins og þær væru hálfhræddar við mig vegna þess að ég kom frá Evrópu." „Ef ég nefni Central Park sjá flestir fyrir sér nauðgara og glæpamenn. Fólk heldur að þetta sé einhver dauða- garður. Við sem búum þarna rétt hjá förum aftur á móti oft þangað og þykir þetta vera æðislegur staður. Þarna eru íþrótta- vellir, sundlaug og dýra- garður svo dæmi séu tekin. “ Hvernig er fyrir unga íslend- inga að búa í New York? „Ástæðan fyrir því að ég fór fyrst til Connecticut var að ég vildi alls ekki búa á Manhattan. Mér fannst borgin alltof stór og hættuleg. Þegar ferðamenn koma til New York eru þeir yfir- leitt aðeins á þvi svæði sem kallað er „downtown". Þar eru eintóm háhýsi og fullt af skuggalegu fólki. Þessu er allt öðruvísi farið ( hverfinu sem við búum í. Við íslendingarnir sem eru við nám í New York búum flest á sama svæði og höfum mikið samband. Það er mjög gott að vita af hinum ís- lensku krökkunum og við get- um alltaf leitað hvert' til annars.“ Heiða tekur undir þetta og segir að hún geti varla hugsað sér vinalegri stað til að búa á. „Annaðhvort er fólk mjög hrifið af New York eða þá að það getur ekki hugsað sér að vera þar. Það er mjög mikið um heimilislaust fólk í borginni og við heyrum stanslaust um alls kyns glæpi. Flestir alvar- legir glæpir eins og morð og þess háttar eru milli eiturlyfja- sala eða glæpahópa. Ef sak- laus borgari eða ferðamaður er myrtur úti á götu er alltaf gert mikið mál úr því. Ef ég nefni Central Park sjá flestir fyrir sér nauðgara og glæpamenn. Fólk heldur að þetta sé einhver dauðagarður. Við sem búum þarna rétt hjá förum aftur á móti oft þangað og þykir þetta vera æðislegur staður. Þarna eru íþróttavellir, sundlaug og dýragarður svo að dæmi séu tekin. Það er mjög gaman að setjast út f Central Park á vorin og læra eða liggja bara í sólbaði." Þær segjast stundum mæta frægu fólki á götu og eitt sinn tók Sif fræga leikkonu fyrir fá- tæka heimilislausa konu. „Þetta var snemma um morgun og ég var að bíða eftir strætó. Þá tók ég eftir svert- ingjakonu með svart sítt hár. Hún hélt á mörgum plastpok- um og ég hélt að þetta væri bara ein af þessum pokakerl- ingum sem mikið er um f New York og eiga hvergi heima. Þegar hún kemur nær sé ég svo að þetta er Whoppie Goldberg. Einu sinni sá ég líka Milli Vanilli inni á skemmti- stað. Stuttu sfðar fréttist að þeir sungu ekki lögin sfn sjálfir. Eftir það hef ég ekki haft mjög hátt um þetta atvik.“ Sif játar að hún fari frekar mikið út að skemmta sér og að skemmtanalffið í New York sé mjög gott. „Við íslendingarnir hittumst líka oft f heimahúsum eða för- um saman út að borða. Það er mjög mikiö af góðum matstöð- um í New York. Við hliðina á íbúðinni minni er til dæmis mjög sérstakur og góður eþí- ópískur veitingastaður, þar sem ætlast er til að gestirnir borði matinn með höndunum." Heiða samsinnir þvf að þau fari oft út að borða og að í New York séu margir allsérstaðir veitingastaðir. „Sumir veitingastaðir selja ekki vfn heldur er ætlast til að maður komi sjálfur með vín- flösku með sér. Á mörgum veitingastöðum eru hljóm- sveitir að spila eða ýmis önnur skemmtiatriði og fjölbreytnin er mikil. Þú finnur allt f New York, bæöi gott og slæmt. New York er mikil heimsborg og mjög óamerísk borg. Það sama má segja um San Francisco sem er eins konar blanda af Los Angeles og New York. San Francisco er í raun eina bandaríska borgin sem ég gæti hugsað mér aö læra i fyrir utan New York.“ Heiða segir að fyrir utan að vera mjög ánægð með námið sé gott að hafa kynnst ein- hverju nýju. „Það er mjög gaman fyrir ungt fólk að búa í New York en ég vildi ekki vera þar með börn. Það þýddi til dæmis ekk- ert að setja lítið barn út í vagn. Það væri ekkert í vagninum þegar þú kæmir aftur að sækja barnið. Flestir íslensku krakk- arnir ætla að koma heim að námi loknu. Ég væri alveg til í að búa þar í nokkur ár eftir að ég hef lokið námi en mig lang- ar ekki til aö vera f New York til frambúðar."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.