Vikan


Vikan - 20.02.1992, Side 14

Vikan - 20.02.1992, Side 14
VIÐTAL: VALGERÐUR JONSDOTTIR ÓÞÆGILEGT AÐ SJÁ ANDLITIÐ Á VEGGJUM ÚT UM ALLA BORG - SEGIR SÓLVEIG ÁRNADÓTTIR í VIKUVIÐTALI Það telst enn til tíðinda er ný íslensk kvikmynd kem- ur fram á kvikmyndatjaldinu, þó íslensk kvikmynda- gerð hafi nú slitið barnsskónum. Að undanförnu hafa veggspjöld skotið upp kollinum um borgina til aug- lýsingar á nýjustu íslensku kvikmyndinni, Inguló undir leikstjórn Ásdísar Thoroddsen. Það er Sólveig Arnarsdóttir í hlutverki Inguló sem auglýsir myndina og ef vel er að gáð má sjá í Ingvar Sigurðsson sem leikur annað aðalhlutverk myndarinnar. Vikan mælti sér mót við þessa ungu leikara sem eru að stíga sín fyrstu skref í kvikmyndaleik. Sólveig segir það afar óþægilegt að sjá andlit sitt á veggspjöldum um alla borgina enda sé hún helst hætt að fara mikið út fyrir hússins dyr, nema hún komist ekki hjá því. Við hitt- umst á kaffihúsi og Sólveig mætirfyrst. Ingvar kemur skömmu síðar, nýorðinn faðir í annað sinn og að því er virðist enn dálítið undrandi á þeim tímamótum. A Til- finningar Inguló eru svolítið á reiki. Hún átti nótt með útgerðar- manninum sínum að vestan á hóteli í Reykjavík. Þau eru fyrst spurð að því hvort þetta sé fyrsti kvikmyndaleikur þeirra en Ingvar hefur að undanförnu getið sér goft orð sem leikari í leikhúsunum, lék meðal ann- ars Pétur Gaut, leikur Vilja í Jelenu og Tibalt í Rómeó og Júlíu. Sólveig á einnig að baki nokkur hlutverk í leikhúsinu þrátt fyrir ungan aldur en hefur auk þess leikið í útvarpi, sjón- varpi og í Óperunni en hún er svo að segja alin upp í leikhúsi þar sem hún er dóttir hjónanna Arnars Jónssonar og Þórhildar Þorleifsdóttur. Sólveig: Þetta er ekki fyrsta hlutverk mitt í kvikmynd því ég lék dóttur Stellu í myndinni Stella í orlofi. Ingvar: Ég lék í myndinni SLL 25 sem Óskar Jónasson stóð að. Blm.: Og um hvað fjallar svo kvikmyndin Ingaló? Ingvar: Þetta er saga um stelpu sem býr í sjávarþorpi. Hún er frek og óþekk og geng- ur ekki alveg upp i kerfinu ... Sólveig: ... hún er bara dálítið baldin. Ingvar: Einhver sagði að þetta væri pólitísk ástar- saga... Sólveig: Já, er það? Jæja, það má vel vera. Blm.: Leikið þið elskendur í myndinni? Ingvar: Já, ég leik Skúla og það vill svo óheppilega til að hann verður ástfanginn, þó það sé ekki það sem hann hef- ur óskað sér... Blm.: Hann verður sem sagt ástfanginn gegn vilja sínum? Ingvar: Já, hann ætlar sér ekkert með þessa stúlku nema að vera með henni eina nótt en málin þróast á annan veg. Blm.: Og allt endar vel? Sólveig: Það er óræður endir. Blm.: Er þetta íslenska KVIKMYNDIN sem allir hafa beðið eftir? Sólveig: Ef vel tekst til gæti hún lýst lífi í litlu sjávarplássi á raunsæjan hátt. Ingvar: Það er þó svolítið fært í stílinn. Blm: Smávegis skáldskapur í þessu. En hver finnst ykkur munurinn á því að leika á sviði og fyrir kvikmyndatökuvélar? Sólveig: Ég hef ekki næga reynslu til að ég geti úttalað mig um þaö en þetta krefst annarrar tækni. Ingvar: Oftast gerir það það. Það er öðruvísi að leika fyrir myndavélar í stað áhorfenda þvi maður fær engin viðbrögð. Sólveig: Kvikmyndaleikur krefst einnig allt annarrar undirbúningsvinnu. Ingvar: Þegar leikið er á sviði hefur maður skýrari 1 4 VIKAN 4. 7BL 1992

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.