Vikan


Vikan - 01.10.1992, Side 38

Vikan - 01.10.1992, Side 38
TEXTIOG UÓSM.: SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR „Samfélag viö Jesú Krist er eitthvaö sem menn veröa aö reyna sjálfir til aö gera sér grein fyrir hversu stórkost- legt þaö er.“ Um bæinn ekur lítill rauöur bíll meö merk- inu „I V Jesus“ I aft- urglugganum. Hann staö- næmist viö hús í Garðastræti og út úr honum stígur Skúli Bruce Barker. Hann er tuttugu og átta ára gamall Reykvík- ingur, dökkhæröur og blá- eygður, ósköp venjulegur í út- liti og gæti allt eins verið hann Jón í næsta húsi. Ólíkt Jóni fleygir hann sér ekki upp í næsta sófa og horfir á sjón- varpsfréttirnar heldur sest inn í skáp á stól sem þar er var Skúli nýútskrifaður úr Menntaskólanum í Reykjavík, metnaðarfullur ungur maður sem hugði á verkfræðinám. Hann hefur breyst og það hef- ur líf hans og nánasta um- hverfi einnig gert. Gítarinn er þarna ennþá en bækurnar á skrifboröinu eru aörar og myndirnar á veggjunum líka. í stað stærðfræðibóka og skáldsagna eru Biblíur og aðr- ar bækur um kristna trú. Skúli sest á rúmið og er reiðubúinn að svara spurning- um mínum. Ég sest á stól við vinna við að ganga í hús og bjóða Biblíur til sölu í Suður- ríkjum Bandaríkjanna. Þetta var mjög sérstök lífsreynsla og líklega erfiðasta og lær- dómsríkasta vinna sem ég hef stundaö. Á þessum tima hafði ég ekki mikla trú á Biblíunni og haföi ekki lesið hana nema að mjög litlu leyti." - Fórstu þá að fá áhuga á kristinni trú? „Nei, en ég hafði alveg frá því ég var sextán ára haft mikinn áhuga á andlegum málum og var alltaf leitandi að Skúli Bruce Barker, annar frá hægri, ásamt félögum sínum í Krossinum. geymdur og biðst fyrir í rúm- lega hálftíma. Stuttu seinna banka ég upp á og Skúli vísar mér inn í her- bergið sitt. Þaö hefur tekið nokkrum breytingum á þeim átta árum sem eru liöin frá því aö ég kom þangað síðast. Þá skrifborðið og yfirheyrslan hefst. Mér er órótt innan- brjósts enda er umræöuefnið mál sem er í mínum augum hálfógnvekjandi og óeðlilegt. Skúli léttir á áhyggjum mín- um í bili og byrjar aö tala um ósköp hversdagslega hluti. Hann segir mér frá námi sínu á íslandi og í Bandaríkjunum, frá vinnu sinni sem rafmagns- verkfræðingur hjá Rlkisspítul- unum og mörgu ööru. Talið berst aftur aö dvöl hans í Bandaríkjunum þar sem hann var viö nám í Phoenix í Arizona. „Til að eiga fyrir skólagjöld- unum og dvöl minni þarna úti þurfti ég að fá mér vinnu sem gæfi vel í aðra hönd. Þannig atvikaöist þaö að ég fór að einhverju sem gæfi mér and- lega fyllingu. Ég hafði prófað ýmislegt í þeim málum, svo sem jóga-heimspeki, austur- lenska heimspeki, nýaldar- hreyfinguna, búddatrú og fleira. Mér datt aldrei í hug aö það væri kristni sem gæfi mér þessa fyllingu. Kristni var fyrir mér eitthvað líflaust sem gamlar konur hlustuðu á í kirkjum á sunnudögum. Ég geröi meira aö segja grín að sumum vinnufélögum mínum í Biblíusölunni sem byggöu allt sitt líf á Biblíunni, „ein- hverri bókarskruddu" eins og ég kallaöi það. Þegar ég kom heim áriö 1989 var ég ekki enn búinn að finna það sem ég var að leita aö og var orðinn vonlaus um aö þessi leit mín bæri ár- angur. Um þetta leyti dró vinkona bróður míns hann upp í Kross. Hann frelsaðist og Jesús gaf honum nýtt líf. Ég fór með honum á samkomu, vantrúaður á að ég fyndi þar eitthvað við mitt hæfi. Til að byrja með skildi ég I rauninni ekki hvað átti sér stað þarna og þótti þetta allt saman mjög öfgakennt. Eftir því sem ég kynntist starfinu í Krossinum betur sannfærðist ég smátt og smátt um að þar væri einhver utanaökomandi kraftur að vinna, kraftur sem ég seinna gerði mér grein fyrir að var heilagur andi. Síðan hef ég upplifað alveg stórkostlega hluti í kristni og þetta hefur verið mjög ævintýraleg ganga. Loksins eftir alla þessa leit hef ég fundið þá andlegu fyll- ingu og þaö líf sem ég var að leita að. Mér finnst aö á með- an ég tók þátt i öörum trúar- brögðum og því sem viðkom andlegum málum hafi ég ver- ið blekktur. Samfélag við Jesú Krist er eitthvað sem menn verða að reyna sjálfir til að gera sér grein fyrir hversu stórkostlegt það er. Ég hef stundum grátið djúpum gráti af þakklæti yfir því að Jesús Kristur, skapari þessa heims, skuli teygja sig til mín og snerta mig. Vissulega má segja aö við í Krossinum séum öfgakennd í lofgjörð okkar um Drottin en Guö mætir okkur líka á mjög öfgakenndan hátt. Hver og einn uppsker eftir því sem hann sáir og því þykir okkur ekki nóg aö biöja til Guðs í hljóði. í lofgjörð okkar til Drott- ins syngjum viö, dönsum, hlaupum og gerum allt sem í okkar valdi stendur til aö hefja upp nafn Jesú Krists. Við náum líka árangri meö þess- ari öflugu lofgjörð okkar því fyrir kraft heilags anda mætir Jesús hreinlega á svæöið. Ég hef oft fundiö fyrir ná- lægð Guðs og upplifað það sem kallast skírn í heilögum anda. Þá úthellir Jesús Kristur sínum heilaga anda yfir mig og ég finn kraft Guðs koma yfir mig. Það fer um mig hroll- 38 VIKAN 20. TBL. 1992

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.