Vikan


Vikan - 01.10.1992, Page 25

Vikan - 01.10.1992, Page 25
Oskar Jónasson kvikmyndagerðarmaður: LEIÐINLEG SJÓNVARPS LEIKRIT listævintýriö byrjaði með Oxsmá, sem var fé- lag Óskars og vina hans. „í nýlistadeild myndlistarskólans hefur mað- ur nokkuð frjálsar hendur um það með hvað maður vinnur og við vorum þar að gera kvik- myndir - við vorum næstum farnir að gera bíómyndir í fullri lengd,“ segir Óskar en félag- ar hans í fyrirtækinu voru meðal annarra Hrafnkell Sigurðsson, Axel Jóhannesson - Langi Seli, öðru nafni - Kormákur Geirharðs- son - kallaður Kommi, nú f KK-bandinu - Hörður Bragason, Jón Steinþórsson og ennþá fleiri en þetta var kjarninn. GEIMSKIPIÐ OG LÖGGAH Hvað var Oxsmá? „Hljómsveit. Og við gerðum skúlptúra, vorum með sýningu í Tjarnarbíói með leikurum og tónlistarfólki og unnum mikið með Svörtu og sykurlausu." Óskar sækir Ijós- myndir frá þessum tíma og bendir á virðulegt Fólksvagen rúgbrauð með risavaxna rakettu á þakinu. „Bíllinn okkar," segir hann og hlær við. „Löggan vildi nú ekki bekenna þennan bíl en við vorum búnir að keyra hann nokkrar vikur áður en þeir stoppuðu okkur fyrir að vera með þetta geimskip ofan á honum - vakti of mikla athygli," bætir hann við, svolítið stoltur f rödd- inni eins og það hafi verið takmarkið að láta banna sér hlutina. Hann skilur ekki að hann skuli hafa nennt þessu, svona eftir á að hyggja. „Alltaf í sjálf- boðavinnu. Núna hreyfir maður sig ekki spönn frá rassi án þess að semja um einhverjar greiðslur fyrir það. Það er samt gaman að gera hlutina ókeypis.1' Gaman að gera þá ó- keypis? „Já, sérstaklega finn ég þetta niðri í Nemendaleikhúsi þar sem greiðslur eru ekk- ert inni í myndinni hjá nemendunum. Maður finnur hvergi eins áhugasaman leikhóp sem leggur á sig hvaða vinnu sem er,“ svarar Ósk- ar en nú er hann að leikstýra verki hjá Nem- endaleikhúsinu. Hann fær borgað fyrir það. Komum nánar að þvf sfðar og þá sérstaklega því hvernig maður sem ekki er leikari og því - ekki leikurum eða tæknifólki að kenna 20.TBL. 1992 VIKAN 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.